Efast ekki um að yfirdeild MDE fallist á sjónarmið Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. apríl 2019 12:42 Arnar Þór Jónsson er dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur. fréttablaðið/anton brink Héraðsdómari efast ekki um að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu fallist á sjónarmið Íslands í Landréttarmálinu. Dómstóllinn hafi seilst langt inn á fullveldi Íslands. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu um miðjan mars að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þáverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar að niðurstaðan lá fyrir og fór eftirmaður hennar fram á að yfirdeild Mannréttindadómstólsins tæki niðurstöðuna til endurskoðunar. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, sem var gestur Sprengisands í morgun, telur niðurstöðu dómstólsins vera hneisu. „Hvert var hið eiginlega, efnislega mannréttidabrot gagnvart þessum Guðmundi Ástráðssyni? Voru brotin á honum mannréttindi í einhverjum skilningi? Ég get ekki séð það og Hæstiréttur Íslands taldi að svo væri ekki.“ Þrátt fyrir að Mannréttindadómstóllinn hafi haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt réttarfar að mati Arnars er hann þó sannfærður um að yfirdeildin komist að þeirri niðurstöðu að dómstóllinn hafi gengið of langt í Landsréttarmálinu. „Hér hefur verið tekin ákvörðun sem er allt annars eðlis og ég er sannfærður um það að yfirdeildnni, ef hún tekur málið til skoðunar, mun fallast á þau sjónarmið. Það er að segja það er verið að seilast inn í fullveldisrétt Íslands. Það er verið að taka fyrir hendurnar á þessari lýðræðislega kjörnu samkomu, sem Alþingi er.“ Hann setur niðurstöðuna, sem hann telur setja spurningarmerki við fullveldi Íslands, í samhengi við hinn margumtalaða þriðja orkupakka. „Þeir sem vilja klappa fyrir Mannréttindadómstólnum og aðferðafræði hans, þeir ættu þá að vera tilbúnir að horfa í spegilinn gagnvart því þegar evrópskir dómstólar í fyllingu tímans munu fara að taka ákvarðanir um innri málefni Íslands þegar kemur að raforku og útflutningi á raforku.“Viðtal við héraðsdómarann Arnar Þór Jónsson má heyra að neðan. Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Sprengisandur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Héraðsdómari efast ekki um að yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu fallist á sjónarmið Íslands í Landréttarmálinu. Dómstóllinn hafi seilst langt inn á fullveldi Íslands. Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu um miðjan mars að ólöglega hafi verið staðið að skipan dómara við Landsrétt. Þáverandi dómsmálaráðherra sagði af sér þegar að niðurstaðan lá fyrir og fór eftirmaður hennar fram á að yfirdeild Mannréttindadómstólsins tæki niðurstöðuna til endurskoðunar. Héraðsdómarinn Arnar Þór Jónsson, sem var gestur Sprengisands í morgun, telur niðurstöðu dómstólsins vera hneisu. „Hvert var hið eiginlega, efnislega mannréttidabrot gagnvart þessum Guðmundi Ástráðssyni? Voru brotin á honum mannréttindi í einhverjum skilningi? Ég get ekki séð það og Hæstiréttur Íslands taldi að svo væri ekki.“ Þrátt fyrir að Mannréttindadómstóllinn hafi haft margvísleg jákvæð áhrif á íslenskt réttarfar að mati Arnars er hann þó sannfærður um að yfirdeildin komist að þeirri niðurstöðu að dómstóllinn hafi gengið of langt í Landsréttarmálinu. „Hér hefur verið tekin ákvörðun sem er allt annars eðlis og ég er sannfærður um það að yfirdeildnni, ef hún tekur málið til skoðunar, mun fallast á þau sjónarmið. Það er að segja það er verið að seilast inn í fullveldisrétt Íslands. Það er verið að taka fyrir hendurnar á þessari lýðræðislega kjörnu samkomu, sem Alþingi er.“ Hann setur niðurstöðuna, sem hann telur setja spurningarmerki við fullveldi Íslands, í samhengi við hinn margumtalaða þriðja orkupakka. „Þeir sem vilja klappa fyrir Mannréttindadómstólnum og aðferðafræði hans, þeir ættu þá að vera tilbúnir að horfa í spegilinn gagnvart því þegar evrópskir dómstólar í fyllingu tímans munu fara að taka ákvarðanir um innri málefni Íslands þegar kemur að raforku og útflutningi á raforku.“Viðtal við héraðsdómarann Arnar Þór Jónsson má heyra að neðan.
Dómsmál Dómstólar Landsréttarmálið Sprengisandur Tengdar fréttir Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Segir niðurstöðu MDE nýja tegund óskapnaðar Arnar Þór Jónsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, fer hörðum orðum um dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um skipan dómara við Landsrétt sem féll fyrir viku síðan. 19. mars 2019 11:15