Fjárfestum í fólki Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 12. apríl 2019 07:00 Veikindi tengd kulnun og streitu hafa aukist verulega á undanförnum árum með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Við þessu verður að bregðast með forvörnum og með því að tryggja fólki hvíld. Fimmti hver starfsmaður í opinbera geiranum í Svíþjóð er með kulnunar- eða streitueinkenni. Hér á landi skortir yfirsýn en engin ástæða er til að ætla að aðstæður séu aðrar hér. Stóraukin ásókn sjúkrasjóði stéttarfélaga ber þess merki. Oftast má rekja kulnun og sjúklega streitu í starfi til aðstæðna á vinnustað þar sem álagið er of mikið og kröfur sem gerðar eru til starfsfólks eru óljósar. Algengt er að vaktavinnufólk treysti sér í ekki til að vinna fullt starf. Þar spilar líka inn í álag sem fylgir vaktavinnu. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu hafa samhliða farið yfir stjórnun verkefna og tímastjórnun. Niðurstaðan er skýr – með styttingu vinnuvikunnar dregur úr streitueinkennum, einkennum kulnunar og almennt dregur úr veikindafjarveru. Þá á fólk auðveldara með að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf. Á samanburðarvinnustöðum sem ekki hafa stytt vinnuvikuna upplifir fólk þvert á móti hvernig streita og einkenni kulnunar halda áfram að aukast á sama tíma og erfiðara er að samþætta fjölskyldulífið við vinnuna. Í heilbrigðiskerfinu byggir þjónustan á bestu mögulegu vísindarannsóknum. Hvers vegna ættum við ekki að gera sömu kröfur þegar kemur að starfsfólki og vinnuaðstöðu? Það þarf að tryggja starfsfólki aðstæður svo það geti unnið vinnuna sína og þannig hámarkað gæði þjónustunnar. Við eigum ekki að sætta okkur við vinnuumhverfi sem leiðir til veikinda fólks eða áralangrar óvinnufærni. Það hefur ekki eingöngu áhrif á einstaklinginn sem fyrir því verður heldur er það kostnaðarsamt fyrir vinnustaðinn og samfélagið allt. Með því að grípa til viðeigandi forvarna og stytta vinnuvikuna axla atvinnurekendur ábyrgð á vandanum og stuðla að auknum lífsgæðum – öllum til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sonja Ýr Þorbergsdóttir Tengdar fréttir Dóttir mín fær ekki skólavist á Íslandi Opið bréf til Svandísar Svavarsdóttur. 12. apríl 2019 07:00 Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Veikindi tengd kulnun og streitu hafa aukist verulega á undanförnum árum með tilheyrandi kostnaði fyrir einstaklinga og samfélagið allt. Við þessu verður að bregðast með forvörnum og með því að tryggja fólki hvíld. Fimmti hver starfsmaður í opinbera geiranum í Svíþjóð er með kulnunar- eða streitueinkenni. Hér á landi skortir yfirsýn en engin ástæða er til að ætla að aðstæður séu aðrar hér. Stóraukin ásókn sjúkrasjóði stéttarfélaga ber þess merki. Oftast má rekja kulnun og sjúklega streitu í starfi til aðstæðna á vinnustað þar sem álagið er of mikið og kröfur sem gerðar eru til starfsfólks eru óljósar. Algengt er að vaktavinnufólk treysti sér í ekki til að vinna fullt starf. Þar spilar líka inn í álag sem fylgir vaktavinnu. Þeir vinnustaðir sem tóku þátt í tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg og ríkinu hafa samhliða farið yfir stjórnun verkefna og tímastjórnun. Niðurstaðan er skýr – með styttingu vinnuvikunnar dregur úr streitueinkennum, einkennum kulnunar og almennt dregur úr veikindafjarveru. Þá á fólk auðveldara með að samþætta fjölskyldu- og atvinnulíf. Á samanburðarvinnustöðum sem ekki hafa stytt vinnuvikuna upplifir fólk þvert á móti hvernig streita og einkenni kulnunar halda áfram að aukast á sama tíma og erfiðara er að samþætta fjölskyldulífið við vinnuna. Í heilbrigðiskerfinu byggir þjónustan á bestu mögulegu vísindarannsóknum. Hvers vegna ættum við ekki að gera sömu kröfur þegar kemur að starfsfólki og vinnuaðstöðu? Það þarf að tryggja starfsfólki aðstæður svo það geti unnið vinnuna sína og þannig hámarkað gæði þjónustunnar. Við eigum ekki að sætta okkur við vinnuumhverfi sem leiðir til veikinda fólks eða áralangrar óvinnufærni. Það hefur ekki eingöngu áhrif á einstaklinginn sem fyrir því verður heldur er það kostnaðarsamt fyrir vinnustaðinn og samfélagið allt. Með því að grípa til viðeigandi forvarna og stytta vinnuvikuna axla atvinnurekendur ábyrgð á vandanum og stuðla að auknum lífsgæðum – öllum til heilla.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun