Engin klisja að vinna í sjálfum sér Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 18. apríl 2019 10:00 Kolbrún Pálína vinnur að þáttum að skilnaði ásamt Kristborgu Bóel. fréttablaðið/vilhelm Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel ákváðu að leiða saman hesta sína og gera þætti um skilnaði. Hugmynd þeirra á rætur sínar að rekja í persónulega reynslu þeirra beggja en Kristborg skrifaði bókina 261 dagur sem byggð er á dagbók hennar eftir skilnað. „Sjálf hef ég alla tíð verið meðvituð um það að vinna í sjálfri mér og iðkað hina ýmsu andlegu vinnu til að stækka og þroskast. Þegar svo kom að þessari reynslu, að skilja, áttaði ég mig á því að ég kunni það ekki og átti engin verkfæri til. Ekki frekar en nokkur annar þegar ég fór að tala við fólk í sömu sporum. Enda hefur engum verið kennt að skilja,“ segir Kolbrún Pálína. Hún segir þættina í raun svar við þeirri þörf að skilja hvað það raunverulega er að skilja og að fá samþykki fyrir öllum þeim tilfinningaskala sem fólk fer í gegnum í ferlinu, bæði andlega og líkamlega. „Þættirnir hafa hins vegar tekið á sig stærri mynd því áður en maður skilur þarf víst ástarsamband eða hjónaband til. Við skoðum því mjög vel nútímasambönd, helstu álagsþætti þess og helstu orsök skilnaða í dag og hvort kröfur fólks til sambanda séu orðnar óraunhæfar.“ Kolbrún segir þær stöllur hafa fengið mikla innsýn í ferli skilnaðar og að ákveðinn rauður þráður hafi myndast við vinnslu þáttanna. Sá snúi alfarið að einstaklingnum sjálfum. „Fagfólk er almennt sammála um það að því betur sem þú þekkir sjálfa/n þig og þínar þarfir því betur ertu í stakk búinn fyrir gott samband. Því ef þú veist ekki sjálf/ur fyrir hvað þú stendur eða þekkir ekki langanir þínar og skoðanir nægilega vel geturðu ómögulega sett þá kröfu á aðra manneskju, eða sett það í hendurnar á öðrum að gera þig hamingjusama/n,“ segir Kolbrún. „Þannig að það er engin klisja að fólk þurfi að vinna í sjálfu sér. Það er einfaldlega algjör nauðsyn. Sérstaklega eftir sambandsslit. Þá þarf fólk að staldra við og uppfæra sig og finna út úr sér áður en það heldur í næsta samband. Það sem hefur svo kannski komið hvað skemmtilegast á óvart er að finna hvað fólk tekur ofboðslega vel í að taka þátt í verkefninu svo það virðist vera mikil þörf fyrir það að ræða opinskátt um þessi mál. Loksins!“ Þættirnir eru sjö talsins og fara í sýningu á Sjónvarpi Símans í september en Kolbrún og Kristborg unnu þá í samvinnu við Sagafilm. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Kolbrún Pálína Helgadóttir og Kristborg Bóel ákváðu að leiða saman hesta sína og gera þætti um skilnaði. Hugmynd þeirra á rætur sínar að rekja í persónulega reynslu þeirra beggja en Kristborg skrifaði bókina 261 dagur sem byggð er á dagbók hennar eftir skilnað. „Sjálf hef ég alla tíð verið meðvituð um það að vinna í sjálfri mér og iðkað hina ýmsu andlegu vinnu til að stækka og þroskast. Þegar svo kom að þessari reynslu, að skilja, áttaði ég mig á því að ég kunni það ekki og átti engin verkfæri til. Ekki frekar en nokkur annar þegar ég fór að tala við fólk í sömu sporum. Enda hefur engum verið kennt að skilja,“ segir Kolbrún Pálína. Hún segir þættina í raun svar við þeirri þörf að skilja hvað það raunverulega er að skilja og að fá samþykki fyrir öllum þeim tilfinningaskala sem fólk fer í gegnum í ferlinu, bæði andlega og líkamlega. „Þættirnir hafa hins vegar tekið á sig stærri mynd því áður en maður skilur þarf víst ástarsamband eða hjónaband til. Við skoðum því mjög vel nútímasambönd, helstu álagsþætti þess og helstu orsök skilnaða í dag og hvort kröfur fólks til sambanda séu orðnar óraunhæfar.“ Kolbrún segir þær stöllur hafa fengið mikla innsýn í ferli skilnaðar og að ákveðinn rauður þráður hafi myndast við vinnslu þáttanna. Sá snúi alfarið að einstaklingnum sjálfum. „Fagfólk er almennt sammála um það að því betur sem þú þekkir sjálfa/n þig og þínar þarfir því betur ertu í stakk búinn fyrir gott samband. Því ef þú veist ekki sjálf/ur fyrir hvað þú stendur eða þekkir ekki langanir þínar og skoðanir nægilega vel geturðu ómögulega sett þá kröfu á aðra manneskju, eða sett það í hendurnar á öðrum að gera þig hamingjusama/n,“ segir Kolbrún. „Þannig að það er engin klisja að fólk þurfi að vinna í sjálfu sér. Það er einfaldlega algjör nauðsyn. Sérstaklega eftir sambandsslit. Þá þarf fólk að staldra við og uppfæra sig og finna út úr sér áður en það heldur í næsta samband. Það sem hefur svo kannski komið hvað skemmtilegast á óvart er að finna hvað fólk tekur ofboðslega vel í að taka þátt í verkefninu svo það virðist vera mikil þörf fyrir það að ræða opinskátt um þessi mál. Loksins!“ Þættirnir eru sjö talsins og fara í sýningu á Sjónvarpi Símans í september en Kolbrún og Kristborg unnu þá í samvinnu við Sagafilm.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira