Kærunefnd hafnar kröfum Safari fjölskyldunnar Andri Eysteinsson skrifar 11. apríl 2019 17:40 Zainab með móður sinni Shahnaz og Amir yngri bróður sínum. Vísir/Arnar Kærunefnd útlendingamála hafnaði í vikunni kröfum Shahnaz Safari og fjölskyldu. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla. Lögmaður fjölskyldunnar segir niðurstöðuna byggða á hæpnum forsendum. Ákvörðun stjórnvalda, um að veita henni og fjölskyldu hennar ekki dvalarleyfi og í kjölfarið vísa þeim frá landi, var harðlega gagnrýnd af samnemendum Zainab í Hagaskóla. Nemendurnir stóðu fyrir undirskriftalista sem þeir afhentu dómsmálaráðherra, 600 nemendur skólans skrifuðu undir listann. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, skilaði í kjölfarið kröfum til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins og frestun réttaráhrifa. Byggði krafan á því að fjölskyldan hefði myndað sterkt tengsl við Ísland og var vísað til undirskriftalistans í því samhengi.Segir niðurstöðu kærunefndar byggða á hæpnum forsendum Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir það með ólíkindum að kærunefnd telji ekkert benda til þess að fjölskyldan hafi sterkari tengsl við Ísland en Grikkland, en þangað verður fjölskyldunni vísað. „Að mínum dómi er niðurstaða kærunefndar byggð á ansi hæpnum forsendum. Börnin tvö hafa rétt eins og önnur börn hælisleitenda á Íslandi gengið hér í skóla og eignast þar sterkt og öflugt tengslanet. Það er sorglegt að íslenskum yfirvöldum finnist í lagi að leyfa börnum að aðlagast með þessum hætti til þess eins að rífa þau upp með rótum og senda úr landi í erfiðar aðstæður á Grikklandi,“ segir Magnús. Safari-fjölskyldan kom til Íslands frá Grikklandi í september á síðasta ári, auk Zainab og móður hennar Shahnaz flutti yngri bróðir hennar Amir til landsins. Amir er tveimur árum yngri en Zainab, gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR.Shahnaz sagði í viðtali við Stöð 2 að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er hins vegar enn í Grikklandi.Mun fara með málið fyrir dómstóla Útlendingastofnun ákvað að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar, kærunefnd útlendingamála staðfesti seinna þá ákvörðun stofnunarinnar. Næsta skref fjölskyldunnar er að sögn lögmanns að fara með málið fyrir dómstóla en þar sem krafan um frestun réttaráhrifa var ekki samþykkt er líklegt að brottvísun verði framkvæmd áður en niðurstaða fáist í málinu. Einnig segir Magnús að krafist verði endurupptöku á grundvelli nýrra gagna sem hefur verið aflað. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kærunefnd útlendingamála hafnaði í vikunni kröfum Shahnaz Safari og fjölskyldu. Annars vegar er um að ræða kröfu um frestun réttaráhrifa og hins vegar kröfu um endurupptöku máls þeirra. Dóttir Shahnaz er hin fjórtán ára gamla Zainab Safari sem stundað hefur nám í Hagaskóla. Lögmaður fjölskyldunnar segir niðurstöðuna byggða á hæpnum forsendum. Ákvörðun stjórnvalda, um að veita henni og fjölskyldu hennar ekki dvalarleyfi og í kjölfarið vísa þeim frá landi, var harðlega gagnrýnd af samnemendum Zainab í Hagaskóla. Nemendurnir stóðu fyrir undirskriftalista sem þeir afhentu dómsmálaráðherra, 600 nemendur skólans skrifuðu undir listann. Lögmaður fjölskyldunnar, Magnús Davíð Norðdahl, skilaði í kjölfarið kröfum til kærunefndar útlendingamála um endurupptöku málsins og frestun réttaráhrifa. Byggði krafan á því að fjölskyldan hefði myndað sterkt tengsl við Ísland og var vísað til undirskriftalistans í því samhengi.Segir niðurstöðu kærunefndar byggða á hæpnum forsendum Magnús Davíð Norðdahl, lögmaður fjölskyldunnar, segir það með ólíkindum að kærunefnd telji ekkert benda til þess að fjölskyldan hafi sterkari tengsl við Ísland en Grikkland, en þangað verður fjölskyldunni vísað. „Að mínum dómi er niðurstaða kærunefndar byggð á ansi hæpnum forsendum. Börnin tvö hafa rétt eins og önnur börn hælisleitenda á Íslandi gengið hér í skóla og eignast þar sterkt og öflugt tengslanet. Það er sorglegt að íslenskum yfirvöldum finnist í lagi að leyfa börnum að aðlagast með þessum hætti til þess eins að rífa þau upp með rótum og senda úr landi í erfiðar aðstæður á Grikklandi,“ segir Magnús. Safari-fjölskyldan kom til Íslands frá Grikklandi í september á síðasta ári, auk Zainab og móður hennar Shahnaz flutti yngri bróðir hennar Amir til landsins. Amir er tveimur árum yngri en Zainab, gengur í Grandaskóla og æfir knattspyrnu með KR.Shahnaz sagði í viðtali við Stöð 2 að fjölskyldan sé öruggari á Íslandi en annars staðar þar sem þau hafa búið. Fjölskyldufaðirinn er hins vegar enn í Grikklandi.Mun fara með málið fyrir dómstóla Útlendingastofnun ákvað að taka málið ekki til efnislegrar meðferðar, kærunefnd útlendingamála staðfesti seinna þá ákvörðun stofnunarinnar. Næsta skref fjölskyldunnar er að sögn lögmanns að fara með málið fyrir dómstóla en þar sem krafan um frestun réttaráhrifa var ekki samþykkt er líklegt að brottvísun verði framkvæmd áður en niðurstaða fáist í málinu. Einnig segir Magnús að krafist verði endurupptöku á grundvelli nýrra gagna sem hefur verið aflað.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Innflytjendamál Tengdar fréttir Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42 Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15 Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48 Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Mótmæla brottvísun Zainab Safari og fjölskyldu hennar Réttindaráð Hagaskóla mótmælir því harðlega að til standi að vísa Zainab Safari og fjölskyldu hennar úr landi.. 12. mars 2019 20:42
Zainab þakklát fyrir stuðning skólasystkina vegna dvalarleyfis Fjórtán ára stúlka frá Afganistan segist hafa orðið undrandi á stuðningi skólasystkina sinna í Hagaskóla vegna umsóknar fjölskyldu hennar um dvalarleyfi á Íslandi. Hún er þakklát fyrir stuðninginn og vonar að hún fái að vera áfram hér á landi ásamt fjölskyldu sinni. 26. mars 2019 20:15
Afhentu kærunefnd útlendingamála undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni Nemendur í Hagaskóla gengu í morgun frá skólanum og niður í Skúlagötu þar sem kærunefnd útlendingamála er til húsa og afhentu undirskriftalista til stuðnings skólasystur sinni, Zainab Safari. 22. mars 2019 10:48
Stoltir af nemendum sem stóðu með Zainab Kennari við Hagaskóla segir starfsmenn stolta af framgöngu hundraða nemenda sem fylktu liði til að færa ráðherra undirskriftir. 23. mars 2019 08:30