Segir afrétti ónýta og vill banna lausagöngu búfjár Sveinn Arnarsson skrifar 4. apríl 2019 06:30 Árni nefndi dæmi um að Bárðdælaafréttur og Biskupstungnaafréttur væru í raun óbeitarhæfir. Landgræðslustjóri segir land hér ónýtt og rofið og að lausagöngu búfjár ætti að taka af með öllu. Íslenskur jarðvegur losaði frá sér kolefni sem væri óásættanlegt í baráttu okkar gegn hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Ég er svo sem ekkert að segja neinar nýjar fréttir en það hefur legið fyrir lengi að við eigum mikið af ónýtu og rofnu landi sem grasbítar eiga ekki heima á og beit á þannig landi er ósjálfbær,“ segir Árni. „Stór svæði hér á landi eru ekki hæf til beitar og við ættum að sjá sóma okkar í að banna beit á slíku landi.“Árni Bragason, fyrrverandi forstjóri Náttúruverndar ríkisins.Þetta kom fram í máli hans á fagráðstefnu um skógrækt. Árni nefndi dæmi um að Bárðdælaafréttur og Biskupstungnaafréttur væru í raun óbeitarhæfir. Hann vill banna beit á slíkum svæðum. „Það er alveg rétt að land er á mörgum stöðum í framför,“ segir Árni. „Hins vegar er það svo að við ættum að banna lausagöngu búfjár hér á landi því eigandi búfjár verður að bera ábyrgð á því fé sem hann á.“ Á tímum loftslagsbreytinga væri mikilvægt að átta sig á því að það jarðrask sem hefur átt sér stað í aldanna rás er ekki eðlilegt og að landið væri svona vegna beitar. Mætti sjá gríðarlega framför á stórum svæðum lands þar sem kindum hafi fækkað mikið síðustu ár. „Það sem verra er að rofið land er að skila frá sér kolefni. því skiptir það miklu máli að við hættum að reka fé á óbeitarhæft land,“ segir Árni ennfremur og bætir við: „Það sem skiptir líka svo miklu máli að landið eins og það er núna er ekki náttúrulegt. Það að sjá ekki stingandi strá á stórum svæðum er vegna beitar í langan tíma. Sá gróður og sá jarðvegur sem var áður er fokinn í burtu.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Landgræðslustjóri segir land hér ónýtt og rofið og að lausagöngu búfjár ætti að taka af með öllu. Íslenskur jarðvegur losaði frá sér kolefni sem væri óásættanlegt í baráttu okkar gegn hlýnun jarðar af völdum gróðurhúsalofttegunda. „Ég er svo sem ekkert að segja neinar nýjar fréttir en það hefur legið fyrir lengi að við eigum mikið af ónýtu og rofnu landi sem grasbítar eiga ekki heima á og beit á þannig landi er ósjálfbær,“ segir Árni. „Stór svæði hér á landi eru ekki hæf til beitar og við ættum að sjá sóma okkar í að banna beit á slíku landi.“Árni Bragason, fyrrverandi forstjóri Náttúruverndar ríkisins.Þetta kom fram í máli hans á fagráðstefnu um skógrækt. Árni nefndi dæmi um að Bárðdælaafréttur og Biskupstungnaafréttur væru í raun óbeitarhæfir. Hann vill banna beit á slíkum svæðum. „Það er alveg rétt að land er á mörgum stöðum í framför,“ segir Árni. „Hins vegar er það svo að við ættum að banna lausagöngu búfjár hér á landi því eigandi búfjár verður að bera ábyrgð á því fé sem hann á.“ Á tímum loftslagsbreytinga væri mikilvægt að átta sig á því að það jarðrask sem hefur átt sér stað í aldanna rás er ekki eðlilegt og að landið væri svona vegna beitar. Mætti sjá gríðarlega framför á stórum svæðum lands þar sem kindum hafi fækkað mikið síðustu ár. „Það sem verra er að rofið land er að skila frá sér kolefni. því skiptir það miklu máli að við hættum að reka fé á óbeitarhæft land,“ segir Árni ennfremur og bætir við: „Það sem skiptir líka svo miklu máli að landið eins og það er núna er ekki náttúrulegt. Það að sjá ekki stingandi strá á stórum svæðum er vegna beitar í langan tíma. Sá gróður og sá jarðvegur sem var áður er fokinn í burtu.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Umhverfismál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira