„Menn eru frekar hugsi, svo ég orði það bara pent“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. apríl 2019 12:19 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA í síðustu viku. vísir/vilhelm Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður þeirra iðnaðarfélaga sem eru í samfloti í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir verulega skiptar skoðanir á meðal iðnaðarmanna um kjarasamningana sem undirritaðir voru í síðustu viku. Hann segir ekkert að því að nota krónutöluhækkanir til þess að hækka laun en þær sem samið var um séu þó frekar í lægri kantinum. Iðnaðarmenn áttu fund með SA hjá ríkissáttasemjara á fimmtudaginn í síðustu viku og hefur næsti fundur verið boðaður á miðvikudaginn klukkan 10. Kristján segir að málum vindi frekar hægt fram en verið sé að fara yfir stöðuna fyrir næsta fund og meta næstu skref sem iðnaðarmenn vilji taka í viðræðunum.Krónutöluhækkanir setji iðnaðarmenn í erfiða stöðu Eftir að Starfsgreinasambandið og VR undirrituðu kjarasamninga við SA í síðustu viku þar sem kveðið er á um krónutöluhækkanir hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnt á þá kröfu félagsins að menntun verði metin til launa. Þá hefur hún bent á það að krónutöluhækkanir samræmist illa kröfunni um að menntun sé metin til launa. Spurður út í þetta, þar sem félagsmenn iðnaðarfélaganna eru margir með sérmenntun, og hvort að þetta sé eitthvað sem horft sé til af þeirra hálfu í kjaraviðræðunum segir Kristján svo vera. „Það er ástæðan fyrir því að við erum að reyna að meta í raun og veru hvaða áhrif þetta hefur hjá okkur og hvernig við eigum að taka næstu skref. Það er nákvæmlega út af þessu. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu hvað þetta varðar. Hins vegar er ekkert að því að nota krónutölur og við höfum gert það áður að vera með krónutöluhækkanir þó að það sé búið að njörva svolítið niður samt sem áður upphæðirnar. Þær eru svona frekar í lægri kantinum þannig að við erum að reyna að meta hvernig við getum látið þetta passa hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að finna út úr,“ segir hann.Gæti orðið snúið að ná samningi sem félagsmenn verða sáttir viðÞannig að þið eruð opnir fyrir krónutöluhækkunum en þær þyrftu þá mögulega að vera hærri? „Jú, við erum að reyna að meta það hvernig við getum látið þetta passa hjá okkur. En útgangspunkturinn hjá okkur er að félagsmenn munu þurfa að samþykkja samningana hjá okkur þannig að við þurfum að komast á þann stað að félagsmenn verði sáttir. Það getur orðið snúið.“ Aðspurður hvort hann geti eitthvað metið það hvernig stemningin sé innan raða iðnaðarmanna með þá leið sem farin var í síðustu viku segir hann eðlilega mjög skiptar skoðanir. Þó sé kannski frekar erfitt að segja til um það akkúrat núna. „En það eru verulega skiptar skoðanir og menn eru frekar hugsi, svo ég orði það bara pent,“ segir Kristján. Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Undrast asa við frágang kjarasamninga Formaður Eflingar segir að félagið hafi verið í virkum samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu fyrir undirskrift. Náðst hafi fram mikilvæg atriði á lokametrunum. Ekki sátt um auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum. 5. apríl 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður þeirra iðnaðarfélaga sem eru í samfloti í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins, segir verulega skiptar skoðanir á meðal iðnaðarmanna um kjarasamningana sem undirritaðir voru í síðustu viku. Hann segir ekkert að því að nota krónutöluhækkanir til þess að hækka laun en þær sem samið var um séu þó frekar í lægri kantinum. Iðnaðarmenn áttu fund með SA hjá ríkissáttasemjara á fimmtudaginn í síðustu viku og hefur næsti fundur verið boðaður á miðvikudaginn klukkan 10. Kristján segir að málum vindi frekar hægt fram en verið sé að fara yfir stöðuna fyrir næsta fund og meta næstu skref sem iðnaðarmenn vilji taka í viðræðunum.Krónutöluhækkanir setji iðnaðarmenn í erfiða stöðu Eftir að Starfsgreinasambandið og VR undirrituðu kjarasamninga við SA í síðustu viku þar sem kveðið er á um krónutöluhækkanir hefur Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, minnt á þá kröfu félagsins að menntun verði metin til launa. Þá hefur hún bent á það að krónutöluhækkanir samræmist illa kröfunni um að menntun sé metin til launa. Spurður út í þetta, þar sem félagsmenn iðnaðarfélaganna eru margir með sérmenntun, og hvort að þetta sé eitthvað sem horft sé til af þeirra hálfu í kjaraviðræðunum segir Kristján svo vera. „Það er ástæðan fyrir því að við erum að reyna að meta í raun og veru hvaða áhrif þetta hefur hjá okkur og hvernig við eigum að taka næstu skref. Það er nákvæmlega út af þessu. Þetta setur okkur auðvitað í erfiða stöðu hvað þetta varðar. Hins vegar er ekkert að því að nota krónutölur og við höfum gert það áður að vera með krónutöluhækkanir þó að það sé búið að njörva svolítið niður samt sem áður upphæðirnar. Þær eru svona frekar í lægri kantinum þannig að við erum að reyna að meta hvernig við getum látið þetta passa hjá okkur. Það er eitthvað sem við þurfum að finna út úr,“ segir hann.Gæti orðið snúið að ná samningi sem félagsmenn verða sáttir viðÞannig að þið eruð opnir fyrir krónutöluhækkunum en þær þyrftu þá mögulega að vera hærri? „Jú, við erum að reyna að meta það hvernig við getum látið þetta passa hjá okkur. En útgangspunkturinn hjá okkur er að félagsmenn munu þurfa að samþykkja samningana hjá okkur þannig að við þurfum að komast á þann stað að félagsmenn verði sáttir. Það getur orðið snúið.“ Aðspurður hvort hann geti eitthvað metið það hvernig stemningin sé innan raða iðnaðarmanna með þá leið sem farin var í síðustu viku segir hann eðlilega mjög skiptar skoðanir. Þó sé kannski frekar erfitt að segja til um það akkúrat núna. „En það eru verulega skiptar skoðanir og menn eru frekar hugsi, svo ég orði það bara pent,“ segir Kristján.
Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19 Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32 Undrast asa við frágang kjarasamninga Formaður Eflingar segir að félagið hafi verið í virkum samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu fyrir undirskrift. Náðst hafi fram mikilvæg atriði á lokametrunum. Ekki sátt um auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum. 5. apríl 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Kjarasamningarnir hafi ekki verið dýrkeyptir fyrir SA: „Vel gert fyrir þá“ Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, sem þarf að gera samning fyrir hönd félagsmanna, telur að kjarasamningarnir sem sex verkalýðsfélög gerðu við Samtök atvinnulífsins og skrifuðu undir á dögunum hafi ekki reynst dýrkeyptir fyrir SA. 7. apríl 2019 14:19
Á fjórða þúsund störf laus fyrstu þrjá mánuði ársins Um 1,5% starfa á íslenskum vinnumarkaði voru laus á fyrsta ársfjórðungi samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. 8. apríl 2019 09:32
Undrast asa við frágang kjarasamninga Formaður Eflingar segir að félagið hafi verið í virkum samningaviðræðum við Samtök atvinnulífsins alveg fram á síðustu stundu fyrir undirskrift. Náðst hafi fram mikilvæg atriði á lokametrunum. Ekki sátt um auknar heimildir trúnaðarmanna á vinnustöðum. 5. apríl 2019 06:00