Innlent

Draga bát sem varð vélarvana við Reykjanes

Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm
Áhöfn á Björgunarskipi Landsbjargar vinnur að því að koma áhöfn á bát til hjálpar sem varð vélarvana við Reykjanes en skipverjar sendu beiðni um aðstoð.

Ekki er talið að hætta sé á ferðum en svo virðist sem báturinn hafi orðið stýrislaus.

Báturinn er um þrettán metrar að lengd en ekki hafa fengist upplýsingar um fjölda í áhöfn.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar sagði í samtali fréttastofu að aðstoðarbeiðni hafi komið frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. Hann gerir ráð fyrir því að björgunarbáturinn muni draga bátinn til hafnar.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir rúman klukkutíma í að björgunarskip Landsbjargar komi að bátnum. Blíðviðri sé á svæðinu og því engin hætta á ferðum.

Björgunarskipið muni síðan taka bátinn í tog, verði ekki unnt að honum í gang með einhverjum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×