KSÍ undirbýr fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og fyrsta landsleikinn í FIFA-tölvuleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. apríl 2019 14:30 FIFA-tölvuleikurinn. Mynd/KSÍ Á næstunni eiga tölvuspilarar möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitil og komast í íslenska landsliðið. Knattspyrnusamband Íslands hefur verið að skoða rafíþróttir að undanförnu og aðallega í samstarfi og samráði við EA Sports, sem m.a. gefur út FIFA-tölvuleikinn. Mikill áhugi og vöxtur er í rafíþróttageiranum en það hefur kannski vantað meira utanumhald innan íþróttasambandanna. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Knattspyrnusambandið segir frá auknum áhuga innan sinna raða í frétt á heimasíðu sambandsins. Hjá KSÍ hefur stefnan verið sett á fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og fyrsta landsleikinn í FIFA-tölvuleiknum. KSÍ sagði nei við FIFA-tölvuleiknum á sínum tíma en það breyttist fyrir tveimur árum. Frá árinu 2017 komst íslenska landsliðið nefnilega inn í FIFA-tölvuleikinn í fyrsta sinn og geta knattspyrnuþyrstir FIFA-spilarar valið íslenska landsliðið í leiknum eftir að samningar náðust milli KSÍ og EA Sports haustið 2017. Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög tekið fyrstu skrefin hvað varðar rafíþróttir innan sinna raða og fyrr í mánuðinum samþykkti borgarstjórn Reykjavíkurborgar að vísa tillögu um rafíþróttadeildir innan íþróttafélaga í Reykjavík til meðferðar hjá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Markmiðið er að „styðja við og styrkja þau félög sem hafa hug á að koma á fót rafíþróttadeildum“. Á Norðurlöndunum hefur þróunin verið hröð og þar hafa knattspyrnusambönd og samtök félagsliða sett á fót sérstakar deildir þar sem keppt er undir merkjum knattspyrnufélaganna sjálfra, auk þess að keppa „landsleiki“ sín á milli og við aðrar þjóðir, jafnt á Norðurlöndunum sem utan þeirra. Deildarkeppnirnar þarf að setja á fót í virku og nánu samstarfi við EA Sports vegna réttindamála, en „landsleikina“ er hægt að skipuleggja með einfaldari hætti. KSÍ vinnur nú að undirbúningi umfangsmikils verkefnis þar sem hugmyndin er að hvetja og styðja við aðildarfélög KSÍ til að skipuleggja innanfélagsmót í FIFA-tölvuleiknum. Sigurvegararnir hjá hverju félagi myndu síðan keppa fyrir hönd síns félags í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil, og Íslandsmeistararnir myndu loks skipa landsliðið í fyrsta landsleik Íslands í þessum vinsæla tölvuleik. Íslenski boltinn Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
Á næstunni eiga tölvuspilarar möguleika á að tryggja sér Íslandsmeistaratitil og komast í íslenska landsliðið. Knattspyrnusamband Íslands hefur verið að skoða rafíþróttir að undanförnu og aðallega í samstarfi og samráði við EA Sports, sem m.a. gefur út FIFA-tölvuleikinn. Mikill áhugi og vöxtur er í rafíþróttageiranum en það hefur kannski vantað meira utanumhald innan íþróttasambandanna. Nú eru hins vegar breyttir tímar. Knattspyrnusambandið segir frá auknum áhuga innan sinna raða í frétt á heimasíðu sambandsins. Hjá KSÍ hefur stefnan verið sett á fyrsta Íslandsmeistaratitilinn og fyrsta landsleikinn í FIFA-tölvuleiknum. KSÍ sagði nei við FIFA-tölvuleiknum á sínum tíma en það breyttist fyrir tveimur árum. Frá árinu 2017 komst íslenska landsliðið nefnilega inn í FIFA-tölvuleikinn í fyrsta sinn og geta knattspyrnuþyrstir FIFA-spilarar valið íslenska landsliðið í leiknum eftir að samningar náðust milli KSÍ og EA Sports haustið 2017. Nú þegar hafa nokkur íþróttafélög tekið fyrstu skrefin hvað varðar rafíþróttir innan sinna raða og fyrr í mánuðinum samþykkti borgarstjórn Reykjavíkurborgar að vísa tillögu um rafíþróttadeildir innan íþróttafélaga í Reykjavík til meðferðar hjá menningar-, íþrótta- og tómstundaráði. Markmiðið er að „styðja við og styrkja þau félög sem hafa hug á að koma á fót rafíþróttadeildum“. Á Norðurlöndunum hefur þróunin verið hröð og þar hafa knattspyrnusambönd og samtök félagsliða sett á fót sérstakar deildir þar sem keppt er undir merkjum knattspyrnufélaganna sjálfra, auk þess að keppa „landsleiki“ sín á milli og við aðrar þjóðir, jafnt á Norðurlöndunum sem utan þeirra. Deildarkeppnirnar þarf að setja á fót í virku og nánu samstarfi við EA Sports vegna réttindamála, en „landsleikina“ er hægt að skipuleggja með einfaldari hætti. KSÍ vinnur nú að undirbúningi umfangsmikils verkefnis þar sem hugmyndin er að hvetja og styðja við aðildarfélög KSÍ til að skipuleggja innanfélagsmót í FIFA-tölvuleiknum. Sigurvegararnir hjá hverju félagi myndu síðan keppa fyrir hönd síns félags í úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitil, og Íslandsmeistararnir myndu loks skipa landsliðið í fyrsta landsleik Íslands í þessum vinsæla tölvuleik.
Íslenski boltinn Leikjavísir Rafíþróttir Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira