Segir ekkert í nýjum kjarasamningi tryggja styttingu vinnuvikunnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. apríl 2019 13:48 Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Um sé að ræða valkvæða heimild sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. Fbl/Anton Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Viðræðuheimildir um styttingu vinnuvikunnar séu engin sérstök tímamót fyrir almennt verkafólk. Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands segir aftur á móti að þetta séu mestu breytingar í tæpa hálfa öld. Um sé að ræða valkvæða heimild í kjarasamningi sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. Viðar segir að í nýjum kjarasamningi sé að finna einungis minniháttar breytingar varðandi styttingu vinnuvikunnar. Þannig feli samningurinn í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði afnumdir að hluta eða í heild.Í kjarasamningunum frá 2015 er viðræðuheimild um styttingu vinnuvikunnar.Þetta sé sambærilegt heimildinni sem sé að finna í kjarasamningunum frá maí 2015 í kafla 5 þar sem fjallað er um viðræðuheimild um styttri vinnutíma með sömu framleiðslu. „Það eina sem verið er að gera núna varðandi vinnutímabreytingar er að rýmka aðeins tilgreindar heimildir innan þessa 5. kafla,“ segir Viðar. Þannig sé verið að bjóða upp á að fórna launuðum kaffitímum gegn styttingu vinnuvikunnar auk lítilsháttar raunstyttingu. Viðar segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi fyrir hönd síns félags náð fram raunverulegri styttingu á vinnutíma síns starfsfólks. Það sama sé ekki upp á teningnum hjá almennu verkafólki.Stytting vinnuvikunnar mikilvægt baráttumál Viðar segir að vinnumarkaðurinn sé heilt yfir kominn mjög skammt á veg í styttingu vinnuvikunnar. Það sé aðkallandi mál að stytta vinnutímann hjá fólki sem vinnur of mikið og býr af þeim sökum við heilsufarsvandamál. „Á sama tíma erum við líka að takast á við það að það er auðvitað bara mjög mikill vinnukúltúr á Íslandi. Láglaunafólk á Íslandi hefur þurft að venjast því og laga sig að því að leiðin til að geta lifað af launum sínum er að vinna ofboðslega mikið og vinna ofboðslega langan vinnudag; mikil yfirvinna og vaktavinna eins og við sjáum í okkar launakönnunum. Það er ákveðin hugarfarsleg barátta að koma því til skila að þegar maður talar um styttingu vinnutímans að þá sé maður að tala um að þú haldir þínum launum.“ Viðar segir að stytting vinnutímans sé sannarlega baráttumál sem þurfti að taka lengra. „Þetta snýst um það að fólk er að ofkeyra sig og gengur á getu líkamans til að endurnýja sig. Svo er fólk að klóra sér í kollinum yfir kulnun í starfi og stoðkerfisvandamálum. Mér finnst það nú ekki vera mikil ráðgáta,“ segir Viðar. Ásættanleg niðurstaða í þessari lotu baráttunnar Viðar segir hina nýju kjarasamninga vera ásættanlega niðurstöðu. „Við náum þarna tæplega ¾ af þeirri krónutöluhækkun sem við vildum sjá á lægstu laun og yfir að vísu aðeins lengra tímabil. Því til viðbótar fáum við auðvitað góða skattalækkun sem um munar og við erum með þessi ákvæði um hagvaxtartengdar launauppbætur sem gætu líklega orðið verulegar og skipt máli. Á heildina litið þá föllumst við á þetta sem ásættanlega niðurstöðu í þessari lotu baráttunnar.“ Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. 4. apríl 2019 13:11 Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að það sé ekkert í nýjum kjarasamningi sem tryggi rétt starfsfólks á styttingu vinnuvikunnar. Viðræðuheimildir um styttingu vinnuvikunnar séu engin sérstök tímamót fyrir almennt verkafólk. Á heimasíðu Alþýðusambands Íslands segir aftur á móti að þetta séu mestu breytingar í tæpa hálfa öld. Um sé að ræða valkvæða heimild í kjarasamningi sem krefjist samkomulags vinnuveitanda og starfsfólks. Viðar segir að í nýjum kjarasamningi sé að finna einungis minniháttar breytingar varðandi styttingu vinnuvikunnar. Þannig feli samningurinn í sér heimild til vinnustaðabundinna viðræðna og framkvæmdar á raunstyttingu vinnutíma gegn því að launaðir kaffitímar verði afnumdir að hluta eða í heild.Í kjarasamningunum frá 2015 er viðræðuheimild um styttingu vinnuvikunnar.Þetta sé sambærilegt heimildinni sem sé að finna í kjarasamningunum frá maí 2015 í kafla 5 þar sem fjallað er um viðræðuheimild um styttri vinnutíma með sömu framleiðslu. „Það eina sem verið er að gera núna varðandi vinnutímabreytingar er að rýmka aðeins tilgreindar heimildir innan þessa 5. kafla,“ segir Viðar. Þannig sé verið að bjóða upp á að fórna launuðum kaffitímum gegn styttingu vinnuvikunnar auk lítilsháttar raunstyttingu. Viðar segir að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hafi fyrir hönd síns félags náð fram raunverulegri styttingu á vinnutíma síns starfsfólks. Það sama sé ekki upp á teningnum hjá almennu verkafólki.Stytting vinnuvikunnar mikilvægt baráttumál Viðar segir að vinnumarkaðurinn sé heilt yfir kominn mjög skammt á veg í styttingu vinnuvikunnar. Það sé aðkallandi mál að stytta vinnutímann hjá fólki sem vinnur of mikið og býr af þeim sökum við heilsufarsvandamál. „Á sama tíma erum við líka að takast á við það að það er auðvitað bara mjög mikill vinnukúltúr á Íslandi. Láglaunafólk á Íslandi hefur þurft að venjast því og laga sig að því að leiðin til að geta lifað af launum sínum er að vinna ofboðslega mikið og vinna ofboðslega langan vinnudag; mikil yfirvinna og vaktavinna eins og við sjáum í okkar launakönnunum. Það er ákveðin hugarfarsleg barátta að koma því til skila að þegar maður talar um styttingu vinnutímans að þá sé maður að tala um að þú haldir þínum launum.“ Viðar segir að stytting vinnutímans sé sannarlega baráttumál sem þurfti að taka lengra. „Þetta snýst um það að fólk er að ofkeyra sig og gengur á getu líkamans til að endurnýja sig. Svo er fólk að klóra sér í kollinum yfir kulnun í starfi og stoðkerfisvandamálum. Mér finnst það nú ekki vera mikil ráðgáta,“ segir Viðar. Ásættanleg niðurstaða í þessari lotu baráttunnar Viðar segir hina nýju kjarasamninga vera ásættanlega niðurstöðu. „Við náum þarna tæplega ¾ af þeirri krónutöluhækkun sem við vildum sjá á lægstu laun og yfir að vísu aðeins lengra tímabil. Því til viðbótar fáum við auðvitað góða skattalækkun sem um munar og við erum með þessi ákvæði um hagvaxtartengdar launauppbætur sem gætu líklega orðið verulegar og skipt máli. Á heildina litið þá föllumst við á þetta sem ásættanlega niðurstöðu í þessari lotu baráttunnar.“
Kjaramál Tengdar fréttir Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07 Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54 Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. 4. apríl 2019 13:11 Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Reynir á trúnaðarmannakerfið að fylgja eftir styttingu vinnuvikunnar Forseti ASÍ segir að stytting vinnuvikunnar sé stór breyting en á sama tíma mjög spennandi verkefni. 4. apríl 2019 11:07
Vinnuvikan verði 36 stundir Í nýundirrituðum kjarasamningum á almenna vinnumarkaðnum er að finna ákvæði um styttingu vinnuvikunnar. 3. apríl 2019 23:54
Stytting vinnuvikunnar valkvætt ákvæði í kjarasamningi ASÍ segir þetta mestu breytingu á vinnutíma í hálfa öld en í tilkynningu frá Eflingu segir að ákvæðið feli ekki í sér neina tryggingu fyrir því að vinnutími verði styttur hjá verkafólki. 4. apríl 2019 13:11
Undirritun samninga dregst á langinn Vonir standa þó til að hægt verði að undirrita samningana í kvöld. 3. apríl 2019 18:28
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent