Uppgjör: Hamilton vinnur þúsundasta kappaksturinn Bragi Þórðarson skrifar 15. apríl 2019 16:30 Lewis Hamilton náði sínum öðrum sigri á árinu í kínverska kappakstrinum Getty Lewis Hamilton byrjaði annar á ráspól í þúsundasta kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina. Bretinn fór mun betur af stað heldur en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, sem að sat á ráspól. Strax í fystu beygju hafði fimmfaldi meistarinn náð forustu og lét Lewis hana aldrei af hendi. Bottas varð að sætta sig við annað sætið í nokkuð viðburðalitlum kappakstri. Fyrir vikið missti Finninn fyrsta sætið í heimsmeistarakeppninni til liðsfélaga síns. Mercedes liðið byrjar tímabilið frábæralega, eftir þrjár keppnir er liðið með fullt hús stiga í keppni bílasmiða. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem að lið hefur klárað fyrstu þrjár keppnir ársins í fyrsta og öðru sæti. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á árinuGettyFerrari enn án sigurs í árSebastian Vettel hefur verið að berjast um titilinn við Hamilton síðastliðin tvö ár. Þjóðverjinn komst í fyrsta skiptið á verðlaunapall á árinu er hann kláraði þriðji um helgina. Vettel situr fjórði í mótinu, 31 stigi á eftir Hamilton. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc, tapaði sigri í síðustu keppni á grátlegan hátt er vélarbilun kom upp í Ferrari bíl hans. Segja má að liðið hafi kastað Leclerc í hundana í kínverska kappakstrinum. Charles komst upp í þriðja sætið á undan Vettel í ræsingunni. ,,Hleyptu Vettel framúr’’ fékk Leclerc að heyra í talstöðinni á hring 10. Mónakóbúinn varð að ósk liðsins þrátt fyrir að hraði ökuþóranna virtist vera sá sami. Til að bæta gráu ofan á svart beið liðið alltof lengi með að skipta um dekk á bíl Leclerc, fyrir vikið missti hann Max Verstappen fram fyrir sig í þjónustuhléunum og endaði því fimmti. Nú fer Formúlu 1 sirkusinn yfir í Evrópu þar sem næsta umferð fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Lewis Hamilton byrjaði annar á ráspól í þúsundasta kappakstrinum í Formúlu 1 sem fram fór á Sjanghæ brautinni í Kína um helgina. Bretinn fór mun betur af stað heldur en liðsfélagi sinn, Valtteri Bottas, sem að sat á ráspól. Strax í fystu beygju hafði fimmfaldi meistarinn náð forustu og lét Lewis hana aldrei af hendi. Bottas varð að sætta sig við annað sætið í nokkuð viðburðalitlum kappakstri. Fyrir vikið missti Finninn fyrsta sætið í heimsmeistarakeppninni til liðsfélaga síns. Mercedes liðið byrjar tímabilið frábæralega, eftir þrjár keppnir er liðið með fullt hús stiga í keppni bílasmiða. Þetta er í fyrsta skiptið síðan 1992 sem að lið hefur klárað fyrstu þrjár keppnir ársins í fyrsta og öðru sæti. Mercedes hefur verið algjörlega óstöðvandi á árinuGettyFerrari enn án sigurs í árSebastian Vettel hefur verið að berjast um titilinn við Hamilton síðastliðin tvö ár. Þjóðverjinn komst í fyrsta skiptið á verðlaunapall á árinu er hann kláraði þriðji um helgina. Vettel situr fjórði í mótinu, 31 stigi á eftir Hamilton. Liðsfélagi Vettel, Charles Leclerc, tapaði sigri í síðustu keppni á grátlegan hátt er vélarbilun kom upp í Ferrari bíl hans. Segja má að liðið hafi kastað Leclerc í hundana í kínverska kappakstrinum. Charles komst upp í þriðja sætið á undan Vettel í ræsingunni. ,,Hleyptu Vettel framúr’’ fékk Leclerc að heyra í talstöðinni á hring 10. Mónakóbúinn varð að ósk liðsins þrátt fyrir að hraði ökuþóranna virtist vera sá sami. Til að bæta gráu ofan á svart beið liðið alltof lengi með að skipta um dekk á bíl Leclerc, fyrir vikið missti hann Max Verstappen fram fyrir sig í þjónustuhléunum og endaði því fimmti. Nú fer Formúlu 1 sirkusinn yfir í Evrópu þar sem næsta umferð fer fram í Bakú, höfuðborg Aserbaísjan eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti