Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2019 19:11 Trump forseti hefur hrósað sigri eftir að skýrslan var birt í dag. Skýrslan dregur þó upp dökka mynd af sumum tilraunum hans til að koma höggi á rannsókn Mueller. Vísir/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti ýmsum brögðum til að koma höggi á rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Úr skýrslu Mueller má lesa að undirmenn forsetans hafi forðað honum frá frekara klandri með því að hunsa skipanir hans um afskipti af rannsókninni. Mueller tekur sérstaklega fram að hann geti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Rannsókn Mueller stóð yfir í tuttugu og tvo mánuði en skýrsla hans var gerð opinber í dag. Hún sýndi fram á að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 en að ekki hafi fundist sannanir fyrir glæpsamlegu samráði þeirra við framboð Trump. Mueller var falin stjórn rannsóknarinnar í maí árið 2017 eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hafði stýrt rannsókninni á meintu samráði framboðsins við Rússa. Rannsókn Mueller beindist þá einnig að mögulegum tilraunum forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar, meðal annars með brottrekstri Comey. Niðurstaða Mueller var að hann mælti ekki með að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar en að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök. Ýmsar lagalegar ástæður voru fyrir þeirri ákvörðun, þar á meðal reglur dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Einnig sagði Mueller að spurningin væri flókin þar sem forsetinn hefði víðtækar lagaheimildir til þess að gefa embættismönnum skipanir, að því er segir í frétt Washington Post. Mueller taldi skrifleg svör sem Trump sendi inn við spurningum hans „ófullnægjandi.“ Hann hafi ákveðið að stefna forsetanum ekki til að gefa skýrslu vegna verulegra tafa sem það hefði valdið á rannsókninni. Á endanum settist Trump aldrei niður með saksóknurum Mueller. Trump hefur ítrekað lýst fréttum fjölmiða af rannsókn Mueller sem „falsfréttum.“ Skýrslan Mueller staðfestir hins vegar margar þeirra frétta sem forsetinn sagði uppspuna.William Barr, dómsmálaráðherra, þegar hann kynnti skýrsluna í morgun. Fjölmiðlamenn höfðu ekki tækifæri til að sjá skýrsluna áður.Getty/Win McNameeTilraunir til að stöðva rannsóknina Myndin sem dregin er upp af aðgerðum Trump gagnvart rannsókn Mueller er töluvert dekkri en William Barr, dómsmálaráðherra, lýsti á blaðmannafundi sem hann hélt í morgun, áður en skýrslan var aðgengileg fréttamönnum eða öðrum. Skipan Muller í maí árið 2017 virðist hafa fengið verulega á Bandaríkjaforseta. Í skýrslunni er hann sagt hafa bölvað þegar honum voru færðar fréttirnar. „Guð minn góður. Þetta er hræðilegt. Þetta eru lok forsetatíðar minnar,“ sagði forsetinn samkvæmt skýrslunni. Ástæðan var sú að hann hafði heyrt að slíkar rannsóknar drægjust í mörg ár og að hún myndi binda hendur hans sem forseti. Í kjölfarið reyndi forsetinn að grípa til ýmissa aðgerða til að leggja stein í götu rannsóknarinnar sem undirmenn hans og embættismenn hunsuðu í sumum tilfellum og forðuðu honum þannig mögulega frá því að fremja lögbrot. „Þessi atvik áttu sér oft stað í gegnum fundi undir fjögur augu þar sem forsetinn reyndi að nota opinber völd sín utan hefðbundinna leiða. Þessar aðgerðir náðu meðal annars til tilrauna til að fjarlægja sérstaka rannsakandann og að snúa við ákvörðun dómsmálaráðherrans um að lýsa sig vanhæfan, til tilrauna til að nota opinber völd til að takmarka umfang rannsóknarinnar, til beinna og óbeinna samskipta við vitni með möguleika á að hafa áhrif á framburð þeirra. Að skoða þessar aðgerðir saman hjálpar til við að varpa ljósi á þýðingu þeirra,“ segir í skýrslunni.McGahn (t.v.) hætti sem yfirlögfræðingur Hvíta hússins í fyrra. Hann veitti saksóknurum Mueller ítarleg viðtöl.Vísir/EPAForsetinn bað hann um að gera „klikkaða hluti“ Þannig segir í skýrslunni að Trump hafi hvatt Donald McGahn, þáverandi yfirlögfræðing Hvíta hússins, til að reka Mueller. Forsetinn hafi hringt í McGahn heim til hans í tvígang og sagt honum að láta Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann sem hafði umsjón með Mueller-rannsókninni, reka Mueller vegna „hagsmunaárekstra“ rannsakandans. McGahn hafi hins vegar neitað. Síðar hafi Trump beðið McGahn og John Kelly, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að þræta fyrir fréttir fjölmiðla um að hann hefði reynt að láta reka Mueller. „Í hvert skipti sem farið var að máli við hann svaraði McGahn að hann myndi ekki hafna frásögnum fjölmiðla vegna þess að þær voru réttar,“ segir í skýrslunni. Í vitnisburði Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, kemur fram að McGahn hafi ætlað að segja af sér eftir að Trump bað hann um að reka Mueller. Priebus segir að McGahn hafi sagt sér að forsetinn hafi beðið hann um að „gera klikkaða hluti“ [e. Do crazy shit]. McGahn hafi ekki viljað fara nánar út í hvað það var til að hlífa Priebus við því sem „hann þurfti ekki að vita“.Extremely normal workplace pic.twitter.com/NQAhwrOM10— Clare Malone (@ClareMalone) April 18, 2019 Gögn styðja frekar framburð Comey en forsetans Á meðal niðurstaðna Mueller er að Trump hafi líklega rekið Comey fyrir að neita að segja opinberlega að forsetinn væri ekki persónulega til rannsóknar. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað lýst Comey sem lygara og lekara. „Verulegar vísbendingar benda til að hvatinn að ákvörðun forsetans um að reka Comey hafi verið sá að Comey var ekki viljugur til að lýsa því opinberlega yfir að forsetinn væri ekki persónulega til rannsóknar þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir forsetans um að Comey kæmi með slíka yfirlýsingu,“ segir í skýrslunni. Comey hefur lýst því að Trump hafi beðið hann um að fella niður rannsókn á Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa hans, árið 2017. Flynn var síðar ákærður fyrir að hafa logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Mueller segir að verulegar vísbendingar staðfesti lýsingar Comey á fundi hans með Trump þrátt fyrir að forsetinn hafi neitað þeim. Vitnisburður annarra embættismanna sem voru viðstaddir hafi staðfest hvernig forsetinn rak aðra af skrifstofu sinni til að ræða við Comey í einrúmi. Trump hafi sjálfur viðurkennt við þáverandi starfsmannastjóra sinn og yfirlögfræðing Hvíta hússins að hafa rætt við Comey um Flynn undir fjögur augu. Þegar Trump rak Comey vísaði hann til minnisblaðs dómsmálaráðuneytisins um framgöngu Comey í rannsókninni á tölvupóstum Hillary Clinton. Mueller kemst að þeirri niðurstöðu á sú ástæða hafi aðeins verið yfirskyn. „Aðrar yfirlýstar ástæður forsetans fyrir því að hann rak Comey eru ekki studdar sönnunargöngum á sama hátt,“ segir í skýrslunni. Sömuleiðis segir Mueller að verulegar vísbendingar staðfesti frásögn Comey um að Trump hafi reynt að fá hann til að sverja sér hollustueið á meðan hann var forstjóri FBI.Trump hefur ítrekað sagt James Comey vera lygara. Skýrsla Mueller rennir frekar stoðum undir lýsingar Comey á samskiptum hans við Trump en forsetans.Vísir/EPAHlýddi ekki því hún var ekki viss um að forsetinn segði satt Forsetinn er einnig sagður hafa þrýst á Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra sem lýsti sig vanhæfan til að fjalla um rannsókn Mueller, til þess að taka aftur við rannsókninni. Hann bað einn ráðgjafa sinn einnig um að kanna hvort hægt væri að skipa háttsettan embættismann dómsmálaráðuneytisins í embætti ráðherra. Ráðgjafinn skildi ósk forsetans sem tilraun til að fá einhvern til að binda enda á rannsóknina og varð ekki við ósk hans. Þá er sagt frá því að Trump hafi beðið Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra sinna, um að skipa Sessions að takmarka umfangs Mueller-rannsóknarinnar við að koma í veg fyrir frekari afskipti Rússa af kosningum í framtíðinni. Lewandowski hafi dregið lappirnar og reynt að fá annan ráðgjafa forsetans til að gera það, en án árangurs. Raunar segir Mueller berum orðum í skýrslunni að starfslið Trump hafi að miklu leyti komið í veg fyrir að honum tækist að hindra framgang réttvísinnar. „Tilraunir forsetans til þess að hafa áhrif á rannsóknina voru að mestu leyti misheppnaðar en það er að miklu leyti vegna þess að einstaklingarnir í kringum forsetann neituðu að framfylgja skipunum eða að verða við beiðnum hans,“ segir í skýrslunni. Ekki virðast allir embættismenn Trump hafa borið traust til hans. Í skýrslunni er rakið hvernig Trump hafi skipað KT McFarland, ráðgjafa sínum, að skrifa tölvupóst um að forsetinn hafi ekki sagt Flynn að ræða við rússneska sendiherrann um refsiaðgerðir gegn Rússlandi. McFarland ákvað að verða ekki við skipun forsetans vegna þess að hún var ekki viss um að það væri sannleikanum samkvæmt og ekki væri rétt af henni að fullyrða það.Fundurinn í Trump-turninum hefur verið mikið ræddur. Mueller taldi erfitt að sýna fram á hvað hafi vakað fyrir ráðgjöfum Trump með því að hitta Rússa sem lofuðu þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.Vísir/GettyÁttu líklega von á verðmætum upplýsingum í Trump-turninum Varðandi umtalaðan fund sem Donald Trump yngri, sonur forsetans, Jared Kushner, tengdasonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, áttu með Rússum í Trump-turninum í New York í júní árið 2017 segir skýrsla Mueller að forsetinn hafi logið en ekki hindrað framgang réttvísinnar. Forsetinn hafi beðið ráðgjafa sína um að birta ekki tölvupósta varðandi fundinn, nokkuð sem Trump yngri gerði síðar. Í þeim kom meðal annars fram að þremenningunum höfðu verið boðnar skaðlegar upplýsingar um Clinton sem væri liður í tilraunum Rússa til að hjálpa framboði hans. Eftir að fjölmiðlar sögðu frá fundinum hafi Trump lesið fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans sendi frá sér þrátt fyrir að Trump yngri hafi talað fyrir því að segja sannleikann um tilgang fundarins. Lögmenn forsetans og ráðgjafar hafi síðan logið til um fundinn og aðkomu forsetans að yfirlýsingunni. Trump hafi hins vegar ekki framið brot þar sem hann hafi ekki reynt að koma í veg fyrir að saksóknarar og Bandaríkjaþing fengju aðgang að tölvupóstum sem tengdust fundinum. Mueller virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið hægt að sýna fram á Trump yngri, Kushner og Manafort hafi gert sér grein fyrir að þeir væru að fremja lögbrot þó að þeir hafi líklega talið sig eiga von á verðmætum upplýsingum frá Rússunum. Of erfitt hefði verið að sýna fram á að hvaða hvatir bjuggu að baki hjá þeim.Fréttin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti beitti ýmsum brögðum til að koma höggi á rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins. Úr skýrslu Mueller má lesa að undirmenn forsetans hafi forðað honum frá frekara klandri með því að hunsa skipanir hans um afskipti af rannsókninni. Mueller tekur sérstaklega fram að hann geti ekki hreinsað forsetann af sök um að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar. Rannsókn Mueller stóð yfir í tuttugu og tvo mánuði en skýrsla hans var gerð opinber í dag. Hún sýndi fram á að Rússar hefðu reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016 en að ekki hafi fundist sannanir fyrir glæpsamlegu samráði þeirra við framboð Trump. Mueller var falin stjórn rannsóknarinnar í maí árið 2017 eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI, sem hafði stýrt rannsókninni á meintu samráði framboðsins við Rússa. Rannsókn Mueller beindist þá einnig að mögulegum tilraunum forsetans til þess að hindra framgang réttvísinnar, meðal annars með brottrekstri Comey. Niðurstaða Mueller var að hann mælti ekki með að ákæra Trump fyrir að hindra framgang rannsóknarinnar en að hann gæti ekki hreinsað forsetann af sök. Ýmsar lagalegar ástæður voru fyrir þeirri ákvörðun, þar á meðal reglur dómsmálaráðuneytisins um að ekki væri hægt að ákæra sitjandi forseta. Einnig sagði Mueller að spurningin væri flókin þar sem forsetinn hefði víðtækar lagaheimildir til þess að gefa embættismönnum skipanir, að því er segir í frétt Washington Post. Mueller taldi skrifleg svör sem Trump sendi inn við spurningum hans „ófullnægjandi.“ Hann hafi ákveðið að stefna forsetanum ekki til að gefa skýrslu vegna verulegra tafa sem það hefði valdið á rannsókninni. Á endanum settist Trump aldrei niður með saksóknurum Mueller. Trump hefur ítrekað lýst fréttum fjölmiða af rannsókn Mueller sem „falsfréttum.“ Skýrslan Mueller staðfestir hins vegar margar þeirra frétta sem forsetinn sagði uppspuna.William Barr, dómsmálaráðherra, þegar hann kynnti skýrsluna í morgun. Fjölmiðlamenn höfðu ekki tækifæri til að sjá skýrsluna áður.Getty/Win McNameeTilraunir til að stöðva rannsóknina Myndin sem dregin er upp af aðgerðum Trump gagnvart rannsókn Mueller er töluvert dekkri en William Barr, dómsmálaráðherra, lýsti á blaðmannafundi sem hann hélt í morgun, áður en skýrslan var aðgengileg fréttamönnum eða öðrum. Skipan Muller í maí árið 2017 virðist hafa fengið verulega á Bandaríkjaforseta. Í skýrslunni er hann sagt hafa bölvað þegar honum voru færðar fréttirnar. „Guð minn góður. Þetta er hræðilegt. Þetta eru lok forsetatíðar minnar,“ sagði forsetinn samkvæmt skýrslunni. Ástæðan var sú að hann hafði heyrt að slíkar rannsóknar drægjust í mörg ár og að hún myndi binda hendur hans sem forseti. Í kjölfarið reyndi forsetinn að grípa til ýmissa aðgerða til að leggja stein í götu rannsóknarinnar sem undirmenn hans og embættismenn hunsuðu í sumum tilfellum og forðuðu honum þannig mögulega frá því að fremja lögbrot. „Þessi atvik áttu sér oft stað í gegnum fundi undir fjögur augu þar sem forsetinn reyndi að nota opinber völd sín utan hefðbundinna leiða. Þessar aðgerðir náðu meðal annars til tilrauna til að fjarlægja sérstaka rannsakandann og að snúa við ákvörðun dómsmálaráðherrans um að lýsa sig vanhæfan, til tilrauna til að nota opinber völd til að takmarka umfang rannsóknarinnar, til beinna og óbeinna samskipta við vitni með möguleika á að hafa áhrif á framburð þeirra. Að skoða þessar aðgerðir saman hjálpar til við að varpa ljósi á þýðingu þeirra,“ segir í skýrslunni.McGahn (t.v.) hætti sem yfirlögfræðingur Hvíta hússins í fyrra. Hann veitti saksóknurum Mueller ítarleg viðtöl.Vísir/EPAForsetinn bað hann um að gera „klikkaða hluti“ Þannig segir í skýrslunni að Trump hafi hvatt Donald McGahn, þáverandi yfirlögfræðing Hvíta hússins, til að reka Mueller. Forsetinn hafi hringt í McGahn heim til hans í tvígang og sagt honum að láta Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherrann sem hafði umsjón með Mueller-rannsókninni, reka Mueller vegna „hagsmunaárekstra“ rannsakandans. McGahn hafi hins vegar neitað. Síðar hafi Trump beðið McGahn og John Kelly, þáverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, um að þræta fyrir fréttir fjölmiðla um að hann hefði reynt að láta reka Mueller. „Í hvert skipti sem farið var að máli við hann svaraði McGahn að hann myndi ekki hafna frásögnum fjölmiðla vegna þess að þær voru réttar,“ segir í skýrslunni. Í vitnisburði Reince Priebus, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins, kemur fram að McGahn hafi ætlað að segja af sér eftir að Trump bað hann um að reka Mueller. Priebus segir að McGahn hafi sagt sér að forsetinn hafi beðið hann um að „gera klikkaða hluti“ [e. Do crazy shit]. McGahn hafi ekki viljað fara nánar út í hvað það var til að hlífa Priebus við því sem „hann þurfti ekki að vita“.Extremely normal workplace pic.twitter.com/NQAhwrOM10— Clare Malone (@ClareMalone) April 18, 2019 Gögn styðja frekar framburð Comey en forsetans Á meðal niðurstaðna Mueller er að Trump hafi líklega rekið Comey fyrir að neita að segja opinberlega að forsetinn væri ekki persónulega til rannsóknar. Trump og bandamenn hans hafa ítrekað lýst Comey sem lygara og lekara. „Verulegar vísbendingar benda til að hvatinn að ákvörðun forsetans um að reka Comey hafi verið sá að Comey var ekki viljugur til að lýsa því opinberlega yfir að forsetinn væri ekki persónulega til rannsóknar þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir forsetans um að Comey kæmi með slíka yfirlýsingu,“ segir í skýrslunni. Comey hefur lýst því að Trump hafi beðið hann um að fella niður rannsókn á Michael Flynn, fyrsta þjóðaröryggisráðgjafa hans, árið 2017. Flynn var síðar ákærður fyrir að hafa logið um samskipti sín við rússneskan sendiherra. Mueller segir að verulegar vísbendingar staðfesti lýsingar Comey á fundi hans með Trump þrátt fyrir að forsetinn hafi neitað þeim. Vitnisburður annarra embættismanna sem voru viðstaddir hafi staðfest hvernig forsetinn rak aðra af skrifstofu sinni til að ræða við Comey í einrúmi. Trump hafi sjálfur viðurkennt við þáverandi starfsmannastjóra sinn og yfirlögfræðing Hvíta hússins að hafa rætt við Comey um Flynn undir fjögur augu. Þegar Trump rak Comey vísaði hann til minnisblaðs dómsmálaráðuneytisins um framgöngu Comey í rannsókninni á tölvupóstum Hillary Clinton. Mueller kemst að þeirri niðurstöðu á sú ástæða hafi aðeins verið yfirskyn. „Aðrar yfirlýstar ástæður forsetans fyrir því að hann rak Comey eru ekki studdar sönnunargöngum á sama hátt,“ segir í skýrslunni. Sömuleiðis segir Mueller að verulegar vísbendingar staðfesti frásögn Comey um að Trump hafi reynt að fá hann til að sverja sér hollustueið á meðan hann var forstjóri FBI.Trump hefur ítrekað sagt James Comey vera lygara. Skýrsla Mueller rennir frekar stoðum undir lýsingar Comey á samskiptum hans við Trump en forsetans.Vísir/EPAHlýddi ekki því hún var ekki viss um að forsetinn segði satt Forsetinn er einnig sagður hafa þrýst á Jeff Sessions, þáverandi dómsmálaráðherra sem lýsti sig vanhæfan til að fjalla um rannsókn Mueller, til þess að taka aftur við rannsókninni. Hann bað einn ráðgjafa sinn einnig um að kanna hvort hægt væri að skipa háttsettan embættismann dómsmálaráðuneytisins í embætti ráðherra. Ráðgjafinn skildi ósk forsetans sem tilraun til að fá einhvern til að binda enda á rannsóknina og varð ekki við ósk hans. Þá er sagt frá því að Trump hafi beðið Corey Lewandowski, fyrrverandi kosningastjóra sinna, um að skipa Sessions að takmarka umfangs Mueller-rannsóknarinnar við að koma í veg fyrir frekari afskipti Rússa af kosningum í framtíðinni. Lewandowski hafi dregið lappirnar og reynt að fá annan ráðgjafa forsetans til að gera það, en án árangurs. Raunar segir Mueller berum orðum í skýrslunni að starfslið Trump hafi að miklu leyti komið í veg fyrir að honum tækist að hindra framgang réttvísinnar. „Tilraunir forsetans til þess að hafa áhrif á rannsóknina voru að mestu leyti misheppnaðar en það er að miklu leyti vegna þess að einstaklingarnir í kringum forsetann neituðu að framfylgja skipunum eða að verða við beiðnum hans,“ segir í skýrslunni. Ekki virðast allir embættismenn Trump hafa borið traust til hans. Í skýrslunni er rakið hvernig Trump hafi skipað KT McFarland, ráðgjafa sínum, að skrifa tölvupóst um að forsetinn hafi ekki sagt Flynn að ræða við rússneska sendiherrann um refsiaðgerðir gegn Rússlandi. McFarland ákvað að verða ekki við skipun forsetans vegna þess að hún var ekki viss um að það væri sannleikanum samkvæmt og ekki væri rétt af henni að fullyrða það.Fundurinn í Trump-turninum hefur verið mikið ræddur. Mueller taldi erfitt að sýna fram á hvað hafi vakað fyrir ráðgjöfum Trump með því að hitta Rússa sem lofuðu þeim skaðlegum upplýsingum um Hillary Clinton.Vísir/GettyÁttu líklega von á verðmætum upplýsingum í Trump-turninum Varðandi umtalaðan fund sem Donald Trump yngri, sonur forsetans, Jared Kushner, tengdasonur forsetans, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri Trump, áttu með Rússum í Trump-turninum í New York í júní árið 2017 segir skýrsla Mueller að forsetinn hafi logið en ekki hindrað framgang réttvísinnar. Forsetinn hafi beðið ráðgjafa sína um að birta ekki tölvupósta varðandi fundinn, nokkuð sem Trump yngri gerði síðar. Í þeim kom meðal annars fram að þremenningunum höfðu verið boðnar skaðlegar upplýsingar um Clinton sem væri liður í tilraunum Rússa til að hjálpa framboði hans. Eftir að fjölmiðlar sögðu frá fundinum hafi Trump lesið fyrir misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans sendi frá sér þrátt fyrir að Trump yngri hafi talað fyrir því að segja sannleikann um tilgang fundarins. Lögmenn forsetans og ráðgjafar hafi síðan logið til um fundinn og aðkomu forsetans að yfirlýsingunni. Trump hafi hins vegar ekki framið brot þar sem hann hafi ekki reynt að koma í veg fyrir að saksóknarar og Bandaríkjaþing fengju aðgang að tölvupóstum sem tengdust fundinum. Mueller virðist hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki hefði verið hægt að sýna fram á Trump yngri, Kushner og Manafort hafi gert sér grein fyrir að þeir væru að fremja lögbrot þó að þeir hafi líklega talið sig eiga von á verðmætum upplýsingum frá Rússunum. Of erfitt hefði verið að sýna fram á að hvaða hvatir bjuggu að baki hjá þeim.Fréttin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Fleiri fréttir Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Sjá meira
Fjöldi samskipta við Rússa en ekki nægilegar sannanir fyrir glæpum Trump er sagður hafa beðið ítrekað um að fá tölvupósta Hillary Clinton og fjöldi aðila sem tengdust framboði hans áttu samskipti við Rússa. Ekki var sýnt fram á að þau samskipti hafi verið glæpsamleg. 18. apríl 2019 17:43
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36