Körfubolti

Hundrað prósent nýting Jakobs og Borås í undanúrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Jakob í landsleik.
Jakob í landsleik. vísir/ernir
Jakob Sigurðarson og félagar í Borås eru komnir í undanúrslit sænsku úrslitakeppninnar eftir sigur á Wetterbygden Stars, 74-61, í kvöld.

Borås vann fyrstu tvo leikina liðana en tapaði þriðja leiknum í spennutrylli á heimavelli. Þeir sóttu því útisigur í kvöld eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 32-32 og eru því komnir áfram.

Jakob hitti úr eina skoti sínu í leiknum en hann skoraði þá úr þriggja stiga körf. Hann spilaði rúmar fimmtán mínútur en að auki gaf hann eina stoðsendingu og stal einum bolta.

Borås, Norrköping Dolphins og Södertälje Kings Eru komnir í undanúrslit en síðasta liðið verður annað hvort Luleå eða Jåmtland.

Borås datt út fyrir Norrköping Dolphins, 4-1, í undanúrslitunum á síðustu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×