Eftirlýstur maður framvísaði fölsuðu vegabréfi í banka Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 22:24 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í dag. Vísir/vilhelm Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17 og því ljóst að lögregla hafði í nógu að snúast. Upp úr hádegi í dag óskaði starfsfólk í banka miðsvæðis eftir aðstoð lögreglu eftir að erlendur karlmaður hafði framvísað fölsuðu vegabréfi og kom í ljós að maðurinn var eftirlýstur en látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en málið er til rannsóknar. Í Árbæ bakkaði vinnuvél á unga konu sem gekk á gangstétt. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild með nokkra áverka en þeir eru taldir minniháttar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur vinnuvélar án tilskilinna réttinda. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðborginni seinnipartinn í dag eftir að ölvaðar konur á sextugsaldri neituðu að greiða reikning. Konurnar eru sagðar hafa verið með almenn leiðindi og uppsteyt en greiddu að lokum reikninginn þegar lögreglan mætti á svæðið, þó með miklum semingi. Rétt fyrir hálf fjögur var tilkynnt um árekstur í Kópavogi. Ökumaðurinn hafði flúið vettvang og töldu vitni hann vera ölvaðan. Ökumaðurinn fannst skömmu síðar heima hjá sér undir áhrifum áfengis og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var í tvígang tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti á einnar klukkustundar tímabili en í báðum tilvikum var skýrslutaka á vettvangi og sakborningur látinn laus að henni lokinni. Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Alls var 51 mál var bókað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag á milli klukkan 11 og 17 og því ljóst að lögregla hafði í nógu að snúast. Upp úr hádegi í dag óskaði starfsfólk í banka miðsvæðis eftir aðstoð lögreglu eftir að erlendur karlmaður hafði framvísað fölsuðu vegabréfi og kom í ljós að maðurinn var eftirlýstur en látið sig hverfa þegar átti að fylgja honum úr landi í fyrra. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu lögreglu en málið er til rannsóknar. Í Árbæ bakkaði vinnuvél á unga konu sem gekk á gangstétt. Konan var flutt með sjúkrabíl á slysadeild með nokkra áverka en þeir eru taldir minniháttar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur vinnuvélar án tilskilinna réttinda. Þá var óskað eftir aðstoð lögreglu á veitingastað í miðborginni seinnipartinn í dag eftir að ölvaðar konur á sextugsaldri neituðu að greiða reikning. Konurnar eru sagðar hafa verið með almenn leiðindi og uppsteyt en greiddu að lokum reikninginn þegar lögreglan mætti á svæðið, þó með miklum semingi. Rétt fyrir hálf fjögur var tilkynnt um árekstur í Kópavogi. Ökumaðurinn hafði flúið vettvang og töldu vitni hann vera ölvaðan. Ökumaðurinn fannst skömmu síðar heima hjá sér undir áhrifum áfengis og var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá var í tvígang tilkynnt um þjófnað í verslun í Breiðholti á einnar klukkustundar tímabili en í báðum tilvikum var skýrslutaka á vettvangi og sakborningur látinn laus að henni lokinni.
Kópavogur Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira