Innlent

Ölvaður maður inni á sameign reyndist eftirlýstur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Maðurinn var handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti.
Maðurinn var handtekinn í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Vísir/vilhelm
Karlmaður, sem lögregla hafði afskipti af vegna ölvunar inni á sameign fjölbýlishúss í Breiðholti, reyndist eftirlýstur fyrir aflpánun fangelsisrefsingar. Maðurinn var handtekinn og fluttur á lögreglustöð en hann verður færður í fangelsi síðar í dag, að því er fram kemur í dagbók lögreglu.

Þá var lögreglu tilkynnt um árekstur tveggja bifreiða á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar á áttunda tímanum í gærkvöldi. Engin slys urðu á fólki.

Á tíunda tímanum vitjaði lögregla manns sem var sofandi ölvunarsvefni í anddyri fjölbýlishúss í miðbænum. Lögregla vakti manninn og sendi hann í burtu.

Um tíuleytið var svo tilkynnt um ölvaða konu sem var til vandræða í anddyri fjölbýlishúss í vesturbæ Reykjavíkur. Henni var einnig vísað burt.

Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu í Hafnarfirði vegna manns sem var þá í haldi dyravarða á bar. Manninum var þó sleppt áður en lögregla kom á staðinn en hann hafði lofað bót og betrun og var vísað út.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×