„Nýi Cristiano Ronaldo“ er farinn að raða inn mörkum í Evrópu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. apríl 2019 12:00 Joao Felix fagnar einu marka sinna í gærkvöldi. Það er eins og hann trúi þessu ekki enda þrennan og nýtt Evrópudeildarmet orðin hans. Getty/Octavio Passos Undrabarnið sem er af sumum kallaður hinn „nýi Cristiano Ronaldo“ hækkaði örugglega mikið í verði eftir frammistöðu sína á leikvangi ljóssins í Lissabon í gærkvöldi. Joao Felix varð þá yngsti leikmaður sögunnar til að skora þrennu í Evrópudeildinni en í gær var strákurinn aðeins 19 ára og 152 daga gamall. Hann gerði betur en að skora þrennu sjálfur því hann átti einnig stoðsendinguna í fjórða markinu í 4-2 sigri Benfica liðsins á þýska liðinu Eintracht Frankfurt. Joao Felix vann sér sæti í aðalliði Benfica á síðasta ári og hefur heillað flesta upp úr skónum með frammistöðu sinni á sínu fyrsta tímabili. Hann kom upp í gegnum unglingastarf Benfica og nú eru öll helstu stórlið álfunnar á eftir honum.João Félix was directly involved in each of Benfica's opening four goals against Eintracht Frankfurt.pic.twitter.com/9PHooTuLbq — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019Efst á blað eru sögð vera spænska félagið Real Madrid og enska félagið Manchester City. Það er hætt við því að þau þurfi að borga talsvert fyrir strákinn ætli þau að hreppa hnossið. Manchester United var fyrst nefnt til sögunnar fyrr í vetur en með hverju marki hefur Joao Felix vakið meiri athygli á sér og því ekki eins líklegt lengur að United takist að kaupa hann. Þetta voru vissilega fyrstu mörkin hans í Evrópudeildinni eftir að hafa verið markalaus í fyrstu fjórum leikjum útsláttarkeppninnar. Hann fékk aðeins einn leik í Meistaradeildinni fyrir áramót og skoraði ekki þar.Benfica’s 19-year-old forward Joao Felix is a special talent The teenager, recently linked with the likes of Real Madrid and Man City, just scored this rocket One to watch #BENFRA#UELpic.twitter.com/aCAvD0LGLq — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 11, 2019 Joao Felix hefur aftur á móti farinn mikinn í portúgölsku deildinni þar sem hann er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum á þessu tímabili. Samanburðurinn við Cristiano Ronaldo kemur aðallega út frá því að þeir koma báðir frá Portúgal og að strákurinn hefur alla burði til að komast í fremstu röð hjá bestu liðum Evrópu eins og CR7 hefur gert. Sem leikmenn þá eru þeir ekki sama týpan. Besta staða Joao Felix er líklega fyrir aftan fremsta mann en hann getur líka spilað framarlega á miðjunni eða út á hægri kanti. Það er samt líkt Cristiano Ronaldo að fara að raða inn mörkum í útsláttarkeppnum í Evrópu en Ronaldo hefur mikla yfirburði í sögunni þegar kemur mörkum í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar.Joao Felix was on on Thursday night. Benfica's might just have unearthed Europe's next wonder kid. More here: https://t.co/wc69qDlYpHpic.twitter.com/4gJVVbANGR — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019 Evrópudeild UEFA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira
Undrabarnið sem er af sumum kallaður hinn „nýi Cristiano Ronaldo“ hækkaði örugglega mikið í verði eftir frammistöðu sína á leikvangi ljóssins í Lissabon í gærkvöldi. Joao Felix varð þá yngsti leikmaður sögunnar til að skora þrennu í Evrópudeildinni en í gær var strákurinn aðeins 19 ára og 152 daga gamall. Hann gerði betur en að skora þrennu sjálfur því hann átti einnig stoðsendinguna í fjórða markinu í 4-2 sigri Benfica liðsins á þýska liðinu Eintracht Frankfurt. Joao Felix vann sér sæti í aðalliði Benfica á síðasta ári og hefur heillað flesta upp úr skónum með frammistöðu sinni á sínu fyrsta tímabili. Hann kom upp í gegnum unglingastarf Benfica og nú eru öll helstu stórlið álfunnar á eftir honum.João Félix was directly involved in each of Benfica's opening four goals against Eintracht Frankfurt.pic.twitter.com/9PHooTuLbq — Squawka Football (@Squawka) April 11, 2019Efst á blað eru sögð vera spænska félagið Real Madrid og enska félagið Manchester City. Það er hætt við því að þau þurfi að borga talsvert fyrir strákinn ætli þau að hreppa hnossið. Manchester United var fyrst nefnt til sögunnar fyrr í vetur en með hverju marki hefur Joao Felix vakið meiri athygli á sér og því ekki eins líklegt lengur að United takist að kaupa hann. Þetta voru vissilega fyrstu mörkin hans í Evrópudeildinni eftir að hafa verið markalaus í fyrstu fjórum leikjum útsláttarkeppninnar. Hann fékk aðeins einn leik í Meistaradeildinni fyrir áramót og skoraði ekki þar.Benfica’s 19-year-old forward Joao Felix is a special talent The teenager, recently linked with the likes of Real Madrid and Man City, just scored this rocket One to watch #BENFRA#UELpic.twitter.com/aCAvD0LGLq — GiveMeSport Football (@GMS__Football) April 11, 2019 Joao Felix hefur aftur á móti farinn mikinn í portúgölsku deildinni þar sem hann er með 10 mörk og 5 stoðsendingar í 20 leikjum á þessu tímabili. Samanburðurinn við Cristiano Ronaldo kemur aðallega út frá því að þeir koma báðir frá Portúgal og að strákurinn hefur alla burði til að komast í fremstu röð hjá bestu liðum Evrópu eins og CR7 hefur gert. Sem leikmenn þá eru þeir ekki sama týpan. Besta staða Joao Felix er líklega fyrir aftan fremsta mann en hann getur líka spilað framarlega á miðjunni eða út á hægri kanti. Það er samt líkt Cristiano Ronaldo að fara að raða inn mörkum í útsláttarkeppnum í Evrópu en Ronaldo hefur mikla yfirburði í sögunni þegar kemur mörkum í útsláttarhluta Meistaradeildarinnar.Joao Felix was on on Thursday night. Benfica's might just have unearthed Europe's next wonder kid. More here: https://t.co/wc69qDlYpHpic.twitter.com/4gJVVbANGR — BBC Sport (@BBCSport) April 12, 2019
Evrópudeild UEFA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Sjá meira