Hafnargerð í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 11. apríl 2019 19:45 Svona gæti höfnin í Finnafirði litið út. Gunnólfsvíkurfjall í baksýn. Grafík/Efla. Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, í rúmmetrum talið, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. Myndskeið af fyrirhuguðum mannvirkjum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Það var stór dagur á Þórshöfn en þar komu saman í blíðviðri við höfnina fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, þýska hafnarfélagsins Bremenports og verkfræðistofunnar Eflu. Tilefnið var undirritun samninga um stofnun þróunarfélags um uppbyggingu alþjóðlegrar stórskipahafnar í Finnafirði. Frá undirritun samstarfssamnings á Þórshöfn í dag.Mynd/Langanesbyggð.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, líkir þessu við að komin sé kennitala á hugmyndina. „Það er ekki þar með sagt að það verði af henni. En líkurnar hafa aukist töluvert mikið,“ segir Elías. Þýska félagið Bremenports leiðir verkefnið með 66 prósenta hlut í þróunarfélaginu. Efla er með 26 prósenta hlut og sveitarfélögin Vopnafjörður og Langanesbyggð saman með 8 prósent. Bremenports hefur á undanförnum árum varið nokkur hundruð milljónum króna til að kanna aðstæður í Finnafirði. Niðurstaðan er að svæðið henti einstaklega vel til hafnargerðar.Hafsteinn Helgason, fulltrúi Eflu, Robert Howe, fulltrúi Bremenports, og Elías Pétursson, fulltrúi Langanesbyggðar.Mynd/Langanesbyggð.Það að eitt stærsta hafnarfyrirtæki Evrópu verji þannig háum fjárhæðum til undirbúningsrannsókna þykir sterk vísbending um að menn, sem ætla má að hafi þekkingu á alþjóðlegum siglingum, telji þetta raunhæfan kost. Verkfræðistofan Efla hefur látið gera myndband af því hvernig mannvirkin gætu litið út. Hugmyndin gengur út á að þarna yrði umskipunarhöfn vegna siglinga um norðurskautið og höfnin myndi þannig tengja Asíu við austurströnd Bandaríkjanna og Evrópu.Skálað fyrir undirritun á Þórshöfn í dag.Mynd/Langanesbyggð.Viðræður eru í gangi um aðkomu erlends fjárfestingasjóðs að félaginu síðar á árinu. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segist þó vilja fara varlega í yfirlýsingum um hvenær framkvæmdir gætu hafist. „En áætlanir gera samt ráð fyrir að innan fimm ára gæti eitthvað farið að gerast,“ segir Elías. Einhverjum árum seinna gætu svo fyrstu skipin farið að leggjast upp að einhverjum hinna sex kílómetra löngu bryggjukanta.Viðlegukantar í Finnafirði yrðu sex kílómetra langir.Grafík/Efla.Ljóst er að þetta yrði risavaxið verkefni. „Mælt í rúmmetrum, eða einhverju svona sem ég þekki, þá er þetta stærsta verkefni Íslandssögunnar.“ -Það er ekkert minna? „Nei. Ef maður ætlar að mæla það í tilflutningi á jarðvegi, eða einhverju þessháttar. Þar af leiðandi hlýtur þetta að vera, ef þetta fer af stað, og ef þetta allt klárast, sem er áratugaverkefni, þá er þetta gríðarlega stórt,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér: Langanesbyggð Norðurslóðir Vopnafjörður Tengdar fréttir Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30 Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Reimar Sigurjónsson, bóndi á einu jörðinni sem er í byggð í Finnafirði, er ósáttur við áform um stórskipahöfn. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að ekki verði farið í þá rannsóknarvinnu sem á að hefjast í haust nema með leyfi landeigenda. 19. september 2013 07:00 Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30 Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00 Funduðu með kínverskum skiparisa um Finnafjarðarverkefnið Alls var um þrjá fundi eða kynningar að ræða og voru það starfsmenn frá skrifstofu kínverska skipafélagsins í Finnlandi sem óskuðu eftir kynningu á Finnafjarðarverkefninu. 5. september 2017 06:00 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Stórskipahöfn í Finnafirði gæti orðið stærsta verkefni Íslandssögunnar, í rúmmetrum talið, að mati sveitarstjóra Langanesbyggðar. Samningar um stofnun þróunarfélags um risahöfnina voru undirritaðir á Þórshöfn í dag. Myndskeið af fyrirhuguðum mannvirkjum var sýnt í fréttum Stöðvar 2. Það var stór dagur á Þórshöfn en þar komu saman í blíðviðri við höfnina fulltrúar Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps, þýska hafnarfélagsins Bremenports og verkfræðistofunnar Eflu. Tilefnið var undirritun samninga um stofnun þróunarfélags um uppbyggingu alþjóðlegrar stórskipahafnar í Finnafirði. Frá undirritun samstarfssamnings á Þórshöfn í dag.Mynd/Langanesbyggð.Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, líkir þessu við að komin sé kennitala á hugmyndina. „Það er ekki þar með sagt að það verði af henni. En líkurnar hafa aukist töluvert mikið,“ segir Elías. Þýska félagið Bremenports leiðir verkefnið með 66 prósenta hlut í þróunarfélaginu. Efla er með 26 prósenta hlut og sveitarfélögin Vopnafjörður og Langanesbyggð saman með 8 prósent. Bremenports hefur á undanförnum árum varið nokkur hundruð milljónum króna til að kanna aðstæður í Finnafirði. Niðurstaðan er að svæðið henti einstaklega vel til hafnargerðar.Hafsteinn Helgason, fulltrúi Eflu, Robert Howe, fulltrúi Bremenports, og Elías Pétursson, fulltrúi Langanesbyggðar.Mynd/Langanesbyggð.Það að eitt stærsta hafnarfyrirtæki Evrópu verji þannig háum fjárhæðum til undirbúningsrannsókna þykir sterk vísbending um að menn, sem ætla má að hafi þekkingu á alþjóðlegum siglingum, telji þetta raunhæfan kost. Verkfræðistofan Efla hefur látið gera myndband af því hvernig mannvirkin gætu litið út. Hugmyndin gengur út á að þarna yrði umskipunarhöfn vegna siglinga um norðurskautið og höfnin myndi þannig tengja Asíu við austurströnd Bandaríkjanna og Evrópu.Skálað fyrir undirritun á Þórshöfn í dag.Mynd/Langanesbyggð.Viðræður eru í gangi um aðkomu erlends fjárfestingasjóðs að félaginu síðar á árinu. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segist þó vilja fara varlega í yfirlýsingum um hvenær framkvæmdir gætu hafist. „En áætlanir gera samt ráð fyrir að innan fimm ára gæti eitthvað farið að gerast,“ segir Elías. Einhverjum árum seinna gætu svo fyrstu skipin farið að leggjast upp að einhverjum hinna sex kílómetra löngu bryggjukanta.Viðlegukantar í Finnafirði yrðu sex kílómetra langir.Grafík/Efla.Ljóst er að þetta yrði risavaxið verkefni. „Mælt í rúmmetrum, eða einhverju svona sem ég þekki, þá er þetta stærsta verkefni Íslandssögunnar.“ -Það er ekkert minna? „Nei. Ef maður ætlar að mæla það í tilflutningi á jarðvegi, eða einhverju þessháttar. Þar af leiðandi hlýtur þetta að vera, ef þetta fer af stað, og ef þetta allt klárast, sem er áratugaverkefni, þá er þetta gríðarlega stórt,“ segir Elías Pétursson, sveitarstjóri Langanesbyggðar. Frétt Stöðvar 2 má sjá hér:
Langanesbyggð Norðurslóðir Vopnafjörður Tengdar fréttir Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30 Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Reimar Sigurjónsson, bóndi á einu jörðinni sem er í byggð í Finnafirði, er ósáttur við áform um stórskipahöfn. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að ekki verði farið í þá rannsóknarvinnu sem á að hefjast í haust nema með leyfi landeigenda. 19. september 2013 07:00 Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30 Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00 Funduðu með kínverskum skiparisa um Finnafjarðarverkefnið Alls var um þrjá fundi eða kynningar að ræða og voru það starfsmenn frá skrifstofu kínverska skipafélagsins í Finnlandi sem óskuðu eftir kynningu á Finnafjarðarverkefninu. 5. september 2017 06:00 Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Rannsóknir vegna risahafnar í Finnafirði sagðar lofa góðu Undirbúningsrannsóknir eru hafnar við Langanes vegna stórskipahafnar sem ætlað er að þjóna norðurslóðum. 21. september 2015 19:30
Síðasti bóndinn er á móti risahöfn í Finnafirði Reimar Sigurjónsson, bóndi á einu jörðinni sem er í byggð í Finnafirði, er ósáttur við áform um stórskipahöfn. Sveitarstjóri Langanesbyggðar segir að ekki verði farið í þá rannsóknarvinnu sem á að hefjast í haust nema með leyfi landeigenda. 19. september 2013 07:00
Höfn í Finnafirði ýmist sögð lyftistöng eða ógn byggðar Sumir sjá fram á kúvendingu í atvinnumálum og mikla uppbyggingu en aðrir óttast stærðina, landssölu og að fiskimiðin skaðist. 6. september 2018 20:30
Fyrsti áfangi í Finnafirði myndi kosta 18 milljarða Verði umskipunarhöfn byggð upp í Finnafirði nemur heildarfjárfestingin tugum milljarða. Þýska fyrirtækið Bremenport ætlar að verja um 450 milljónum í rannsóknir á næstu þremur árum. Viðlegukantar hafnarinnar yrðu 3 til 5 kílómetrar. 11. nóvember 2013 07:00
Funduðu með kínverskum skiparisa um Finnafjarðarverkefnið Alls var um þrjá fundi eða kynningar að ræða og voru það starfsmenn frá skrifstofu kínverska skipafélagsins í Finnlandi sem óskuðu eftir kynningu á Finnafjarðarverkefninu. 5. september 2017 06:00
Lifum ekki á fjallagrösum - þurfum alvörustörf "Þegar við sjáum tækifærin hérna þá er svo einkennileg árátta hjá fólki að vilja að fara að vernda allt fyrir okkur," sagði Þórunn Egilsdóttir, oddviti Vopnafjarðarhrepps, í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi. Kristján Már Unnarsson heimsótti Þórunni og eiginmann hennar, Friðbjörn Hauk Guðmundsson, en þau búa á bænum Hauksstöðum í Vesturárdal í Vopnafirði ásamt þremur börnum sínum. 5. nóvember 2012 08:45