Meiri kraftur að komast í kjaraviðræður á opinbera markaðnum Sighvatur Arnmundsson skrifar 9. apríl 2019 07:15 Guðbjörg Pálsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Fréttablaðið/Vilhelm „Eins og verið hefur hjá öllum öðrum þá var auðvitað bara verið að bíða eftir því að samningnum á almenna markaðnum yrði landað. Við höfum verið að skoða þá samninga en við vitum að þeir eru alltaf lagðir til grundvallar fyrir opinberu samningana,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kjarasamningar félagsins runnu út um síðustu mánaðamót eins og fjölmargir aðrir samningar á opinbera markaðnum. Guðbjörg segir viðræður þegar hafnar við ríkið og Reykjavíkurborg. „Það er svo sem ekkert að frétta af þessum viðræðum enn þá. Við áttum fund með samninganefnd ríkisins í dag og erum bara að þoka okkur áfram og leggja línurnar varðandi framhaldið,“ segir Guðbjörg. Nú sé hægt að leggjast betur yfir málin en næsti fundur með samninganefnd ríkisins verður strax eftir páska. „Við erum bara bjartsýn á að það sé eitthvað að fara að gerast.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins, segir viðræður félagsins við ríkið nýhafnar. Aðilar hafi haldið að sér höndum á meðan beðið var eftir almenna markaðnum. „Nú þarf að fara að setja í gír og keyra allt í gang. Okkur hugnast þessi nálgun sem er í samningum á almenna markaðnum mjög vel held ég. Helsta krafan okkar er kannski núna stytting vinnuvikunnar eins og virðist vera alls staðar,“ segir Katrín. Garðar Hilmarsson, varaformaður Sameykis og formaður samninganefndar gagnvart borginni, segist vænta þess að núna verði settur meiri kraftur í viðræður. „Nú förum við að reyna að ýta við vélinni. Við höfum verið að ræða ýmislegt sem tengist vinnutíma, vinnuaðstöðu og fleiru sem við vildum fá einhvern botn í áður en við færum inn í launasetninguna.” Áhersla á hækkun lægstu launa í samningum á almenna markaðnum rími vel við skoðun félagsins. „En svo horfum við auðvitað bara á pakkann í heild.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
„Eins og verið hefur hjá öllum öðrum þá var auðvitað bara verið að bíða eftir því að samningnum á almenna markaðnum yrði landað. Við höfum verið að skoða þá samninga en við vitum að þeir eru alltaf lagðir til grundvallar fyrir opinberu samningana,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kjarasamningar félagsins runnu út um síðustu mánaðamót eins og fjölmargir aðrir samningar á opinbera markaðnum. Guðbjörg segir viðræður þegar hafnar við ríkið og Reykjavíkurborg. „Það er svo sem ekkert að frétta af þessum viðræðum enn þá. Við áttum fund með samninganefnd ríkisins í dag og erum bara að þoka okkur áfram og leggja línurnar varðandi framhaldið,“ segir Guðbjörg. Nú sé hægt að leggjast betur yfir málin en næsti fundur með samninganefnd ríkisins verður strax eftir páska. „Við erum bara bjartsýn á að það sé eitthvað að fara að gerast.“ Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar Ljósmæðrafélagsins, segir viðræður félagsins við ríkið nýhafnar. Aðilar hafi haldið að sér höndum á meðan beðið var eftir almenna markaðnum. „Nú þarf að fara að setja í gír og keyra allt í gang. Okkur hugnast þessi nálgun sem er í samningum á almenna markaðnum mjög vel held ég. Helsta krafan okkar er kannski núna stytting vinnuvikunnar eins og virðist vera alls staðar,“ segir Katrín. Garðar Hilmarsson, varaformaður Sameykis og formaður samninganefndar gagnvart borginni, segist vænta þess að núna verði settur meiri kraftur í viðræður. „Nú förum við að reyna að ýta við vélinni. Við höfum verið að ræða ýmislegt sem tengist vinnutíma, vinnuaðstöðu og fleiru sem við vildum fá einhvern botn í áður en við færum inn í launasetninguna.” Áhersla á hækkun lægstu launa í samningum á almenna markaðnum rími vel við skoðun félagsins. „En svo horfum við auðvitað bara á pakkann í heild.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira