Innlent

Stemningin á suðupunkti á Aldrei fór ég suður

Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa
Páskahelgin er yfirleitt mikil ferðahelgi og er sú í ár engin undantekning. Mikill fjöldi fólks hefur ferðast til annarra landshluta til að sækja heim ættingja, tónlistarhátíðir eða til að skella sér á skíði.

Einn af þeim stöðum sem Íslendingar flykkjast til yfir Páskana er Ísafjörður en þar fer fram tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður en hátíðin hefst formlega í kvöld, einnig er á Akureyri haldin hátíðin Komdu norður.

Rokkstjóri Aldrei fór ég suður, Kristján Freyr Halldórsson, segir í samtali við fréttastofu að hann telji einn eitt fjöldametið hafa verið slegið á hátíðinni í ár. Hátíðin hefst, eins og áður segir, formlega í kvöld en Kristján var á leið til móts við fjölda tónlistarmanna ,sem komu til bæjarins með flugi, þegar fréttastofa ræddi við hann.

„Núna er ég staddur á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns, tónlistarfólki, sem eru að koma með poppflugvélinni . Tilhlökkunin er mikil og stemmingin er á suðupunkti,“ sagði Kristján Freyr.

En hvaða tónlistarmenn munu stíga á svið á hátíðinni? „Þetta eru til dæmis Todmobile, JóiPé og Króli, Herra Hnetusmjör, Mammút, Berndsen. Þetta eru svona 70 manns sem munu stíga á svið um helgina,“ sagði Rokkstjórinn.

Þá er einnig skíðavika í gangi á Ísafirði en hlýindi hafa sett strik í reikninginn. „Því miður er búinn að vera risastór hárblásari yfir firðinum sem er búinn að þurrka upp snjóinn á svæðinu. Hér er skíðavika sem hefur verið hátt í 90 ár hér á Ísafirði en rokkið lætur ekki á sér kræla,“ sagi Kristján.

Þá eru margir staddir á Akureyri til þess að taka þátt í hátíðinni Komdu norður og til þess að fara á skíði. Veðrið hefur þó einnig verið óvenju milt í Eyjafirðinum. „Föstudagurinn langi er nú alltaf stærsti dagurinn og við erum með skíðaskóla, tónlistaratriði og svoleiðis,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstöðumaður skíðasvæðisins í Hlíðarfjalli.

Guðmundur sagði færið í fjallinu enn vera blautt og hitann vera óvenjulega háan í Eyjafirðinum. á flugvellinum á Ísafirði og er að taka á móti 30 manns sem eru að koma með poppflugvélinni frá Reykjavík svo stemmningin er á suðupunkti




Fleiri fréttir

Sjá meira


×