Fótbolti

Setti á svið eigið mannrán í síðasta leiknum á ferlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þyrla á fótboltavelli. Þessi þyrla tengist fréttinni þó ekki neitt.
Þyrla á fótboltavelli. Þessi þyrla tengist fréttinni þó ekki neitt. Getty/Erwin Spek
Þegar mikill prakkari ákvað að hætta í fótbolta þá þurfti hann að bjóða upp á eitthvað mjög sérstakt.

Leikmaðurinn var settur í bann út tímabilið fyrir uppátækið en það var bitlaus refsing þar sem að þetta var nú síðasti fótboltaleikurinn hans á ferlinum.

55 ára varnarmaður í þriðju deildinni á Sikiley bauð upp á heldur betur eftirminnilegan kveðjuleik. Hann setti nefnilega á svið eigið mannrán.

Allt í einu birtist þyrla á leiknum og lenti hún á miðjum fótboltavellinum. Út stigu menn sem leituðu upp Iganzio Barbagallo, tóku hann síðan með sér, fóru með hann upp í þyrluna og flugu síðan burtu.

Liðsfélagar Iganzio Barbagallo hjá Viagrande þekkja hann sem mikinn prakkara og máttu því búast við því að hann endaði ferillinn með eftirminnilegum hætti.







Guardian sagði frá þessu eftirminnilega kveðjuleik Iganzio Barbagallo eins og sjá má hér fyrir ofan.

Sikiley er líklega þekktari fyrir mafíuna en nokkuð annað og það er óhætt að segja að þetta „mannrán“ hafi getað verið klippt út úr þeirri sögubók.

Viagrande fékk 200 evru sekt fyrir að stefna líf fólks í hættu og var auk þess dæmt úr keppni til loka maí. Leikmaðurinn fékk líka bann út tímabilið en það bann skipti nú litlu máli því hann er hættur í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×