Rannsókn NASA leiddi í ljós gríðarleg áhrif sem geimferðir geta haft á líkama manna Gígja Hilmarsdóttir skrifar 12. apríl 2019 15:14 Tvíburabræðurnir Mark Kelly og Scott Kelly Getty/Peter Kramer Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið „eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimfararnir og eineggja tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly brugðu sér í hlutverk tilraunadýra allra þeirra sem eiga sér draum um mannaferðir til Mars og annarra svæða í geimnum. Tvíburabræðurnir tóku þátt í rannsókn NASA á áhrifum sem geimferðir hafa á líkama manna. Rannsóknin hefur gengið undir nafninu „tvíburarannsóknin“. Árið 2015 eyddi Scott Kelly tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni meðan Mark Kelly tvíburabróðir hans lifði sínu hefðbundna lífi á Jörðu niðri. Mark Kelly er fyrrum geimfari en starfar nú sem þingmaður öldungadeildar fyrir Demókrata í Arizona. Niðurstaða rannsóknarinnar sem birt var á vef tímaritsins Science sýndi m.a. fram á að dvölin í geimnum hefði haft gríðarleg áhrif á líkamsstarfssemi og sér í lagi ónæmiskerfi Kellys. Þá leiddi hún í ljós að mannslíkaminn er skapaður til að lifa á Jörðu niðri en hann finni fyrir miklum áhrifum þegar hann dvelur þar sem þyngdaraflsins nýtur ekki við. Eitt af því mikilvægasta sem rannsóknin leiddi í ljós, að því er kemur fram í grein Washington Post, er hvernig erfðaefni þeirra bræðra breyttust en þó á ólíkan hátt þann tíma sem Scott varði í geimnum. Blóðsýni leiddu í ljós að þeir litningaendar í líkama Scotts sem teljast hluti af náttúrulegri öldrun manna, lengdust við dvöl hans í geimnum. Þrátt fyrir það eru geimferðir engar æskulindir því þessir litningaendar sem stuðla að öldrun gengu aftur til baka þegar hann kom til jarðar á ný. Erfiðara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur Scott Kelly sagði, í samtali við Washington post, sig hafa fundið fyrir flensueinkennum og vanlíðan í margar vikur eftir að hafa snúið til Jarðar aftur eftir dvölina í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði það hafa haft áhrif á vitræna frammistöðu sína. Þá sagði hann það flóknara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur heldur það hefði verið að laða sig að lífinu í geimnum. Hann greindi einnig frá brunatilfinningu, bjúg og mikilli ógleði sem hann fann fyrir dagana eftir að hann steig til Jarðar á ný. Scott sagði að honum hefði fyrst farið að líða betur mánuði eftir að hann snéri heim. Það hefði hins vegar tekið hann átta mánuði að koma líkama sínum í eðlilegt horf aftur. Geimurinn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira
Geimfarinn Scott Kelly segir sér ekki hafa liðið „eðlilega“ aftur fyrr en átta mánuðum eftir að hann snéri til baka til Jarðar eftir ársdvöl í Alþjóðlegu geimstöðinni. Geimfararnir og eineggja tvíburabræðurnir Scott og Mark Kelly brugðu sér í hlutverk tilraunadýra allra þeirra sem eiga sér draum um mannaferðir til Mars og annarra svæða í geimnum. Tvíburabræðurnir tóku þátt í rannsókn NASA á áhrifum sem geimferðir hafa á líkama manna. Rannsóknin hefur gengið undir nafninu „tvíburarannsóknin“. Árið 2015 eyddi Scott Kelly tæpu ári í Alþjóðlegu geimstöðinni meðan Mark Kelly tvíburabróðir hans lifði sínu hefðbundna lífi á Jörðu niðri. Mark Kelly er fyrrum geimfari en starfar nú sem þingmaður öldungadeildar fyrir Demókrata í Arizona. Niðurstaða rannsóknarinnar sem birt var á vef tímaritsins Science sýndi m.a. fram á að dvölin í geimnum hefði haft gríðarleg áhrif á líkamsstarfssemi og sér í lagi ónæmiskerfi Kellys. Þá leiddi hún í ljós að mannslíkaminn er skapaður til að lifa á Jörðu niðri en hann finni fyrir miklum áhrifum þegar hann dvelur þar sem þyngdaraflsins nýtur ekki við. Eitt af því mikilvægasta sem rannsóknin leiddi í ljós, að því er kemur fram í grein Washington Post, er hvernig erfðaefni þeirra bræðra breyttust en þó á ólíkan hátt þann tíma sem Scott varði í geimnum. Blóðsýni leiddu í ljós að þeir litningaendar í líkama Scotts sem teljast hluti af náttúrulegri öldrun manna, lengdust við dvöl hans í geimnum. Þrátt fyrir það eru geimferðir engar æskulindir því þessir litningaendar sem stuðla að öldrun gengu aftur til baka þegar hann kom til jarðar á ný. Erfiðara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur Scott Kelly sagði, í samtali við Washington post, sig hafa fundið fyrir flensueinkennum og vanlíðan í margar vikur eftir að hafa snúið til Jarðar aftur eftir dvölina í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hann sagði það hafa haft áhrif á vitræna frammistöðu sína. Þá sagði hann það flóknara að laða sig að lífinu á Jörðinni aftur heldur það hefði verið að laða sig að lífinu í geimnum. Hann greindi einnig frá brunatilfinningu, bjúg og mikilli ógleði sem hann fann fyrir dagana eftir að hann steig til Jarðar á ný. Scott sagði að honum hefði fyrst farið að líða betur mánuði eftir að hann snéri heim. Það hefði hins vegar tekið hann átta mánuði að koma líkama sínum í eðlilegt horf aftur.
Geimurinn Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Sjá meira