Ætlar að halda áfram viðræðum um kjarnorkuafvopnun: „Ekkert hefur breyst“ Sylvía Hall skrifar 19. apríl 2019 16:38 Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. AP/Bilal Hussein Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. Reuters greinir frá. Í samtali við blaðamenn staðfesti Pompeo að bandarísk stjórnvöld myndu halda áfram að þrýsta á stjórnvöld í Norður-Kóreu að losa sig við gereyðingavopn. Hann sé vongóður um að viðræðurnar skili árangri og raunhæfur möguleiki sé á kjarnorkuafvopnun. „Ekkert hefur breyst. Við munum halda viðræðunum áfram og ég mun áfram stjórna teyminu. Trump er augljóslega með yfirumsjón, en þetta er mitt teymi,“ sagði Pompeo.Kim og Trump í Hanoi.AP/Evan VucciEkki vilji til viðræðna við Pompeo Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagði á fimmtudag að ekki væri vilji til viðræðna við Pompeo og var kallað eftir því að einhver „þroskaðri“ myndi taka við viðræðunum. Yfirlýsing ráðuneytisins kom nokkrum klukkustundum eftir að Norður-Kórea tilkynnti um fyrstu eldflaugatilraun sína frá seinni leiðtogafundi Trump og Kim Jong-Un og er sögð vera til þess fallin að valda klofningi milli Trump og háttsettra ráðamanna hans. Trump hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til að funda aftur með Jong-Un en sá síðarnefndi hefur áður sagt að slíkt muni aðeins gerast ef Washington sýni meiri sveigjanleika í samskiptum. Þá sagðist hann gefa stjórnvöldum þar í landi frest til ársloka til þess að „breyta viðhorfi sínu“. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði í samtali við Bloomberg á miðvikudag að til þess að leiðtogarnir fundi aftur þurfi Norður-Kórea að sýna fram að áætlun um kjarnorkuafvopnun sé til staðar og að henni verði framfylgt. Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna segist bjartsýnn á árangur í viðræðum við Norður-Kóreu um kjarnorkuafvopnun. Reuters greinir frá. Í samtali við blaðamenn staðfesti Pompeo að bandarísk stjórnvöld myndu halda áfram að þrýsta á stjórnvöld í Norður-Kóreu að losa sig við gereyðingavopn. Hann sé vongóður um að viðræðurnar skili árangri og raunhæfur möguleiki sé á kjarnorkuafvopnun. „Ekkert hefur breyst. Við munum halda viðræðunum áfram og ég mun áfram stjórna teyminu. Trump er augljóslega með yfirumsjón, en þetta er mitt teymi,“ sagði Pompeo.Kim og Trump í Hanoi.AP/Evan VucciEkki vilji til viðræðna við Pompeo Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu sagði á fimmtudag að ekki væri vilji til viðræðna við Pompeo og var kallað eftir því að einhver „þroskaðri“ myndi taka við viðræðunum. Yfirlýsing ráðuneytisins kom nokkrum klukkustundum eftir að Norður-Kórea tilkynnti um fyrstu eldflaugatilraun sína frá seinni leiðtogafundi Trump og Kim Jong-Un og er sögð vera til þess fallin að valda klofningi milli Trump og háttsettra ráðamanna hans. Trump hefur lýst því yfir að hann sé reiðubúinn til að funda aftur með Jong-Un en sá síðarnefndi hefur áður sagt að slíkt muni aðeins gerast ef Washington sýni meiri sveigjanleika í samskiptum. Þá sagðist hann gefa stjórnvöldum þar í landi frest til ársloka til þess að „breyta viðhorfi sínu“. John Bolton, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði í samtali við Bloomberg á miðvikudag að til þess að leiðtogarnir fundi aftur þurfi Norður-Kórea að sýna fram að áætlun um kjarnorkuafvopnun sé til staðar og að henni verði framfylgt.
Bandaríkin Donald Trump Norður-Kórea Tengdar fréttir Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02 Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47 Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Erlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Missti stjórn á bílnum og keyrði á fimm Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sjá meira
Kim Jong-un íhugar að slíta viðræðum við Trump Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, mun brátt ákveða hvort hann ætli að slíta viðræðum við Donald Trump, Bandaríkjaforseta, um kjarnorkuafvopnun eða halda þeim áfram. 15. mars 2019 10:02
Segir samband sitt við Kim vera ljómandi gott Donald Trump Bandaríkjaforseti, tók í dag undir orð leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-Un og sagði samband þeirra vera ljómandi gott. Trump sagði að gott yrði að leiðtogarnir funduðu í þriðja sinn til þess að átta sig fyllilega á því hvar málin standa milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna. 13. apríl 2019 12:47
Norður-Kóreumenn gera tilraunir með nýja stýriflaug Tilraunin er sú fyrsta eftir fund Kim Jong-un og Donalds Trump í febrúar. 17. apríl 2019 23:13
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent