Fiskeldi í Eyjafirði – fyrir umhverfið Rögnvaldur Guðmundsson skrifar 1. apríl 2019 19:56 Ég vil þakka Halldóri Áskelssyni fyrir grein hans sem birtist á vefsíðu Vísis þann 30. mars sl. Í greininni gerir hann að umtalsefni áform AkvaFuture ehf um fiskeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði og spyr ýmissa spurninga sem mér er ljúft að bregðast við. Hann spyr meðal annars fyrir hverja laxeldið sé? Verði af áformum AkvaFuture í Eyjafirði skapast vel á annað hundrað störf. Atvinnumöguleikarnir yrðu því fleiri auk þess sem væntanlegt auðlindagjald myndi skila sér til samfélagsins. Vert er að nefna að eldistækni AkvaFutre er framsækin og hvorki hefur orðið vart við lús eða slysasleppningar. Þá er eldið ekki plássfrekt og okkur í mun að það skerði ekki aðra atvinnustarfsemi í firðinum.Við berum virðingu fyrir umhverfinuAkvaFuture ehf er íslenskt fyrirtæki með lögheimili á Akureyri. Fyrirtækið er í eigu norska fyrirtækisins AkvaDesign AS. Fjárfestarnir hafa allir mikinn áhuga á nýsköpun og á að finna leiðir til umhverfisvæns, sjálfbærs laxeldis í sjó. Lokaði eldisbúnaðurinn sem AkvaFuture hyggst nota við laxeldið í Eyjafirði hefur verið í rekstri í Noregi um nokkura ára skeið með mjög góðum árangri. Aldrei hefur orðið vart við skaðvaldinn laxalús í kvíunum og ekki sloppið út fiskur heldur. Þá er stærstum hluta úrgangs sem annars myndaði botnfall dælt á land. Unnt er að framleiða moltu, áburð eða lífeldsneyti úr úrgangnum. Höfum við verið í sambandi við hið ágæta fyrirtæki Moltu og átt viðræður um samstarf við nýtingu úrgangsins. Í ár mun AkvaFuture í Noregi framleiða rúmlega 6.000 tonn af vistvænum laxi sem hefur aldrei fengið á sig laxalús og enginn fiskur sloppið. Úrgangurinn er sendur til lífefnaverksmiðju sem framleiðir lífeldsneyti fyrir strætisvagna Þrándheimsborgar, þriðju stærstu borgar Noregs.Opið ferli, ekki baktjaldamakkÍ október 2017 birtist auglýsing í héraðsfréttablöðum í Eyjafirði og í Fréttablaðinu. Í auglýsingunni kynnti AkvaFuture áform sín um að leggja af stað í að kanna hvort umhverfisaðstæður væru fyrir hendi í Eyjafirði til að ala allt að 20.000 tonn af laxi í lokuðum kvíum. Öllum sem vildu láta sig málið varða var boðið að senda inn athugasemdir um áformin. Þrjár athugasemdir bárust innan tilskilins frests, og þar af ein frá Eyjafirði, frá Hafnasamlagi Norðurlands sem sendi inn afar jákvæða umsögn. Eftir að AkvaFuture hafði tekið tillit til athugasemda var svonefnd „Tillaga að matsáætlun“ send til Skipulagsstofnunar sem síðan sendi tillöguna til hagsmunaaðila til umsagnar. Meðal umsagnaraðila voru öll sveitarfélög í Eyjafirði. Skipulagsstofnun staðfesti síðan tillögu AkvaFuture um gerð matsáætlunar og vinna hófst við gerð frummatsskýrslu. AkvaFuture hefur ekki fengið loforð fyrir einu eða neinu varðandi uppbyggingu fiskeldis í lokuðum umhverfisvænum sjókvíum í Eyjafirði eða annars staðar á landinu. Við vinnum okkar umsóknarferli samkvæmt gildandi lögum. Lagabreyting mitt í því ferli gæti leitt til gríðarlegs fjárhagslegs taps fyrirtækisins og ég lýsti áhyggjum mínum af því í nýlegri frétt á RÚV. Við hjá AkvaFuture viljum hafa umsóknarferlið eins opið og unnt er. Við höfum meðal annars átt fundi með fulltrúum sveitarfélaganna í Eyjafirði. Við höfum komið á opinn íbúafund á Grenivík, verið með kynningu fyrir bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar og verið í miklum og góðum samskiptum við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og háskólasamfélagið á Akureyri. Allt frá því við kynntum áform okkar í október fyrir hart nær einu og hálfu ári, höfum fengið mikla athygli fjölmiðla fyrir umhverfisvænar og sjálfbærar lausnir. Má þar nefna viðtal við undirritaðan á sjónvarpsstöðinni N4 í þættinum Landsbyggðir þann 13. desember 2017.Ferðamennska og fiskeldiEins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur AkvaFuture hafið athugun á sex svæðum í Eyjafirði til að kanna hvort aðstæður séu fyrir hendi að hefja laxeldi. Ekki er þar með sagt að mat á umhverfisáhrifum leiði í ljós að unnt verði að stunda eldi á öllum þeim stöðum sem eru til athugunar. Ekki er heldur ákveðið að framleiða 20 þús tonn, heldur er aðeins verið að mæla og meta umhverfisáhrif af þeirri framleiðslu. Niðurstaða frá umhverfismati verður til grundvallar hvar og hve mikið verður framleitt í lokuðum eldiskvíum. Lög og reglugerðir segja fyrir um hve stór svæði þarf að afmarka fyrir sjókvíaeldi. Afmarkað svæði er tiltölulega stórt vegna þess að koma þarf fyrir akkerum og festingum neðansjávar. Á myndinni hér að neðan reynum við að gefa til kynna hve stórt svæði á yfirborði sjávar væri nýtt til kvíanna ef kæmi til þess að öll svæðin yrðu nýtt til fiskeldis.Hér má sjá afmörkuð svæði sem verið er að meta, en grænu punktarnir inni í römmunum eru áætluð stærð kvíanna á yfirborði sjávar. Flatarmál eldissvæða sem eru til skoðunar eru um 1% af heildarflatarmáli Eyjafarðar og kvíaþyrpingar verða undir 10% af því svæði. (skjámyndin er fengin frá Google Earth). Hinar lokuðu kvíar félagsins eru í þyrpingu á takmörkuðu svæði og ekki dreifðar yfir stórt svæði eins og gjarnan er með opnar kvíar. Erfitt er að meta fagurfræðilegt gildi þeirra, því fegurð liggur jafnan í augum áhorfandans. Eins og önnur atvinnustarfsemi breyta lokuðu kvíarnar ásýnd umhverfis. Það gera öll mannvirki og mannabúseta líka, brimgarðar, bryggjur, akrar, vegir og hús. Við sjáum fyrir okkur að umhverfisvænt laxeldi geti haft samlegðaráhrif við ferðamennsku, því að margir ferðamenn hafa áhuga á umhverfinu og vilja kynna sér sjálfbærar matvælalausnir sem draga úr vistfótsporinu og hafa dýravelferð í fyrirrúmi.Umhverfisvæn matvælaframleiðslaEyjafjörður er matarkista og þar er löng hefð fyrir matvælaframleiðslu til sjós og lands. Bæði landbúnaður og sjávarútvegur er rekinn af miklum myndarskap og mun þessi góða hefð vissulega koma AkvaFuture til góða verði af áformum félagsins í Eyjafirði. Eyfirðingar kunna til verka í matvælaiðnaði. Þar er einnig öflugur háskóli með þróttmikla auðlindadeild sem yrði spennandi að vinna með. Við höfum þegar kynnt áform okkar fyrir Háskólanum á Akureyri og nemendur auðlindadeildarinnar hafa sýnt áhuga á verkefninu okkar. Verði af framkvæmdum á vegum AkvaFuture í Eyjafirði, er aðgengi að erlendum mörkuðum mikilvægt og þar kæmi alþjóðaflugvöllur, næstum við dyr laxasláturhúss, sér ótrúlega vel!Ágóði samfélagsinsNú er til umræðu á Alþingi frumvarp til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er gert ráð fyrir að fiskeldisfyrirtæki greiði ákveðið gjald af hverju slátruðu kílói af eldislaxi. Gjaldið verði ákveðið hlutfall af heimsmarkaðsverði á laxi. Verði frumvarpið óbreytt að lögum og leiði umhverfismat AkvaFuture í ljós að unnt sé að ala allt að 20.000 tonn á ári í Eyjafirði gæti auðlindagjald félagsins orðið allt að 275 milljónir króna á ári að því gefnu að heimsmarkaðsverð á laxi haldist hærra en 4,8 evrur á kíló sem það hefur gert allar götur frá 2013. Í frumvarpi um auðlindagjald er lagt til að gjaldið renni óskipt í ríkissjóð en að stofnaður verði svonefndur „Fiskeldissjóður“ sem hafi það hlutverk að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Eyfirsk sveitarfélög myndu því njóta beins fjárhagslegs ávinnings af öflugu fiskeldi í firðinum. Fiskeldi í stórum stíl gæti skapað á annað hundrað bein störf að uppbyggingu lokinni að ótöldum öllum þeim óbeinu störfum sem myndu skapast við þjónustu við fiskeldið. Við þurfum á velmenntuðu fólki að halda, því lokaðar kvíar þarfnast flókinnar tölvustýringar.Áframhaldandi samráðVið munum áfram halda þeim góðu samskiptum sem við höfum átt við kjörna fulltrúa sveitarfélaganna í Eyjafirði og sem lið í því höfum við boðið þeim í heimsókn til Noregs þar sem þau gætu kynnst af eigin raun starfsemi á borð við þá sem fyrirhuguð er í Eyjafirði. Við höfum líka kvatt þau til að nýta slíka heimsókn til að hitta norskar sveitarstjórnir til að fræðast um þeirra reynslu af fiskeldi, sem og að eiga fundi með eftirlitsstofnunum ytra til að öðlast betri skilning á hvernig Norðmenn haga ströngu eftirliti með fiskeldinu þar í landi. Þegar vinnu við umhverfismat er lokið munum við efna til opinna íbúafunda til að kynna niðurstöður þess og í lögum um umhverfismat er umsagnarréttur allra tryggður. Ég hlakka til að vinna með Eyfirðingum að þessu metnaðarfulla verkefni sem eflt getur atvinnulíf í héraðinu í sátt við umhverfið. Eftir að hafa búið og starfað á Akureyri og Ólafsfirði um skeið í lok síðustu aldar, veit ég að Eyfirðingar eru harðduglegir og kunna sannarlega til verka við að skapa hágæða verðmæti úr matvælum.Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Fiskeldi Tengdar fréttir Fiskeldi í Eyjafirði - fyrir hverja? Undanfarna mánuði hefur umræðan um fiskeldi verið áberandi í þjóðfélaginu. Umfangsmikið og umdeilt fiskeldi í sjókvíum hefur verið byggt upp á Vestfjörðum. Víst er að margir þar fögnuðu því vegna atvinnuástandsins á svæðinu en aðrir hafa spyrnt við fótum af ýmsum ástæðum. 30. mars 2019 09:00 Mest lesið Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Skoðun Skoðun Með háskólapróf til að snýta og skeina? Hildur Sólmundsdóttir skrifar Skoðun Hérna eru aukalega 6000 íbúðir. Veskú Ævar Rafn Hafþórsson skrifar Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar Skoðun Af hverju að gefa sósíalistum séns? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Er aðgangur að sérfræðiþjónustu jafnaður óháð búsetu? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar Skoðun Var eitthvað sérstakt við búvörulögin? Stjórnskipunarkrísa? Jón Jónsson skrifar Skoðun Fastur heimilislæknir sem þekkir þig Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Fiskmarkaðir Kári Jónsson skrifar Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir skrifar Skoðun Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Rís upp unga Ísland! Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kennarar á krossgötum Karen Dögg Úlfarsdóttir Braun skrifar Skoðun Viljum við góð lífsgæði á Íslandi? Ingibergur Valgarðsson skrifar Skoðun Hvar eru frambjóðendurnir? Jóhann G. Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Heima er best? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Heimurinn er galopinn frá Norðurlandi eystra Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Er rökvilla að ganga? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir að vextirnir eru á réttri leið Konráð S. Guðjónsson skrifar Skoðun Forðast að tala um meginstefnuna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Missum ekki af orkuskiptalestinni Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins er tilbúinn í ríkisstjórn! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Vegurinn heim María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vinnum gullið án klósettpappírs Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á ekki að vera leikhús Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Lítið að frétta í lífi án frétta á landsbyggðunum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég vil þakka Halldóri Áskelssyni fyrir grein hans sem birtist á vefsíðu Vísis þann 30. mars sl. Í greininni gerir hann að umtalsefni áform AkvaFuture ehf um fiskeldi í lokuðum kvíum í Eyjafirði og spyr ýmissa spurninga sem mér er ljúft að bregðast við. Hann spyr meðal annars fyrir hverja laxeldið sé? Verði af áformum AkvaFuture í Eyjafirði skapast vel á annað hundrað störf. Atvinnumöguleikarnir yrðu því fleiri auk þess sem væntanlegt auðlindagjald myndi skila sér til samfélagsins. Vert er að nefna að eldistækni AkvaFutre er framsækin og hvorki hefur orðið vart við lús eða slysasleppningar. Þá er eldið ekki plássfrekt og okkur í mun að það skerði ekki aðra atvinnustarfsemi í firðinum.Við berum virðingu fyrir umhverfinuAkvaFuture ehf er íslenskt fyrirtæki með lögheimili á Akureyri. Fyrirtækið er í eigu norska fyrirtækisins AkvaDesign AS. Fjárfestarnir hafa allir mikinn áhuga á nýsköpun og á að finna leiðir til umhverfisvæns, sjálfbærs laxeldis í sjó. Lokaði eldisbúnaðurinn sem AkvaFuture hyggst nota við laxeldið í Eyjafirði hefur verið í rekstri í Noregi um nokkura ára skeið með mjög góðum árangri. Aldrei hefur orðið vart við skaðvaldinn laxalús í kvíunum og ekki sloppið út fiskur heldur. Þá er stærstum hluta úrgangs sem annars myndaði botnfall dælt á land. Unnt er að framleiða moltu, áburð eða lífeldsneyti úr úrgangnum. Höfum við verið í sambandi við hið ágæta fyrirtæki Moltu og átt viðræður um samstarf við nýtingu úrgangsins. Í ár mun AkvaFuture í Noregi framleiða rúmlega 6.000 tonn af vistvænum laxi sem hefur aldrei fengið á sig laxalús og enginn fiskur sloppið. Úrgangurinn er sendur til lífefnaverksmiðju sem framleiðir lífeldsneyti fyrir strætisvagna Þrándheimsborgar, þriðju stærstu borgar Noregs.Opið ferli, ekki baktjaldamakkÍ október 2017 birtist auglýsing í héraðsfréttablöðum í Eyjafirði og í Fréttablaðinu. Í auglýsingunni kynnti AkvaFuture áform sín um að leggja af stað í að kanna hvort umhverfisaðstæður væru fyrir hendi í Eyjafirði til að ala allt að 20.000 tonn af laxi í lokuðum kvíum. Öllum sem vildu láta sig málið varða var boðið að senda inn athugasemdir um áformin. Þrjár athugasemdir bárust innan tilskilins frests, og þar af ein frá Eyjafirði, frá Hafnasamlagi Norðurlands sem sendi inn afar jákvæða umsögn. Eftir að AkvaFuture hafði tekið tillit til athugasemda var svonefnd „Tillaga að matsáætlun“ send til Skipulagsstofnunar sem síðan sendi tillöguna til hagsmunaaðila til umsagnar. Meðal umsagnaraðila voru öll sveitarfélög í Eyjafirði. Skipulagsstofnun staðfesti síðan tillögu AkvaFuture um gerð matsáætlunar og vinna hófst við gerð frummatsskýrslu. AkvaFuture hefur ekki fengið loforð fyrir einu eða neinu varðandi uppbyggingu fiskeldis í lokuðum umhverfisvænum sjókvíum í Eyjafirði eða annars staðar á landinu. Við vinnum okkar umsóknarferli samkvæmt gildandi lögum. Lagabreyting mitt í því ferli gæti leitt til gríðarlegs fjárhagslegs taps fyrirtækisins og ég lýsti áhyggjum mínum af því í nýlegri frétt á RÚV. Við hjá AkvaFuture viljum hafa umsóknarferlið eins opið og unnt er. Við höfum meðal annars átt fundi með fulltrúum sveitarfélaganna í Eyjafirði. Við höfum komið á opinn íbúafund á Grenivík, verið með kynningu fyrir bæjarfulltrúum Akureyrarbæjar og verið í miklum og góðum samskiptum við Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og háskólasamfélagið á Akureyri. Allt frá því við kynntum áform okkar í október fyrir hart nær einu og hálfu ári, höfum fengið mikla athygli fjölmiðla fyrir umhverfisvænar og sjálfbærar lausnir. Má þar nefna viðtal við undirritaðan á sjónvarpsstöðinni N4 í þættinum Landsbyggðir þann 13. desember 2017.Ferðamennska og fiskeldiEins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur AkvaFuture hafið athugun á sex svæðum í Eyjafirði til að kanna hvort aðstæður séu fyrir hendi að hefja laxeldi. Ekki er þar með sagt að mat á umhverfisáhrifum leiði í ljós að unnt verði að stunda eldi á öllum þeim stöðum sem eru til athugunar. Ekki er heldur ákveðið að framleiða 20 þús tonn, heldur er aðeins verið að mæla og meta umhverfisáhrif af þeirri framleiðslu. Niðurstaða frá umhverfismati verður til grundvallar hvar og hve mikið verður framleitt í lokuðum eldiskvíum. Lög og reglugerðir segja fyrir um hve stór svæði þarf að afmarka fyrir sjókvíaeldi. Afmarkað svæði er tiltölulega stórt vegna þess að koma þarf fyrir akkerum og festingum neðansjávar. Á myndinni hér að neðan reynum við að gefa til kynna hve stórt svæði á yfirborði sjávar væri nýtt til kvíanna ef kæmi til þess að öll svæðin yrðu nýtt til fiskeldis.Hér má sjá afmörkuð svæði sem verið er að meta, en grænu punktarnir inni í römmunum eru áætluð stærð kvíanna á yfirborði sjávar. Flatarmál eldissvæða sem eru til skoðunar eru um 1% af heildarflatarmáli Eyjafarðar og kvíaþyrpingar verða undir 10% af því svæði. (skjámyndin er fengin frá Google Earth). Hinar lokuðu kvíar félagsins eru í þyrpingu á takmörkuðu svæði og ekki dreifðar yfir stórt svæði eins og gjarnan er með opnar kvíar. Erfitt er að meta fagurfræðilegt gildi þeirra, því fegurð liggur jafnan í augum áhorfandans. Eins og önnur atvinnustarfsemi breyta lokuðu kvíarnar ásýnd umhverfis. Það gera öll mannvirki og mannabúseta líka, brimgarðar, bryggjur, akrar, vegir og hús. Við sjáum fyrir okkur að umhverfisvænt laxeldi geti haft samlegðaráhrif við ferðamennsku, því að margir ferðamenn hafa áhuga á umhverfinu og vilja kynna sér sjálfbærar matvælalausnir sem draga úr vistfótsporinu og hafa dýravelferð í fyrirrúmi.Umhverfisvæn matvælaframleiðslaEyjafjörður er matarkista og þar er löng hefð fyrir matvælaframleiðslu til sjós og lands. Bæði landbúnaður og sjávarútvegur er rekinn af miklum myndarskap og mun þessi góða hefð vissulega koma AkvaFuture til góða verði af áformum félagsins í Eyjafirði. Eyfirðingar kunna til verka í matvælaiðnaði. Þar er einnig öflugur háskóli með þróttmikla auðlindadeild sem yrði spennandi að vinna með. Við höfum þegar kynnt áform okkar fyrir Háskólanum á Akureyri og nemendur auðlindadeildarinnar hafa sýnt áhuga á verkefninu okkar. Verði af framkvæmdum á vegum AkvaFuture í Eyjafirði, er aðgengi að erlendum mörkuðum mikilvægt og þar kæmi alþjóðaflugvöllur, næstum við dyr laxasláturhúss, sér ótrúlega vel!Ágóði samfélagsinsNú er til umræðu á Alþingi frumvarp til laga um auðlindagjald í fiskeldi. Þar er gert ráð fyrir að fiskeldisfyrirtæki greiði ákveðið gjald af hverju slátruðu kílói af eldislaxi. Gjaldið verði ákveðið hlutfall af heimsmarkaðsverði á laxi. Verði frumvarpið óbreytt að lögum og leiði umhverfismat AkvaFuture í ljós að unnt sé að ala allt að 20.000 tonn á ári í Eyjafirði gæti auðlindagjald félagsins orðið allt að 275 milljónir króna á ári að því gefnu að heimsmarkaðsverð á laxi haldist hærra en 4,8 evrur á kíló sem það hefur gert allar götur frá 2013. Í frumvarpi um auðlindagjald er lagt til að gjaldið renni óskipt í ríkissjóð en að stofnaður verði svonefndur „Fiskeldissjóður“ sem hafi það hlutverk að styrkja uppbyggingu innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað og þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum. Eyfirsk sveitarfélög myndu því njóta beins fjárhagslegs ávinnings af öflugu fiskeldi í firðinum. Fiskeldi í stórum stíl gæti skapað á annað hundrað bein störf að uppbyggingu lokinni að ótöldum öllum þeim óbeinu störfum sem myndu skapast við þjónustu við fiskeldið. Við þurfum á velmenntuðu fólki að halda, því lokaðar kvíar þarfnast flókinnar tölvustýringar.Áframhaldandi samráðVið munum áfram halda þeim góðu samskiptum sem við höfum átt við kjörna fulltrúa sveitarfélaganna í Eyjafirði og sem lið í því höfum við boðið þeim í heimsókn til Noregs þar sem þau gætu kynnst af eigin raun starfsemi á borð við þá sem fyrirhuguð er í Eyjafirði. Við höfum líka kvatt þau til að nýta slíka heimsókn til að hitta norskar sveitarstjórnir til að fræðast um þeirra reynslu af fiskeldi, sem og að eiga fundi með eftirlitsstofnunum ytra til að öðlast betri skilning á hvernig Norðmenn haga ströngu eftirliti með fiskeldinu þar í landi. Þegar vinnu við umhverfismat er lokið munum við efna til opinna íbúafunda til að kynna niðurstöður þess og í lögum um umhverfismat er umsagnarréttur allra tryggður. Ég hlakka til að vinna með Eyfirðingum að þessu metnaðarfulla verkefni sem eflt getur atvinnulíf í héraðinu í sátt við umhverfið. Eftir að hafa búið og starfað á Akureyri og Ólafsfirði um skeið í lok síðustu aldar, veit ég að Eyfirðingar eru harðduglegir og kunna sannarlega til verka við að skapa hágæða verðmæti úr matvælum.Rögnvaldur Guðmundsson, framkvæmdastjóri AkvaFuture ehf.
Fiskeldi í Eyjafirði - fyrir hverja? Undanfarna mánuði hefur umræðan um fiskeldi verið áberandi í þjóðfélaginu. Umfangsmikið og umdeilt fiskeldi í sjókvíum hefur verið byggt upp á Vestfjörðum. Víst er að margir þar fögnuðu því vegna atvinnuástandsins á svæðinu en aðrir hafa spyrnt við fótum af ýmsum ástæðum. 30. mars 2019 09:00
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Skoðun Staðreyndir um jafnlaunavottun Bryndís Elfa Valdemarsdóttir ,Jón Fannar Kolbeinsson skrifar
Skoðun Sjókvíaeldisaðilar hætti að slá ryki í augu fólks! Erlendur Steinar Friðriksson,Jóhannes Sturlaugsson,Einar Jónsson,Tumi Tómasson skrifar
Skoðun Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Umbreyting á einni nóttu – Þegar öryrki verður að ellilífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn vill afnema skyldu til jafnlaunavottunar! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Sterkara flutningskerfi tryggir öruggara rafmagn fyrir heimili og atvinnulíf Fida Abu Libdeh Skoðun
Sérhagsmunagæsla Sjálfstæðisflokks, Framsóknar, VG og Miðflokks dæmd ólögleg Hanna Katrín Friðriksson Skoðun