Fóru ekki eftir settum reglum en fá samt framlengt veiðileyfi Sveinn Arnarsson skrifar 3. apríl 2019 06:00 Hvalur hf. fór ekki að reglum um langreyðarveiðar 2014, 2015 og 2018. Hér má sjá slíkan hval. Fréttablaðið/Vilhelm Hvalur hf. fór ekki eftir reglum hvað varðar langreyðarveiðar fyrirtækisins árin 2014, 2015 og 2018 og eftirlit Fiskistofu var ekki eins og það átti að vera. Starfsemi fyrirtækisins var ekki í samræmi við veiðileyfi þess. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út um miðjan maímánuð árið 2014, er meðal annars gerð sú krafa til fyrirtækisins að skipstjóri hvalveiðiskips haldi sérstaka dagbók yfir veiðarnar. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018 og þessi krafa frá stjórnvöldum því allan tímann í gildi. Það sem markvert er við veiðileyfi Hvals hf. er að þar er tekið fram að að dagbókum skipstjóranna eða afriti þeirra skuli skilað til Fiskistofu í lok hverrar vertíðar. Fiskistofu var hins vegar ekki kunnugt um það fyrr en að lögmaður náttúru- og dýraverndarsamtakanna Jarðvina óskaði eftir þeim gögnum frá stofnuninni. Óskað var eftir því frá Fiskistofu að fá afrit af þessum dagbókum skipstjóra Hvals hf. Þær hefðu átt að vera komnar til Fiskistofu fyrir árin 2014, 2015 og 2018 en á þeim tíma hefur fyrirtækið veitt samanlagt 436 dýr. Dagbækurnar gætu þannig geymt upplýsingar um veiðitilhögun sem er mikilvægt innlegg í eftirlit með veiðunum fyrir Fiskistofu. Þær er hins vegar ekki að finna hjá stofnuninni og ljóst að Hvalur hf. hefur ekki sinnt skyldu sinni um að senda dagbækurnar til stofnunarinnar. Að sama skapi hefur Fiskistofa verið sofandi í eftirlitshlutverki sínu. „Við afgreiðslu beiðninnar varð ljóst að þessi breyting hafði verið gerð á leyfinu og kveðið á um skil dagbókar eða afrits dagbókar til Fiskistofu,“ segir í svari Fiskistofu. „Fiskistofa hefur hafist handa við að kalla eftir dagbókinni eða afriti hennar eins og kveðið er á um í leyfinu.“ Því er ljóst að dagbækurnar hafa ekki verið hluti af þeim gögnum sem sjávarútvegsráðherra hefur getað aflað sér við ákvarðanatöku sína um að veita fyrirtækinu leyfi til ársins 2023 til áframhaldandi veiða á langreyði. Í veiðileyfinu er einnig getið þess að ef fyrirtæki brjóti gegn ákvæðum leyfisins sé hægt að svipta fyrirtækið leyfinu. Ljóst er að Hvalur fór ekki eftir reglum hvað þetta varðaði árin 2014-2018 en fékk samt sem áður endurnýjun á leyfi sínu frá ráðherra sjávarútvegsmála. Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að hvalveiðifyrirtækið fór aldrei eftir reglugerð um að hvalskurður ætti að fara fram innandyra. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., pantaði breytingu á reglugerðinni og fékk það fram að þessum kvöðum yrði aflétt. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. 1. mars 2019 13:30 Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hvalur hf. fór ekki eftir reglum hvað varðar langreyðarveiðar fyrirtækisins árin 2014, 2015 og 2018 og eftirlit Fiskistofu var ekki eins og það átti að vera. Starfsemi fyrirtækisins var ekki í samræmi við veiðileyfi þess. Í leyfi Hvals hf. til veiða á langreyði, sem gefið var út um miðjan maímánuð árið 2014, er meðal annars gerð sú krafa til fyrirtækisins að skipstjóri hvalveiðiskips haldi sérstaka dagbók yfir veiðarnar. Veiðileyfið var gefið út vegna veiða árin 2014-2018 og þessi krafa frá stjórnvöldum því allan tímann í gildi. Það sem markvert er við veiðileyfi Hvals hf. er að þar er tekið fram að að dagbókum skipstjóranna eða afriti þeirra skuli skilað til Fiskistofu í lok hverrar vertíðar. Fiskistofu var hins vegar ekki kunnugt um það fyrr en að lögmaður náttúru- og dýraverndarsamtakanna Jarðvina óskaði eftir þeim gögnum frá stofnuninni. Óskað var eftir því frá Fiskistofu að fá afrit af þessum dagbókum skipstjóra Hvals hf. Þær hefðu átt að vera komnar til Fiskistofu fyrir árin 2014, 2015 og 2018 en á þeim tíma hefur fyrirtækið veitt samanlagt 436 dýr. Dagbækurnar gætu þannig geymt upplýsingar um veiðitilhögun sem er mikilvægt innlegg í eftirlit með veiðunum fyrir Fiskistofu. Þær er hins vegar ekki að finna hjá stofnuninni og ljóst að Hvalur hf. hefur ekki sinnt skyldu sinni um að senda dagbækurnar til stofnunarinnar. Að sama skapi hefur Fiskistofa verið sofandi í eftirlitshlutverki sínu. „Við afgreiðslu beiðninnar varð ljóst að þessi breyting hafði verið gerð á leyfinu og kveðið á um skil dagbókar eða afrits dagbókar til Fiskistofu,“ segir í svari Fiskistofu. „Fiskistofa hefur hafist handa við að kalla eftir dagbókinni eða afriti hennar eins og kveðið er á um í leyfinu.“ Því er ljóst að dagbækurnar hafa ekki verið hluti af þeim gögnum sem sjávarútvegsráðherra hefur getað aflað sér við ákvarðanatöku sína um að veita fyrirtækinu leyfi til ársins 2023 til áframhaldandi veiða á langreyði. Í veiðileyfinu er einnig getið þess að ef fyrirtæki brjóti gegn ákvæðum leyfisins sé hægt að svipta fyrirtækið leyfinu. Ljóst er að Hvalur fór ekki eftir reglum hvað þetta varðaði árin 2014-2018 en fékk samt sem áður endurnýjun á leyfi sínu frá ráðherra sjávarútvegsmála. Fréttablaðið hefur áður sagt frá því að hvalveiðifyrirtækið fór aldrei eftir reglugerð um að hvalskurður ætti að fara fram innandyra. Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf., pantaði breytingu á reglugerðinni og fékk það fram að þessum kvöðum yrði aflétt.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. 1. mars 2019 13:30 Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00 Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Stjórnarslitum ekki hótað vegna hvalveiða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vill heildstæðara mat á því hvort hvalveiðar Íslendinga séu sjálfbærar. Hún segir að stjórnarslitum hafi ekki verið hótað í tengslum við úthlutun á kvóta til áframhaldandi hvalveiða. Katrín segir að fyrirspurn um slíkt segi sitt um stjórnmálamenninguna á Íslandi. 1. mars 2019 13:30
Ræðir við Japani um að selja þeim ferskt hvalkjöt Sjávarútvegsráðherra Noregs, Harald T. Nesvik, hyggst ræða við japönsk stjórnvöld um aukinn markaðsaðgang fyrir norskar hvalaafurðir í fimm daga Japansför, sem hefst í dag. 10. mars 2019 11:00
Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. 17. mars 2019 21:00