WOW air hafi þóst vera of stórt til að falla Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. apríl 2019 11:20 WOW air var tekið til gjaldþrotaskipta í síðustu viku. Vísir/vilhelm Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera „of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. Þetta kom fram í máli Þórólfs í hlaðvarpsþætti hins virta Wharton-viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu, Knowledge@Wharton. Þórólfur ræddi þar hnignun WOW air og gjaldþrot þess, ásamt íslenska hagfræðingnum Wolfgang Má Mixa og Kerry Tan, prófessor við Loyola-háskóla í Maryland.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.„Síðustu sex til tólf mánuðina voru þau að gera sig út fyrir að vera of stór til að falla. Þau voru að reyna að blása sig þannig upp að íslenska ríkið gæti ekki hunsað hnignun þeirra,“ sagði Þórólfur í þættinum. „Þau duttu næstum í lukkupottinn með þeirri áætlun. En þegar allt kom til alls var ríkisstjórnin ekki tilbúin til að veðja á það.“Olíuverð í bland við Bandaríkjaflug síðasti naglinn í kistuna Þá bar Tan WOW saman við bandaríska flugfélagið Southwest airlines, í ljósi þess að fyrrnefnda félagið hafi verið með tug flugvéla í þjónustu við þrjátíu áfangastaði en hið síðarnefnda rekur 750 flugvélar í flugi til hundrað áfangastaða. „Þessi litli flugvélafloti WOW air hafði það í för með sér að ef það komu upp einhver vandamál, tæknileg eða af öðrum toga, þá var mjög erfitt að ræsa út nýjar vélar til að dekka flugið.“ Einnig var komið inn á hækkun olíuverðs og hún nefnd sem liður í falli félagsins. Már Mixa sagði þessa hækkun, í bland við ákvörðun flugfélagsins um að hefja Bandaríkjaflug, hafa verið „síðasta naglann í kistu“ flugfélagsins. „Þau voru einfaldlega að koma sér fyrir á bókahillu sem var ekki handa þeim, þannig að það var í raun ekkert svigrúm til mistaka,“ sagði Már. „Eftir því sem ég best veit tryggði WOW sig ekki gegn þessu olíuverði. Um leið og olíuverðið tók að hækka urðu þau berskjölduð. Þó að þau hefðu nýtt sér þær [flugvélarnar] að fullu þá hefðu þessar breytingar á olíuverði samt haft áhrif á starfsemi þeirra.“ Ítarlega umfjöllun Wharton-viðskiptaháskólans um fall WOW air má nálgast hér. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15 Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þórólfur Matthíasson prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands segir flugfélagið WOW air hafa þóst vera „of stórt til að falla“, í viðleitni til að fá ríkisstjórnina til að hlaupa undir bagga með sér. Þetta kom fram í máli Þórólfs í hlaðvarpsþætti hins virta Wharton-viðskiptaháskóla í Pennsylvaníu, Knowledge@Wharton. Þórólfur ræddi þar hnignun WOW air og gjaldþrot þess, ásamt íslenska hagfræðingnum Wolfgang Má Mixa og Kerry Tan, prófessor við Loyola-háskóla í Maryland.Þórólfur Matthíasson, prófessor í hagfræði.„Síðustu sex til tólf mánuðina voru þau að gera sig út fyrir að vera of stór til að falla. Þau voru að reyna að blása sig þannig upp að íslenska ríkið gæti ekki hunsað hnignun þeirra,“ sagði Þórólfur í þættinum. „Þau duttu næstum í lukkupottinn með þeirri áætlun. En þegar allt kom til alls var ríkisstjórnin ekki tilbúin til að veðja á það.“Olíuverð í bland við Bandaríkjaflug síðasti naglinn í kistuna Þá bar Tan WOW saman við bandaríska flugfélagið Southwest airlines, í ljósi þess að fyrrnefnda félagið hafi verið með tug flugvéla í þjónustu við þrjátíu áfangastaði en hið síðarnefnda rekur 750 flugvélar í flugi til hundrað áfangastaða. „Þessi litli flugvélafloti WOW air hafði það í för með sér að ef það komu upp einhver vandamál, tæknileg eða af öðrum toga, þá var mjög erfitt að ræsa út nýjar vélar til að dekka flugið.“ Einnig var komið inn á hækkun olíuverðs og hún nefnd sem liður í falli félagsins. Már Mixa sagði þessa hækkun, í bland við ákvörðun flugfélagsins um að hefja Bandaríkjaflug, hafa verið „síðasta naglann í kistu“ flugfélagsins. „Þau voru einfaldlega að koma sér fyrir á bókahillu sem var ekki handa þeim, þannig að það var í raun ekkert svigrúm til mistaka,“ sagði Már. „Eftir því sem ég best veit tryggði WOW sig ekki gegn þessu olíuverði. Um leið og olíuverðið tók að hækka urðu þau berskjölduð. Þó að þau hefðu nýtt sér þær [flugvélarnar] að fullu þá hefðu þessar breytingar á olíuverði samt haft áhrif á starfsemi þeirra.“ Ítarlega umfjöllun Wharton-viðskiptaháskólans um fall WOW air má nálgast hér.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15 Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Vantar enn 200 þúsund ferðamenn Ferðamenn sem hafa komið til landsins með WOW air hafa eytt minna og dvalið skemur en þeir sem ferðast hafa með Icelandair. 4. apríl 2019 19:15
Fjölga flugferðum milli Íslands og Ríga AirBaltic hyggst fljúga þrisvar í viku milli Keflavíkur og Ríga í sumar. 5. apríl 2019 08:56