Vilja fá sálfræðinga í skóla strax í haust til að bæta líðan Ari Brynjólfsson skrifar 5. apríl 2019 08:00 Skólameistarar sem sent hafa inn umsagnir vegna sálfræðiþjónustu segja þörfina mikla. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra verði falið að tryggja öllum framhaldsskólanemendum frítt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slík tillaga er lögð fram á síðustu árum. Fyrstu tvær tillögurnar voru sendar til velferðarnefndar þar sem þær dagaði uppi. Guðjón S. Brjánsson segist vera sé bjartsýnn á að tillagan fái brautargengi. „Ef hún fær það ekki nú á vorþingi, þá munum við endurflytja hana í haust. Við þurfum að leita allra leiða í þeirri viðleitni að bæta líðan stórra hópa ungs fólks, ekki síst þeirra sem eru í námi,“ segir Guðjón.Guðjón S. Brjánsson þingmaður SamfylkingarinnarLandlæknir, Landspítalinn og Barnaheill sendu inn jákvæðar umsagnir síðast þegar tillagan kom inn á borð velferðarnefndar. Skólameistarar Flensborgar og Kvennaskólans studdu einnig tillöguna og sögðu þörfina mikla. Guðjón segir vafasamt að Íslendingar eigi met í brottfalli í samanburði við nágrannalöndin. Tillagan felur í sér að strax í haust verði allir framhaldsskólanemar, alls meira en 20 þúsund nemendur, komnir með aðgang að sálfræðingi sér að kostnaðarlausu. Aðspurður hvort það sé raunhæft segir Guðjón að hægt verði að stíga fyrstu skrefin í haust. „Auðvitað þarf að skipuleggja þjónustuna en það er hægt að byrja róðurinn strax.“ Bæta þurfi líðan nemenda. „Þetta eru knýjandi málefni, stundum eru líf í húfi.“ Óvíst er hvað þetta kallar á marga sálfræðinga en það er sett í hendur ráðherra. Í tillögunni sjálfri er gert ráð fyrir einum sálfræðingi á hverja 700 nemendur, eða rúmlega 30 stöðugildi. Í umsögn Félags framhaldsskólakennara er hámarkið miðað við 300 nemendur á hvern sálfræðing, eða meira en 70 stöðugildi. Guðjón telur að uppbyggingin kalli alls ekki á hreina kostnaðaraukningu frá því sem nú er. „Geðheilbrigðisstefna ráðherra er fjármögnuð en í ýmsa þætti hennar veitti ráðherra nýlega 630 milljónir króna og þar ætti að finnast svigrúm til forgangsröðunar til þessa þáttar,“ segir Guðjón. Einnig sé möguleiki á samstarfsverkefnum milli skólanna og heilsugæslunnar. „Auðvitað kostar þessi faglega þjónusta, sem þarf að vera nátengd skólastarfinu sjálfu, talsverða peninga. Eitt stöðugildi sálfræðings kostar ekki undir 12 milljónum króna á ári en það er fé sem ávaxtar sig vel, bæði gagnvart velferð og lífi nemendanna sjálfra og öllu skólastarfi.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samfylkingin Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira
Þingflokkur Samfylkingarinnar hefur lagt fram þingsályktunartillögu um að menntamálaráðherra verði falið að tryggja öllum framhaldsskólanemendum frítt aðgengi að sálfræðiþjónustu. Þetta er í fjórða sinn sem slík tillaga er lögð fram á síðustu árum. Fyrstu tvær tillögurnar voru sendar til velferðarnefndar þar sem þær dagaði uppi. Guðjón S. Brjánsson segist vera sé bjartsýnn á að tillagan fái brautargengi. „Ef hún fær það ekki nú á vorþingi, þá munum við endurflytja hana í haust. Við þurfum að leita allra leiða í þeirri viðleitni að bæta líðan stórra hópa ungs fólks, ekki síst þeirra sem eru í námi,“ segir Guðjón.Guðjón S. Brjánsson þingmaður SamfylkingarinnarLandlæknir, Landspítalinn og Barnaheill sendu inn jákvæðar umsagnir síðast þegar tillagan kom inn á borð velferðarnefndar. Skólameistarar Flensborgar og Kvennaskólans studdu einnig tillöguna og sögðu þörfina mikla. Guðjón segir vafasamt að Íslendingar eigi met í brottfalli í samanburði við nágrannalöndin. Tillagan felur í sér að strax í haust verði allir framhaldsskólanemar, alls meira en 20 þúsund nemendur, komnir með aðgang að sálfræðingi sér að kostnaðarlausu. Aðspurður hvort það sé raunhæft segir Guðjón að hægt verði að stíga fyrstu skrefin í haust. „Auðvitað þarf að skipuleggja þjónustuna en það er hægt að byrja róðurinn strax.“ Bæta þurfi líðan nemenda. „Þetta eru knýjandi málefni, stundum eru líf í húfi.“ Óvíst er hvað þetta kallar á marga sálfræðinga en það er sett í hendur ráðherra. Í tillögunni sjálfri er gert ráð fyrir einum sálfræðingi á hverja 700 nemendur, eða rúmlega 30 stöðugildi. Í umsögn Félags framhaldsskólakennara er hámarkið miðað við 300 nemendur á hvern sálfræðing, eða meira en 70 stöðugildi. Guðjón telur að uppbyggingin kalli alls ekki á hreina kostnaðaraukningu frá því sem nú er. „Geðheilbrigðisstefna ráðherra er fjármögnuð en í ýmsa þætti hennar veitti ráðherra nýlega 630 milljónir króna og þar ætti að finnast svigrúm til forgangsröðunar til þessa þáttar,“ segir Guðjón. Einnig sé möguleiki á samstarfsverkefnum milli skólanna og heilsugæslunnar. „Auðvitað kostar þessi faglega þjónusta, sem þarf að vera nátengd skólastarfinu sjálfu, talsverða peninga. Eitt stöðugildi sálfræðings kostar ekki undir 12 milljónum króna á ári en það er fé sem ávaxtar sig vel, bæði gagnvart velferð og lífi nemendanna sjálfra og öllu skólastarfi.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Samfylkingin Skóla - og menntamál Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Fleiri fréttir Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu „Ekki alveg jafn mikil refsiharka eins og var“ Byggja nýjan leikskóla í Kópavogi Skipar starfshóp um dvalarleyfi Ballið búið í Bláfjöllum í vetur Leitar að rangfeðruðum: „Upplifað alla ævi að þeir tilheyri ekki fjölskyldunni“ Fótboltinn víkur fyrir padel Best að bíða með að birta tásumyndirnar þar til heim er komið Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Skrifstofa forseta Íslands minnt á að hlíta upplýsingalögum Ráðleggur fólki að koma fyrr á völlinn „Mér finnst þetta ekki rosalega pent“ Fólk sýni varkárni á Brúnni milli heimsálfa og á Valahnúk Tveir enn á gjörgæslu og samfélagið harmi slegið Nauðgaði kærustu sinni og krafði hana um afsökunarbeiðni Sagði höfuðpaurinn hafa hótað sér lífláti Samfélagið í Skagafirði harmi slegið Veittu Agli Þór heitnum gullmerki á Holtinu Sjá meira