Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 70-78 | Stjarnan tók forystuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. apríl 2019 21:30 Danielle Rodriguez var stigahæst í liði Stjörnunnar með 25 stig. Vísir/Vilhelm Stjarnan gerði góða ferð til Keflavíkur í kvöld og vann átta stiga sigur á heimakonum, 70-78, í fyrsta leik úrslitakeppni Domino's deildar kvenna. Þetta var jafnframt fyrsti sigur kvennaliðs Stjörnunnar í úrslitakeppni frá upphafi. Stjarnan var miklu sterkari í fyrri hálfleik og leiddi með 19 stigum að honum loknum, 24-43. Eftir fyrri hálfleikinn voru Keflvíkingar samtals með ellefu framlagsstig sem sagði sína sögu um muninn á liðunum. Stjörnukonur stjórnuðu hraða leiksins og Danielle Rodriguez stýrði sókninni af miklum myndarbrag. Sjö leikmenn Stjörnunnar komust á blað í fyrri hálfleik og forysta Garðbæinga var sanngjörn. Keflvíkingar juku hraðann í seinni hálfleiks, hertu vörnina og voru heilt yfir sterkari í 3. leikhluta sem þær unnu 23-17. Munurinn fyrir 4. leikhluta var því 13 stig, 47-60. Keflavík hélt uppteknum hætti í 4. leikhluta og náði tvívegis að minnka muninn niður í sex stig. Gestirnir hleyptu heimakonum þó ekki nær. Veronika Dzhikova var gríðarlega mikilvæg undir lokin og setti niður stór skot fyrir Stjörnuna. Þegar uppi var staðið munaði átta stigum á liðunum, 70-78, og Stjarnan leiðir einvígið 1-0.Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik sem var afar vel leikinn af þeirra hálfu. Það var viðbúið að Keflavík kæmi með áhlaup en þau dugðu skammt. Til þess var munurinn í hálfleik of mikill. Stjarnan sýndi styrk undir lokin og hélt dauðahaldi í forystuna.Hverjar stóðu upp úr? Eins og áður sagði setti Veronika niður stór skot á mikilvægum augnablikum. Níu af 24 stigum hennar komu í 4. leikhluta. Danielle lék allar 40 mínúturnar, skoraði 25 stig, tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þær Veronika skoruðu samtals 49 af 78 stigum Stjörnunnar í kvöld. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var besti leikmaður Keflavíkur í kvöld. Hún skoraði 16 stig og tók níu fráköst, þar af fimm í sókn.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur í fyrri hálfleik var afleitur. Öll 14 þriggja stiga skot þeirra geiguðu, Brittanny Dinkins var ekki þáttakandi í leiknum og var aðeins með eitt stig í hálfleik og yfirbragðið á leik heimakvenna var ekki gott. Stjarnan lék heilt yfir vel en gestirnir geta verið ósáttir með þau 18 sóknarfráköst sem heimakonur tóku.Hvað gerist næst? Annar leikur liðanna er ekki fyrr en á sunnudaginn. Þá mæta Keflvíkingar í Garðabæinn og verða helst að vinna til að lenda ekki með bakið upp við vegginn fræga.Pétur Már: Settum niður stór skot „Ég er mjög ánægður. Vörnin var góð. Fyrri hálfleikur var svakalega góður en við urðum svolítið værukærar í þeim seinni. En við stóðumst áhlaupið sem þær komu með,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn góða á Keflavík í kvöld. „Við vissum að áhlaupið myndi koma enda eru þær með fullt af góðum leikmönnum. En við stóðum okkur vel og þetta gekk þokkalega upp.“ En hvernig fannst Pétri Stjörnukonum ganga að stjórna hraða leiksins? „Það gekk nokkuð vel en mér fannst við fara of hægt í sóknirnar í seinni hálfleik og framkvæmdum ekki nógu vel þá. En við settum stór skot niður undir lokin og hittum vel í fyrri hálfleik,“ sagði Pétur. Veronika Dzhikova setti mörg af þessum stóru skotum niður og framlag hennar vó þungt þegar uppi var staðið. „Hún er hörkuskytta og góður liðsfélagi. Hún stóð sig vel í dag og ég veit að þetta býr í henni. Hún teygir á vörnum andstæðinganna og spilar hörkuvörn,“ sagði Pétur að lokum.Jón Guðmunds: Vantaði baráttu, kraft og áræðni Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni í kvöld. Keflavík var 19 stigum undir í hálfleik, 24-43, og þrátt fyrir góða viðleitni tókst liðinu ekki að koma til baka. „Úrslitakeppnin er byrjuð og við mættum ekki til leiks. Það er algjörlega galið. Holan sem við vorum í hálfleik reyndist of djúp,“ sagði Jón í samtali við Vísi eftir leik. „Það vantaði baráttu, kraft og áræðni. Við áttuðum okkur ekki á því úrslitakeppnin væri byrjuð. Það er bara þannig.“ Keflavík spilaði mun betur í seinni hálfleik en í þeim fyrri, enda varla annað hægt. „Við breyttum ekki neinu í hálfleik. Við töluðum bara um að við þyrftum að berjast meira. Við gerðum það en þær settu niður risastór skot undir lokin. Við gerðum vel með því að koma til baka en það var ekki nóg,“ sagði Jón. „Við erum 1-0 undir í einvíginu og þurfum að gjöra svo vel og drullast til að mæta til leiks. Það er ekki bara hægt að spila bara í 20 mínútur.“ Dominos-deild kvenna
Stjarnan gerði góða ferð til Keflavíkur í kvöld og vann átta stiga sigur á heimakonum, 70-78, í fyrsta leik úrslitakeppni Domino's deildar kvenna. Þetta var jafnframt fyrsti sigur kvennaliðs Stjörnunnar í úrslitakeppni frá upphafi. Stjarnan var miklu sterkari í fyrri hálfleik og leiddi með 19 stigum að honum loknum, 24-43. Eftir fyrri hálfleikinn voru Keflvíkingar samtals með ellefu framlagsstig sem sagði sína sögu um muninn á liðunum. Stjörnukonur stjórnuðu hraða leiksins og Danielle Rodriguez stýrði sókninni af miklum myndarbrag. Sjö leikmenn Stjörnunnar komust á blað í fyrri hálfleik og forysta Garðbæinga var sanngjörn. Keflvíkingar juku hraðann í seinni hálfleiks, hertu vörnina og voru heilt yfir sterkari í 3. leikhluta sem þær unnu 23-17. Munurinn fyrir 4. leikhluta var því 13 stig, 47-60. Keflavík hélt uppteknum hætti í 4. leikhluta og náði tvívegis að minnka muninn niður í sex stig. Gestirnir hleyptu heimakonum þó ekki nær. Veronika Dzhikova var gríðarlega mikilvæg undir lokin og setti niður stór skot fyrir Stjörnuna. Þegar uppi var staðið munaði átta stigum á liðunum, 70-78, og Stjarnan leiðir einvígið 1-0.Af hverju vann Stjarnan? Garðbæingar lögðu grunninn að sigrinum í fyrri hálfleik sem var afar vel leikinn af þeirra hálfu. Það var viðbúið að Keflavík kæmi með áhlaup en þau dugðu skammt. Til þess var munurinn í hálfleik of mikill. Stjarnan sýndi styrk undir lokin og hélt dauðahaldi í forystuna.Hverjar stóðu upp úr? Eins og áður sagði setti Veronika niður stór skot á mikilvægum augnablikum. Níu af 24 stigum hennar komu í 4. leikhluta. Danielle lék allar 40 mínúturnar, skoraði 25 stig, tók 13 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þær Veronika skoruðu samtals 49 af 78 stigum Stjörnunnar í kvöld. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var besti leikmaður Keflavíkur í kvöld. Hún skoraði 16 stig og tók níu fráköst, þar af fimm í sókn.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Keflavíkur í fyrri hálfleik var afleitur. Öll 14 þriggja stiga skot þeirra geiguðu, Brittanny Dinkins var ekki þáttakandi í leiknum og var aðeins með eitt stig í hálfleik og yfirbragðið á leik heimakvenna var ekki gott. Stjarnan lék heilt yfir vel en gestirnir geta verið ósáttir með þau 18 sóknarfráköst sem heimakonur tóku.Hvað gerist næst? Annar leikur liðanna er ekki fyrr en á sunnudaginn. Þá mæta Keflvíkingar í Garðabæinn og verða helst að vinna til að lenda ekki með bakið upp við vegginn fræga.Pétur Már: Settum niður stór skot „Ég er mjög ánægður. Vörnin var góð. Fyrri hálfleikur var svakalega góður en við urðum svolítið værukærar í þeim seinni. En við stóðumst áhlaupið sem þær komu með,“ sagði Pétur Már Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn góða á Keflavík í kvöld. „Við vissum að áhlaupið myndi koma enda eru þær með fullt af góðum leikmönnum. En við stóðum okkur vel og þetta gekk þokkalega upp.“ En hvernig fannst Pétri Stjörnukonum ganga að stjórna hraða leiksins? „Það gekk nokkuð vel en mér fannst við fara of hægt í sóknirnar í seinni hálfleik og framkvæmdum ekki nógu vel þá. En við settum stór skot niður undir lokin og hittum vel í fyrri hálfleik,“ sagði Pétur. Veronika Dzhikova setti mörg af þessum stóru skotum niður og framlag hennar vó þungt þegar uppi var staðið. „Hún er hörkuskytta og góður liðsfélagi. Hún stóð sig vel í dag og ég veit að þetta býr í henni. Hún teygir á vörnum andstæðinganna og spilar hörkuvörn,“ sagði Pétur að lokum.Jón Guðmunds: Vantaði baráttu, kraft og áræðni Jón Guðmundsson, þjálfari Keflavíkur, var vægast sagt ósáttur með frammistöðu síns liðs í fyrri hálfleik gegn Stjörnunni í kvöld. Keflavík var 19 stigum undir í hálfleik, 24-43, og þrátt fyrir góða viðleitni tókst liðinu ekki að koma til baka. „Úrslitakeppnin er byrjuð og við mættum ekki til leiks. Það er algjörlega galið. Holan sem við vorum í hálfleik reyndist of djúp,“ sagði Jón í samtali við Vísi eftir leik. „Það vantaði baráttu, kraft og áræðni. Við áttuðum okkur ekki á því úrslitakeppnin væri byrjuð. Það er bara þannig.“ Keflavík spilaði mun betur í seinni hálfleik en í þeim fyrri, enda varla annað hægt. „Við breyttum ekki neinu í hálfleik. Við töluðum bara um að við þyrftum að berjast meira. Við gerðum það en þær settu niður risastór skot undir lokin. Við gerðum vel með því að koma til baka en það var ekki nóg,“ sagði Jón. „Við erum 1-0 undir í einvíginu og þurfum að gjöra svo vel og drullast til að mæta til leiks. Það er ekki bara hægt að spila bara í 20 mínútur.“
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti