Síðustu tvö ár algjörar andstæður fyrir nýju meistarana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. apríl 2019 17:45 Kyle Guy fagnar titlinum eftir að lokaflautið gall. AP/David J. Phillip Virginia varð í nótt bandarískur háskólameistari í körfubolta eftir sigur á Texas Tech í framlengdum leik. Úrslitaleikur NCCA er það stór í Bandaríkjunum að enginn NBA-leikur keppir við hann það kvöld. Það var því enginn NBA-leikur spilaður í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Virginia vinnur þennan eftirsótta titil og hann kemur ári eftir martröðina sem margir leikmanna liðsins í dag lentu í fyrir ári síðan. Virginia vann leikinn 85-77 eftir að staðan var 68-68 eftir venjulegan leiktíma. Virginia jafnaði metin með tryggja stiga körfu og hafði síðan yfirburði í framlengingunni sem liðið vann 17-9.VIRGINIA CELEBRATES THE #NATIONALCHAMPIONSHIP (via @marchmadness) pic.twitter.com/XPnDdeAz0A — SportsCenter (@SportsCenter) April 9, 2019Þetta var fyrsti úrslitaleikur bandaríska háskólakörfuboltans sem fer í framlengingu síðan að Kansas vann Memphis árið 2008. Fyrir 388 dögum síðar skrifaði Virginia einnig söguna en þá á allt annan hátt þegar liðið varð fyrsta númer eitt liðið á styrkleikalistanum til að falla út fyrir lélegasta liðinu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Tímabil sem átti að öllu eðlilegu að enda á úrslitahelginni endaði í fyrsta leik og það var mikið áfall fyrir alla. Margir leikmenn Virginia upplifðu þessu gríðarlegu vonbrigði í fyrra en komu reynslunni ríkari í ár og fengu að upplifa allt ævintýrið til enda. Það fylgdi liðinu líka mikil dramatík í gegnum alla úrslitakeppnina þar sem þeir lentu oft í kröppum dansi en tókst að vinna sig til baka inn í leiki og landa sigrum á lokasprettinum. Sömu sögu var að segja af þessum úrslitaleik.ALL ORANGE AND BLUE #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/vORd5PS9tv — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019De'Andre Hunter átti frábæran leik fyrir Virginia liðið og er án nokkurs vafa á leiðinni í NBA-deildina í sumar. Hunter skoraði reyndar ekki stig fyrstu átján og hálfu mínútu leiksins en endaði með 27 stig og 9 fráköst. „Ótrúlegt,“ sagði De'Andre Hunter eftir leikinn. „Þetta var markmiðið okkar í byrjun tímabilsins. Við ætluðum að koma sterkri til baka eftir síðasta tímabili. Við fengum að upplifa drauma okkar,“ sagði Hunter. Kyle Guy skoraði 24 stig en saman hittu þessir öflugu bakverðir úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.That moment when you win the #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/8kDffasKQk — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019Coach Bennett finishes cutting down the net in Minneapolis!!#GoHoos#NationalChampionspic.twitter.com/XCMaY5XD2F — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019 Körfubolti Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira
Virginia varð í nótt bandarískur háskólameistari í körfubolta eftir sigur á Texas Tech í framlengdum leik. Úrslitaleikur NCCA er það stór í Bandaríkjunum að enginn NBA-leikur keppir við hann það kvöld. Það var því enginn NBA-leikur spilaður í nótt. Þetta er í fyrsta sinn sem Virginia vinnur þennan eftirsótta titil og hann kemur ári eftir martröðina sem margir leikmanna liðsins í dag lentu í fyrir ári síðan. Virginia vann leikinn 85-77 eftir að staðan var 68-68 eftir venjulegan leiktíma. Virginia jafnaði metin með tryggja stiga körfu og hafði síðan yfirburði í framlengingunni sem liðið vann 17-9.VIRGINIA CELEBRATES THE #NATIONALCHAMPIONSHIP (via @marchmadness) pic.twitter.com/XPnDdeAz0A — SportsCenter (@SportsCenter) April 9, 2019Þetta var fyrsti úrslitaleikur bandaríska háskólakörfuboltans sem fer í framlengingu síðan að Kansas vann Memphis árið 2008. Fyrir 388 dögum síðar skrifaði Virginia einnig söguna en þá á allt annan hátt þegar liðið varð fyrsta númer eitt liðið á styrkleikalistanum til að falla út fyrir lélegasta liðinu í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Tímabil sem átti að öllu eðlilegu að enda á úrslitahelginni endaði í fyrsta leik og það var mikið áfall fyrir alla. Margir leikmenn Virginia upplifðu þessu gríðarlegu vonbrigði í fyrra en komu reynslunni ríkari í ár og fengu að upplifa allt ævintýrið til enda. Það fylgdi liðinu líka mikil dramatík í gegnum alla úrslitakeppnina þar sem þeir lentu oft í kröppum dansi en tókst að vinna sig til baka inn í leiki og landa sigrum á lokasprettinum. Sömu sögu var að segja af þessum úrslitaleik.ALL ORANGE AND BLUE #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/vORd5PS9tv — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019De'Andre Hunter átti frábæran leik fyrir Virginia liðið og er án nokkurs vafa á leiðinni í NBA-deildina í sumar. Hunter skoraði reyndar ekki stig fyrstu átján og hálfu mínútu leiksins en endaði með 27 stig og 9 fráköst. „Ótrúlegt,“ sagði De'Andre Hunter eftir leikinn. „Þetta var markmiðið okkar í byrjun tímabilsins. Við ætluðum að koma sterkri til baka eftir síðasta tímabili. Við fengum að upplifa drauma okkar,“ sagði Hunter. Kyle Guy skoraði 24 stig en saman hittu þessir öflugu bakverðir úr 8 af 14 þriggja stiga skotum sínum í leiknum.That moment when you win the #NationalChampionship#GoHoospic.twitter.com/8kDffasKQk — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019Coach Bennett finishes cutting down the net in Minneapolis!!#GoHoos#NationalChampionspic.twitter.com/XCMaY5XD2F — Virginia Men's Basketball (@UVAMensHoops) April 9, 2019
Körfubolti Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Grindavík og hvaða lið komast í Ofurskálina? Sport Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Fleiri fréttir Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit Sjá meira