Stjórnendur fyrirtækja leiki lykilhlutverk í baráttunni gegn kulnun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. apríl 2019 20:30 Stjórnendur og mannauðsstjórar fyrirtækja leika lykilhlutverk þegar kemur að því að koma í veg fyrir kulnun og sjúklega streitu. Forvarnir eru bóluefni við kulnun að mati sérfræðings í geðlæknum. Streituskólinn opnaði nýverið útibú á Akureyri og á dögunum var haldin fjölsóttur fræðslufundur um einkenni kulnunar og sjúklegrar streitu. Vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum um skaðsemi kulnunar og svo virðist sem að æ fleiri glími við mikla streitu. En hver er skýringin? „Ég held að þetta sé margþætt. Það hefur breyst hvernig við lifum. Við lifum miklu hraðar, við megum engu missa af. Við erum allt líf okkar í símanum, við erum með tölvupósta, grúppurnar á Facebook og já ég held að við gleymum svolítið því sem við þurfum að gera líka, að hvílast á móti, “ segir Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Vísir/TryggviÓlafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur undanfarna þrjá áratugi fjallað um streitu og kulnun. Hann segir mikilvægt að líta ekki á vinnustaði sem sökudólga, enda sé yfirleitt meira en bara álag í vinnu sem orsaki kulnun. „Kulnun í starfi er orðanotkun sem við ættum að forðast af því að kulnunin er yfirleitt ekki bara vegna álagsþátta í starfinu. Það er venjulega blanda af álagsþáttum heima fyrir eða utan vinnunnar líka,“ segir Ólafur ÞórForvörnin bóluefnið, hvíldin móteitrið Engu að síður leiki stjórnendur fyrirtækja lykilhlutverk í því að sporna gegn kulnun og mikilli streitu. Þar skipti forvarnir miklu máli.„Forvörnin sem á sér stað út í bæ, út í fyrirtækjunum, hún er hin raunverulega forvörn. Þess vegna eru stjórnendur og mannauðstjórar allt í einu komnir í lykilstöðu til að koma í veg fyrir sjúkdóminn,“ segir Ólafur Þór.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum og StreituskólanumVísir/Tryggvi PállÁ þessu hafi nágrannalönd Íslands kveikt. „Þar er hnykkt á því í vinnuverndarlögum að stjórnendur séu mjög vel að sér í streitufræðum og fræði sína starfsmenn sem er akkúrat það sem við erum að reyna að gera,“ segir Ólafur Þór. Forvörnin sé lykilatriði í baráttunni gegn kulnun. „Það sem er albesta meðferðin er forvörn og hindra að streitan fari yfir í kulnun, jafnvel í sjúklega streitu. Þannig má segja að bóluefnið við sjúklegri streitu er fræðsla og móteitrið er hvíld.“Hér að neðan má sjá ítarlegt viðtal við Ólaf Þór þar sem hann ræðir streitu og kulnun. Akureyri Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00 Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Stjórnendur og mannauðsstjórar fyrirtækja leika lykilhlutverk þegar kemur að því að koma í veg fyrir kulnun og sjúklega streitu. Forvarnir eru bóluefni við kulnun að mati sérfræðings í geðlæknum. Streituskólinn opnaði nýverið útibú á Akureyri og á dögunum var haldin fjölsóttur fræðslufundur um einkenni kulnunar og sjúklegrar streitu. Vitundarvakning hefur orðið á undanförnum árum um skaðsemi kulnunar og svo virðist sem að æ fleiri glími við mikla streitu. En hver er skýringin? „Ég held að þetta sé margþætt. Það hefur breyst hvernig við lifum. Við lifum miklu hraðar, við megum engu missa af. Við erum allt líf okkar í símanum, við erum með tölvupósta, grúppurnar á Facebook og já ég held að við gleymum svolítið því sem við þurfum að gera líka, að hvílast á móti, “ segir Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Helga Hrönn Óladóttir, umdæmisstjóri Streituskólans á Akureyri.Vísir/TryggviÓlafur Þór Ævarsson geðlæknir hefur undanfarna þrjá áratugi fjallað um streitu og kulnun. Hann segir mikilvægt að líta ekki á vinnustaði sem sökudólga, enda sé yfirleitt meira en bara álag í vinnu sem orsaki kulnun. „Kulnun í starfi er orðanotkun sem við ættum að forðast af því að kulnunin er yfirleitt ekki bara vegna álagsþátta í starfinu. Það er venjulega blanda af álagsþáttum heima fyrir eða utan vinnunnar líka,“ segir Ólafur ÞórForvörnin bóluefnið, hvíldin móteitrið Engu að síður leiki stjórnendur fyrirtækja lykilhlutverk í því að sporna gegn kulnun og mikilli streitu. Þar skipti forvarnir miklu máli.„Forvörnin sem á sér stað út í bæ, út í fyrirtækjunum, hún er hin raunverulega forvörn. Þess vegna eru stjórnendur og mannauðstjórar allt í einu komnir í lykilstöðu til að koma í veg fyrir sjúkdóminn,“ segir Ólafur Þór.Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir hjá Forvörnum og StreituskólanumVísir/Tryggvi PállÁ þessu hafi nágrannalönd Íslands kveikt. „Þar er hnykkt á því í vinnuverndarlögum að stjórnendur séu mjög vel að sér í streitufræðum og fræði sína starfsmenn sem er akkúrat það sem við erum að reyna að gera,“ segir Ólafur Þór. Forvörnin sé lykilatriði í baráttunni gegn kulnun. „Það sem er albesta meðferðin er forvörn og hindra að streitan fari yfir í kulnun, jafnvel í sjúklega streitu. Þannig má segja að bóluefnið við sjúklegri streitu er fræðsla og móteitrið er hvíld.“Hér að neðan má sjá ítarlegt viðtal við Ólaf Þór þar sem hann ræðir streitu og kulnun.
Akureyri Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00 Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15 Mest lesið Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Veður Fleiri fréttir Dæmdur fyrir að sviðsetja bílslys Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Sjá meira
Kulnun í starfi vaxandi vandamál Það er fyrst og fremst fólk sem er að vinna með fólk fær kulnun í starfi. Fólk innan heilbrigðisþjónustunnar, kennarar, háskólastarfsmenn, stjórnendur og þeir sem vinna innan félagsþjónustunnar og sögn prófessors og forstöðumanns streiturannsóknarstofnunar Gautaborgar 15. febrúar 2019 20:00
Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Um helmingur lækna hefur hugleitt það oft eða stundum að láta af störfum. Ný könnun verður kynnt í dag á Læknadögum. Meirihluti finnur fyrir of miklu álagi. Geðlæknir segir upplifun lækna bera merki um ofurálag og jafnvel kulnun. 22. janúar 2019 06:15