Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Hörður Ægisson skrifar 8. apríl 2019 09:00 Jarðvarmavirkjunin að Svartsengi á Reykjanesi sem er í eigu HS Orku. Vísir/Vilhelm Samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur gengið frá kaupum á 12,7 prósenta hlut í HS Orku en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. Skrifað var undir kaupsamkomulag á fimmtudagskvöldið í síðustu viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en lífeyrissjóðirnir greiða jafnvirði um 8,5 milljarða króna fyrir hlutinn. Jarðvarmi átti fyrir rúmlega þriðjungshlut í HS Orku og nemur eignarhlutur félagsins því núna um 46 prósentum. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og eina orkufyrirtækið sem er í eigu einkafjárfesta. Fyrirtækið á meðal annars 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Ekkert verður því af fyrirhuguðum kaupum svissneska félagsins DC Renewable Energy, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, á eignarhlut ORK-sjóðsins í HS Orku. Félagið hafði gengið frá samkomulagi við ORK í byrjun október í fyrra en kaupin voru hins vegar aldrei endanlega frágengin þar sem Truell tókst ekki að ljúka fjármögnun vegna viðskiptanna. Kaupverðið á hlut ORK er á sama gengi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og kveðið er á um í samkomulagi um sölu á 54 prósenta hlut kanadíska félagsins Innergex í HS Orku til sjóðs í stýringu ástralska fjárfestingabankans Macquarie, sem fjárfestir í endurnýjanlegum orkugjöfum og innviðum, og tilkynnt var um mánudaginn 25. mars síðastliðinn. Sjóðurinn greiðir 304,8 milljónir dala, jafnvirði 36,3 milljarða króna, fyrir hlutinn í HS Orku sem verðmetur orkufyrirtækið því á samtals um 67 milljarða. Stjórn Jarðvarma ákvað hins vegar í liðinni viku, eins og greint var frá í Markaðinum, að leggja það til við hluthafa félagsins að ganga inn í þau viðskipti Macquarie og nýta sér forkaupsrétt sem Jarðvarmi hefur samkvæmt hluthafasamkomulagi HS Orku. Kaup lífeyrissjóðanna verða gerð í samfloti með breska fjárfestingarfyrirtækinu Ancala Partners. Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Jarðvarma á morgun, þriðjudag, þar sem hluthafar greiða atkvæði um tillögu stjórnar um að nýta kaupréttinn. Tillaga stjórnar Jarðvarma, en Arctica Finance hefur verið félaginu til ráðgjafar, gerir ráð fyrir því að lífeyrissjóðirnir bæti þá við sig um tíu prósenta hlut í orkufyrirtækinu en að afgangurinn, eða rúmlega 43 prósenta hlutur, verði keyptur af Ancala en fyrirtækið sérhæfir sig í innviðafjárfestingum í Evrópu. Eftir kaup Jarðvarma á 12,7 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins ORK munu lífeyrissjóðirnir því í kjölfarið, samþykki hluthafar tillögu stjórnarinnar, samtals fara með rúmlega 56 prósenta hlut í HS Orku. Formlegt söluferli á eignarhlut Innergex í HS Orku hófst um miðjan október og skiluðu að lokum þrír fjárfestar inn skuldbindandi tilboði í hlutinn. Auk Ancala Partners, sem setti fram tilboð í samstarfi við Jarðvarma, og sjóðs í stýringu Macquarie, þá gerði íslenska félagið Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfestingarfélaga, einnig tilboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikillar óánægju á meðal forsvarsmanna Macquarie með að Jarðvarmi hafi í reynd átt í samstarfi við Ancala meðan á söluferlinu stóð. Það kunni að vera brot á þeim trúnaðarsamningum sem fjárfestar hafi gengist undir í ferlinu. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Orkumál Tengdar fréttir Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfesta, sjóður í rekstri ástralska bankans Macquire Group og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners gerðu skuldbindandi tilboð í 54 prósenta hlut í HS Orku. Miðað við nýleg viðskipti gæti hluturinn verið metinn á nærri 40 milljarða króna. 20. mars 2019 06:45 Kaupa meirihluta í HS Orku fyrir 37 milljarða króna Kaupverðið er 304 milljónir Bandaríkjadala. 25. mars 2019 13:04 Lífeyrissjóðir gætu eignast meirihlutann í HS Orku Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur um tvo mánuði til að beita forkaupsrétti sínum og ganga inn í kaup á meirihlutanum í HS Orku sem samið var um í gær að selja til MIRA. 26. mars 2019 13:10 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samlagshlutafélagið Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur gengið frá kaupum á 12,7 prósenta hlut í HS Orku en seljandi er fagfjárfestasjóðurinn ORK. Skrifað var undir kaupsamkomulag á fimmtudagskvöldið í síðustu viku, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, en lífeyrissjóðirnir greiða jafnvirði um 8,5 milljarða króna fyrir hlutinn. Jarðvarmi átti fyrir rúmlega þriðjungshlut í HS Orku og nemur eignarhlutur félagsins því núna um 46 prósentum. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og eina orkufyrirtækið sem er í eigu einkafjárfesta. Fyrirtækið á meðal annars 30 prósenta hlut í Bláa lóninu. Ekkert verður því af fyrirhuguðum kaupum svissneska félagsins DC Renewable Energy, sem er í eigu Bretans Edmunds Truell sem hefur lengi unnið að því að koma á sæstreng á milli Íslands og Bretlands, á eignarhlut ORK-sjóðsins í HS Orku. Félagið hafði gengið frá samkomulagi við ORK í byrjun október í fyrra en kaupin voru hins vegar aldrei endanlega frágengin þar sem Truell tókst ekki að ljúka fjármögnun vegna viðskiptanna. Kaupverðið á hlut ORK er á sama gengi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, og kveðið er á um í samkomulagi um sölu á 54 prósenta hlut kanadíska félagsins Innergex í HS Orku til sjóðs í stýringu ástralska fjárfestingabankans Macquarie, sem fjárfestir í endurnýjanlegum orkugjöfum og innviðum, og tilkynnt var um mánudaginn 25. mars síðastliðinn. Sjóðurinn greiðir 304,8 milljónir dala, jafnvirði 36,3 milljarða króna, fyrir hlutinn í HS Orku sem verðmetur orkufyrirtækið því á samtals um 67 milljarða. Stjórn Jarðvarma ákvað hins vegar í liðinni viku, eins og greint var frá í Markaðinum, að leggja það til við hluthafa félagsins að ganga inn í þau viðskipti Macquarie og nýta sér forkaupsrétt sem Jarðvarmi hefur samkvæmt hluthafasamkomulagi HS Orku. Kaup lífeyrissjóðanna verða gerð í samfloti með breska fjárfestingarfyrirtækinu Ancala Partners. Boðað hefur verið til hluthafafundar hjá Jarðvarma á morgun, þriðjudag, þar sem hluthafar greiða atkvæði um tillögu stjórnar um að nýta kaupréttinn. Tillaga stjórnar Jarðvarma, en Arctica Finance hefur verið félaginu til ráðgjafar, gerir ráð fyrir því að lífeyrissjóðirnir bæti þá við sig um tíu prósenta hlut í orkufyrirtækinu en að afgangurinn, eða rúmlega 43 prósenta hlutur, verði keyptur af Ancala en fyrirtækið sérhæfir sig í innviðafjárfestingum í Evrópu. Eftir kaup Jarðvarma á 12,7 prósenta hlut fagfjárfestasjóðsins ORK munu lífeyrissjóðirnir því í kjölfarið, samþykki hluthafar tillögu stjórnarinnar, samtals fara með rúmlega 56 prósenta hlut í HS Orku. Formlegt söluferli á eignarhlut Innergex í HS Orku hófst um miðjan október og skiluðu að lokum þrír fjárfestar inn skuldbindandi tilboði í hlutinn. Auk Ancala Partners, sem setti fram tilboð í samstarfi við Jarðvarma, og sjóðs í stýringu Macquarie, þá gerði íslenska félagið Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfestingarfélaga, einnig tilboð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gætir mikillar óánægju á meðal forsvarsmanna Macquarie með að Jarðvarmi hafi í reynd átt í samstarfi við Ancala meðan á söluferlinu stóð. Það kunni að vera brot á þeim trúnaðarsamningum sem fjárfestar hafi gengist undir í ferlinu.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Orkumál Tengdar fréttir Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfesta, sjóður í rekstri ástralska bankans Macquire Group og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners gerðu skuldbindandi tilboð í 54 prósenta hlut í HS Orku. Miðað við nýleg viðskipti gæti hluturinn verið metinn á nærri 40 milljarða króna. 20. mars 2019 06:45 Kaupa meirihluta í HS Orku fyrir 37 milljarða króna Kaupverðið er 304 milljónir Bandaríkjadala. 25. mars 2019 13:04 Lífeyrissjóðir gætu eignast meirihlutann í HS Orku Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur um tvo mánuði til að beita forkaupsrétti sínum og ganga inn í kaup á meirihlutanum í HS Orku sem samið var um í gær að selja til MIRA. 26. mars 2019 13:10 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Þrír fjárfestar bítast um meirihluta í HS Orku Arctic Green Energy, sem er meðal annars í eigu kínverskra fjárfesta, sjóður í rekstri ástralska bankans Macquire Group og breska fjárfestingarfyrirtækið Ancala Partners gerðu skuldbindandi tilboð í 54 prósenta hlut í HS Orku. Miðað við nýleg viðskipti gæti hluturinn verið metinn á nærri 40 milljarða króna. 20. mars 2019 06:45
Kaupa meirihluta í HS Orku fyrir 37 milljarða króna Kaupverðið er 304 milljónir Bandaríkjadala. 25. mars 2019 13:04
Lífeyrissjóðir gætu eignast meirihlutann í HS Orku Jarðvarmi, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, hefur um tvo mánuði til að beita forkaupsrétti sínum og ganga inn í kaup á meirihlutanum í HS Orku sem samið var um í gær að selja til MIRA. 26. mars 2019 13:10