Forstjórar Minja- og Mannvirkjastofnunnar munu funda um brunavarnir Sylvía Hall skrifar 16. apríl 2019 22:03 Pétur Ármannsson, sviðsstjóri hjá Minjastofnun. Forstöðumaður Minjastofnunnar sendi erindi til forstjóra Mannvirkjastofnunnar þar sem ákveðið var að funda um brunavarnir þjóðargersema. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir fjölmörg menningarverðmæti hér á landi sem þarf að varðveita og huga vel að brunavörnum. Pétur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að yfirleitt snúi umræða um brunavarnir að því að bjarga mannslífum en líkt og sannaðist í gær þegar Notre Dame dómkirkjan stóð í ljósum logum að þá er einnig mikilvægt að passa upp á að óbætanleg menningarverðmæti glatist ekki. „Það er sjónarmið sem þarf að huga að hér á landi ekkert síður en annars staðar,“ segir Pétur og bætir við að við Íslendingar eigum margar byggingar sem væru óbætanleg tjón að missa. „Við eigum ýmsar gersemar, við getum tekið sem dæmi Dómkirkjuna, Menntaskólann í Reykjavík og Alþingishúsið. Þetta eru byggingar sem eru afar merkar, ég nefni kannski sérstaklega Menntaskólann sem er timburhús en þar er búið að leggja mikið fé í vandað brunakerfi,“ segir Pétur. Hann segir sérstöðu íslenskra bygginga vera þá að flestar þeirra eru frekar nýlegar en þær séu engu að síður þýðingarmiklar fyrir íslensku þjóðina. „Minjastofnun og mannvirkjastofnun hafa gefið út sérstakt minnisblað um brunavarnir í friðlýstum kirkjum,“ segir Pétur og bætir við að Brunavarnir Árnessýslu höfðu ákveðið frumkvæði í því máli og hrósar þeim fyrir samviskusemi í þeirra störfum.Mesta hættan varðandi afskekktar byggingar úr timbri Pétur segir kirkjur á landsbyggðinni vera í mestu hættunni að glatast í bruna þar sem slökkvilið þurfa að keyra langa leið að. Flestar slíkar kirkjur eru úr timbri og því þyrfti að bregðast skjótt við ef eldur kæmi upp. Hann segir að æskilegt væri að brunakerfi væri sett upp í allra merkustu byggingunum en oft eru þær kirkjur úti á landi fámennar sem leiði af sér lægri sóknargjöld og því minna ráðstöfunarfé. „Þau eiga varla fyrir rekstri og viðhaldi, hvað þá að koma upp dýrum slökkvikerfum.“ Þjóðminjasafnið ekki í hættu Aðspurður segist Pétur halda að staða Þjóðminjasafnsins í brunavörnum sé góð en nýlega tók safnið í notkun geymsluhús í Hafnarfirði sem er vel búið. Þá var safnhúsið við Suðurgötu tekið í gegn fyrir ekki svo löngu og var hugað vel að brunavörnum. Pétur minntist á að ekki mátti miklu muna að Þjóðminjasafnið færi í eldsvoða fyrir um það bil hundrað árum síðan þegar safnið var geymt á efri hæð gamla Landsbankahússins í Austurstræti á árunum 1900 til 1910. „Það hús brann til grunna í Reykjavíkurbrunanum 1915 og stóðu bara veggirnir eftir. Ef að Þjóðminjasafnið hefði ekki verið flutt fimm árum áður upp í Safnahúsið við Hverfisgötu þá ættum við ekkert Þjóðminjasafn.“ Bruninn í Notre-Dame Fornminjar Menning Reykjavík síðdegis Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Forstöðumaður Minjastofnunnar sendi erindi til forstjóra Mannvirkjastofnunnar þar sem ákveðið var að funda um brunavarnir þjóðargersema. Pétur Ármannsson, arkitekt og sviðsstjóri hjá Minjastofnun, segir fjölmörg menningarverðmæti hér á landi sem þarf að varðveita og huga vel að brunavörnum. Pétur var í viðtali í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að yfirleitt snúi umræða um brunavarnir að því að bjarga mannslífum en líkt og sannaðist í gær þegar Notre Dame dómkirkjan stóð í ljósum logum að þá er einnig mikilvægt að passa upp á að óbætanleg menningarverðmæti glatist ekki. „Það er sjónarmið sem þarf að huga að hér á landi ekkert síður en annars staðar,“ segir Pétur og bætir við að við Íslendingar eigum margar byggingar sem væru óbætanleg tjón að missa. „Við eigum ýmsar gersemar, við getum tekið sem dæmi Dómkirkjuna, Menntaskólann í Reykjavík og Alþingishúsið. Þetta eru byggingar sem eru afar merkar, ég nefni kannski sérstaklega Menntaskólann sem er timburhús en þar er búið að leggja mikið fé í vandað brunakerfi,“ segir Pétur. Hann segir sérstöðu íslenskra bygginga vera þá að flestar þeirra eru frekar nýlegar en þær séu engu að síður þýðingarmiklar fyrir íslensku þjóðina. „Minjastofnun og mannvirkjastofnun hafa gefið út sérstakt minnisblað um brunavarnir í friðlýstum kirkjum,“ segir Pétur og bætir við að Brunavarnir Árnessýslu höfðu ákveðið frumkvæði í því máli og hrósar þeim fyrir samviskusemi í þeirra störfum.Mesta hættan varðandi afskekktar byggingar úr timbri Pétur segir kirkjur á landsbyggðinni vera í mestu hættunni að glatast í bruna þar sem slökkvilið þurfa að keyra langa leið að. Flestar slíkar kirkjur eru úr timbri og því þyrfti að bregðast skjótt við ef eldur kæmi upp. Hann segir að æskilegt væri að brunakerfi væri sett upp í allra merkustu byggingunum en oft eru þær kirkjur úti á landi fámennar sem leiði af sér lægri sóknargjöld og því minna ráðstöfunarfé. „Þau eiga varla fyrir rekstri og viðhaldi, hvað þá að koma upp dýrum slökkvikerfum.“ Þjóðminjasafnið ekki í hættu Aðspurður segist Pétur halda að staða Þjóðminjasafnsins í brunavörnum sé góð en nýlega tók safnið í notkun geymsluhús í Hafnarfirði sem er vel búið. Þá var safnhúsið við Suðurgötu tekið í gegn fyrir ekki svo löngu og var hugað vel að brunavörnum. Pétur minntist á að ekki mátti miklu muna að Þjóðminjasafnið færi í eldsvoða fyrir um það bil hundrað árum síðan þegar safnið var geymt á efri hæð gamla Landsbankahússins í Austurstræti á árunum 1900 til 1910. „Það hús brann til grunna í Reykjavíkurbrunanum 1915 og stóðu bara veggirnir eftir. Ef að Þjóðminjasafnið hefði ekki verið flutt fimm árum áður upp í Safnahúsið við Hverfisgötu þá ættum við ekkert Þjóðminjasafn.“
Bruninn í Notre-Dame Fornminjar Menning Reykjavík síðdegis Mest lesið Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira