Gunnar Bragi farinn í leyfi frá þingstörfum Andri Eysteinsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 5. apríl 2019 18:29 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu og hefur Vísir fengið þetta staðfest. Þingmaðurinn sendi tilkynningu um leyfið með tölvupósti til formanna og þingflokkformanna nokkurra flokka á Alþingi á fimmta tímanum í dag en þar kom hvorki fram hvers vegna hann fer í leyfi frá störfum né hversu langt leyfi hann hyggst taka sér. Fram kemur í tölvupóstinum að þau Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir muni leysa hann af sem þingflokksformann þar til Bergþór Ólason kemur heim en hann er erlendis. Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins og Þorsteinn sagðist í samtali við Vísi hvorki kunna skýringar á því hvers vegna samflokksmaður hans væri farinn í leyfi né hversu lengi hann hyggst vera frá. Þorsteinn sagðist hins vegar búast við því að halda á þingflokksformennskunni í byrjun næstu viku þar sem Anna Kolbrún er í embættiserindum erlendis. Þá mun varaþingmaður koma inn fyrir Gunnar Braga á mánudaginn en það er Una María Óskarsdóttir. Í samtali við Vísi segir hún ekki ljóst hversu lengi hún verður á þingi og þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna Gunnar Bragi tekur sér leyfi.Gunnar Bragi er einn þingmannanna sex sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis óviðeigandi ummæli falla um samstarfsmenn sína á þingi og aðra nafntogaða einstaklinga í þjóðfélaginu. Í kjölfar þess að upptökurnar af samræðum þingmannanna á Klaustur voru opinberaðar fór Gunnar Bragi í ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Hann settist aftur á þing í janúar síðastliðnum en gerði ekki boð á undan sér, frekar en Bergþór sem einnig hafði farið í ótímabundið leyfi. Mörgum þingmönnum var brugðið við að sjá þá snúa aftur. Þar á meðal var Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, en hún fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins í samræðum þeirra á Klaustur.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokksformaður Miðflokksins, er farinn í leyfi frá þingstörfum. Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu og hefur Vísir fengið þetta staðfest. Þingmaðurinn sendi tilkynningu um leyfið með tölvupósti til formanna og þingflokkformanna nokkurra flokka á Alþingi á fimmta tímanum í dag en þar kom hvorki fram hvers vegna hann fer í leyfi frá störfum né hversu langt leyfi hann hyggst taka sér. Fram kemur í tölvupóstinum að þau Þorsteinn Sæmundsson og Anna Kolbrún Árnadóttir muni leysa hann af sem þingflokksformann þar til Bergþór Ólason kemur heim en hann er erlendis. Ekki hefur náðst í Gunnar Braga vegna málsins og Þorsteinn sagðist í samtali við Vísi hvorki kunna skýringar á því hvers vegna samflokksmaður hans væri farinn í leyfi né hversu lengi hann hyggst vera frá. Þorsteinn sagðist hins vegar búast við því að halda á þingflokksformennskunni í byrjun næstu viku þar sem Anna Kolbrún er í embættiserindum erlendis. Þá mun varaþingmaður koma inn fyrir Gunnar Braga á mánudaginn en það er Una María Óskarsdóttir. Í samtali við Vísi segir hún ekki ljóst hversu lengi hún verður á þingi og þá kvaðst hún ekki vita hvers vegna Gunnar Bragi tekur sér leyfi.Gunnar Bragi er einn þingmannanna sex sem sátu á Klaustur Bar í nóvember síðastliðnum og létu ýmis óviðeigandi ummæli falla um samstarfsmenn sína á þingi og aðra nafntogaða einstaklinga í þjóðfélaginu. Í kjölfar þess að upptökurnar af samræðum þingmannanna á Klaustur voru opinberaðar fór Gunnar Bragi í ótímabundið launalaust leyfi frá þingstörfum. Hann settist aftur á þing í janúar síðastliðnum en gerði ekki boð á undan sér, frekar en Bergþór sem einnig hafði farið í ótímabundið leyfi. Mörgum þingmönnum var brugðið við að sjá þá snúa aftur. Þar á meðal var Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, en hún fékk mikla útreið hjá þingmönnum Miðflokksins í samræðum þeirra á Klaustur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Miðflokkurinn Tengdar fréttir Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06 Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41 Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Sigurður Ingi sat þögull við ríkisstjórnarborðið Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Þrír frambjóðendur detta út Sjá meira
Miðflokksmenn óánægðir með birtingu álits siðanefndar sem sett var á vef Alþingis fyrir mistök Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Bergþór Ólason og Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmenn Miðflokksins, eru ósátt við að álit siðanefndar á því hvort umræður þeirra og athæfi á barnum Klaustri á síðasta ári falli undir siðareglur Alþingis hafi verið birt á vef Alþingis. Álitið var birt fyrir mistök að sögn skrifstofustjóra Alþingis. 26. mars 2019 23:06
Siðanefnd Alþingis telur samræðurnar á Klaustri ekki einkasamtal Siðanefnd Alþingis hefur skilað forsætisnefnd áliti vegna Klaustursmálsins svokallaða. Er það mat meirihluta nefndarinnar að samræðurnar sem fóru fram á barnum Klaustri á milli sex þingmanna Miðflokksins og Flokks fólksins geti ekki talist einkasamtal. 26. mars 2019 19:41
Gunnar Bragi sakar Femínistafélag HÍ og Kvenréttindafélag Íslands um rógburð og einelti Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, afþakkaði boð Femínistafélags Háskóla Íslands um þátttöku á málþingi um frjósemisfrelsi íslenskra kvenna. 27. mars 2019 17:58