Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2019 23:00 Reuters segir átökin ógna áætlunum Sameinuðu þjóðanna um að boða til kosninga og binda þannig enda á deilur ráðandi fylkinga í landinu. Vísir/EPA Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. Einhverjir borgarar eru þar að auki fastir á átákasvæðum eftir að vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa haftar hófu sókn gegn höfuðborginni í síðustu viku. Sveitir hans gerðu loftárás á eina virka flugvöll Trípólí í dag en árásin hefur verið fordæmd af Sameinuðu þjóðunum.Talsmaður Haftar segir árásina ekki hafa beinst gegn almennum borgurum. Heldur hafi hún beinst gegn orrustuþotu sem var á flugbraut flugvallarins. Reuters segir átökin ógna áætlunum Sameinuðu þjóðanna um að boða til kosninga og binda þannig enda á deilur ráðandi fylkinga í landinu. Þar að auki gætu átökin hægt á útflutningi olíu, og hafa þau þegar leitt til hækkunar á mörkuðum, og aukið flæði farand- og flóttafólks frá Líbíu til Evrópu.Tugir hópa eru starfandi í Líbíu en tveir eru stærstir. Þeir eru ríkisstjórnin sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna. Hún var mynduð árið 2015 en hefur átt erfitt með að ná stjórn á landinu. Hinn hópurinn er LNA sem Haftar stjórnar. Hann var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann er nú studdur af nokkrum ríkjum eins og Rússlandi og Sádi-Arabíu, samkvæmt Guardian, og stjórnar í raun stórum hluta landsins í austri og suðri. Íbúar Trípólí sem ekki hafa haft tök á því að flýja segjast lafandi hræddir vegna átakanna. Líbía Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. Einhverjir borgarar eru þar að auki fastir á átákasvæðum eftir að vopnaðar sveitir hliðhollar hershöfðingjanum Khalifa haftar hófu sókn gegn höfuðborginni í síðustu viku. Sveitir hans gerðu loftárás á eina virka flugvöll Trípólí í dag en árásin hefur verið fordæmd af Sameinuðu þjóðunum.Talsmaður Haftar segir árásina ekki hafa beinst gegn almennum borgurum. Heldur hafi hún beinst gegn orrustuþotu sem var á flugbraut flugvallarins. Reuters segir átökin ógna áætlunum Sameinuðu þjóðanna um að boða til kosninga og binda þannig enda á deilur ráðandi fylkinga í landinu. Þar að auki gætu átökin hægt á útflutningi olíu, og hafa þau þegar leitt til hækkunar á mörkuðum, og aukið flæði farand- og flóttafólks frá Líbíu til Evrópu.Tugir hópa eru starfandi í Líbíu en tveir eru stærstir. Þeir eru ríkisstjórnin sem Sameinuðu þjóðirnar viðurkenna. Hún var mynduð árið 2015 en hefur átt erfitt með að ná stjórn á landinu. Hinn hópurinn er LNA sem Haftar stjórnar. Hann var á árum áður hershöfðingi fyrir Muammar Gaddafi, einræðisherra, og hjálpaði honum að ná völdum árið 1969. Hann lenti þó í ónáð og þurfti að flýja til Bandaríkjanna. Haftar sneri aftur árið 2011 og tók þátt í baráttunni gegn Gaddafi. Hann er nú studdur af nokkrum ríkjum eins og Rússlandi og Sádi-Arabíu, samkvæmt Guardian, og stjórnar í raun stórum hluta landsins í austri og suðri. Íbúar Trípólí sem ekki hafa haft tök á því að flýja segjast lafandi hræddir vegna átakanna.
Líbía Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira