Íslandsmótið í hópfimleikum fór fram í Ásgarðinum í kvöld en Stjarnan, Gerpla og Selfoss stóðu uppi sem sigurvegarar í kvöld.
Stjarnan kom, sá og sigraði í kvennaflokki. Þær enduðu með 53,925 stig en þær voru skarpastar í ár. Þær unnu einnig til gullverðlauna á öllum áhöldum.
Í karlaflokki var það hins vegar Gerpla sem tók gullið. Trampólínæfingar liðsins voru sér í lagi sterkar en Stjarnan var rúmum fjórum þúsund stigum á eftir Gerplu.
Einungis eitt blandað lið var sent til keppni og það var Gerpla. Því var auðvelt að vinna gullið í því en þau enduðu með rúmlega 41 þúsund stig.
Selfyssingar unnu til gullverðlauna í stúlknaflokki en einungis Stjarnan keppti í drengjaflokki. Því urðu þeir sjálfkrafa Íslandsmeistarar í fjölþraut og á einstökum áhöldum.
Gullið dreifðist á Íslandsmótinu í hópfimleikum
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn