Viðskipti innlent

Bein útsending: Kynna nýja tegund lána fyrir tekjulága

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra á kynningarfundi vegna Lífskjarasamninga á miðvikudagskvöld.
Ásmundur Einar Daðason velferðarráðherra á kynningarfundi vegna Lífskjarasamninga á miðvikudagskvöld. Vísir/Vilhelm
Sérstakur kynningarfundur fer fram í höfuðstöðvum Íbúðalánasjóðs klukkan 11 en reiknað er með að fundurinn standi í klukkustund. Þar verður ný skýrsla starfshóps félagsmálaráðherra um lækkun þröskulds ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkað kynnt.

Fundurinn verður í beinni útsendingu hér á Vísi.

Líkt og fram kom á sameiginlegum kynningarfundi ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins í ráðherrabústaðnum á miðvikudagskvöld þá munu 40 ára verðtryggð lán verða aflögð frá og með næstu áramótum. Til að auðvelda tekjulágum hópum að eignast fasteign er í staðinn gert ráð fyrir nýrri tegund húsnæðislána. Hvers konar lán þessum hópum muni standa til boða mun byggja á tillögum áðurnefnds starfshóps, sem þegar hafa verið kynntar aðilum vinnumarkaðarins.

Formaður starfshópsins, Frosti Sigurjónsson, Ásmundur Einar Daðason félags- og barnamálaráðherra og fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar munu á fundinum fjalla um tillögurnar, fyrir hverja þær eru hugsaðar og hvernig þær munu skapa jafnari stöðu á húsnæðismarkaði en áður hefur verið. Alls eru tillögurnar í 14 liðum og fela meðal annars í sér tvær nýjar tegundir húsnæðislána sem ekki hafa sést á Íslandi áður.

Streymið mun birtast hér að neðan klukkan 11.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×