Arion banki ætlar að gera stöðu Sveins Andra að dómsmáli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2019 12:02 Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður er skiptastjóri í þrotabúi WOW air ásamt Þorsteini Einarssyni. Vísir/vilhelm Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. Forsvarsmenn Arion banka, stærsta kröfuhafans í þrotabú Arion banka, kröfðust þess á fundi með Símoni Sigvaldasyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, að Sveinn Andri yrði látinn víkja. Töldu þeir Svein Andra vanhæfan vegna ósættis við bankann í öðru máli eins og Mannlíf greindi fyrst frá.RÚV greindi svo frá því í morgun að reynt hefði verið að ná sáttum á fundinum í gær. Um var að ræða aðfinnslufund þar sem reynt var að miðla málum, að sögn Símons. Ekki fékkst niðurstaða sem allir voru sáttir við og niðurstaðan sú að Sveinn Andri yrði áfram skiptastjóri. Haraldur Guðni Einarsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir í samtali við Vísi að bankinn muni krefjast úrskurðar í málinu. Símon skipaði sjálfur Svein Andra sem skiptastjóra. Símon segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að krefjist bankinn formlega úrskurðar, sem ekki hafi enn verið gert, verði erindið að sérstöku máli. Málið fari svo í venjulegan farveg sem endi með úrskurði. Ósætti Arion banka við Svein Andra snýr að störfum hans sem lögmaður fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press Productions. Fyrirtækin hafa eldað grátt silfur saman með greiðslukortafyrirtækinu Valitor undanfarin ár, síðan 2011. Valitor er dótturfélag Arion banka. Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36 Arion banki stefnir á að selja Valitor samstæðuna Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að niðurstaða varðandi sölu félagsins ætti að liggja fyrir strax í haust. 3. ágúst 2018 17:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson verður áfram annar tveggja skiptastjóra í þrotabúi flugfélagsins WOW air. Forsvarsmenn Arion banka, stærsta kröfuhafans í þrotabú Arion banka, kröfðust þess á fundi með Símoni Sigvaldasyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, að Sveinn Andri yrði látinn víkja. Töldu þeir Svein Andra vanhæfan vegna ósættis við bankann í öðru máli eins og Mannlíf greindi fyrst frá.RÚV greindi svo frá því í morgun að reynt hefði verið að ná sáttum á fundinum í gær. Um var að ræða aðfinnslufund þar sem reynt var að miðla málum, að sögn Símons. Ekki fékkst niðurstaða sem allir voru sáttir við og niðurstaðan sú að Sveinn Andri yrði áfram skiptastjóri. Haraldur Guðni Einarsson, upplýsingafulltrúi Arion banka, segir í samtali við Vísi að bankinn muni krefjast úrskurðar í málinu. Símon skipaði sjálfur Svein Andra sem skiptastjóra. Símon segir í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis að krefjist bankinn formlega úrskurðar, sem ekki hafi enn verið gert, verði erindið að sérstöku máli. Málið fari svo í venjulegan farveg sem endi með úrskurði. Ósætti Arion banka við Svein Andra snýr að störfum hans sem lögmaður fyrirtækjanna Datacell og Sunshine Press Productions. Fyrirtækin hafa eldað grátt silfur saman með greiðslukortafyrirtækinu Valitor undanfarin ár, síðan 2011. Valitor er dótturfélag Arion banka.
Íslenskir bankar WOW Air Tengdar fréttir Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41 Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36 Arion banki stefnir á að selja Valitor samstæðuna Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að niðurstaða varðandi sölu félagsins ætti að liggja fyrir strax í haust. 3. ágúst 2018 17:00 Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Arion banki vill Svein Andra burt úr þrotabúi WOW vegna vanhæfis Greint er frá þessu í nýjasta tölublaði Mannlífs og haft eftir Haraldi Guðna Eiðssyni, forstöðumanni samskiptasviðs Arion banka, að bankinn hafi óskað eftir því að Sveinn Andri verði settur af. 5. apríl 2019 07:41
Landsréttur hafnar beiðni Valitor Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem beiðni Valitor um að dómkveðja nýja matsmenn í máli fyrirtækisins gegn Sunshine Press Productions (SPP) og Datacell var hafnað. 19. júlí 2018 10:36
Arion banki stefnir á að selja Valitor samstæðuna Arion banki hefur nú til skoðunar að selja greiðslumiðlunar- og færsluhirðingarfyrirtækið Valitor en félagið hefur vaxið gríðarlega hratt á síðustu árum. Um 400 manns vinna hjá Valitor og fjölgaði stöðugildum um 27 prósent í fyrra. Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að niðurstaða varðandi sölu félagsins ætti að liggja fyrir strax í haust. 3. ágúst 2018 17:00