Skytturnar með gott veganesti til Suður-Ítalíu Anton Ingi Leifsson skrifar 11. apríl 2019 20:45 Arsenal menn fagna í kvöld. vísir/getty Arsenal er í fínum málum fyrir síðari leikinn gegn Napoli í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Lundúnarliðið vann 2-0 sigur á heimavelli í kvöld. Það voru ekki liðnar nema fimmtán mínútur er Aaron Ramsey kom Arsenal yfir með frábæru marki. Frábært liðsmark þar sem þeir spiluðu vörn Napoli sundur og saman. Tíu mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Allan missti boltann skelfilega á miðsvæðinu, Arsenal brunaði í skyndisókn og þrumuskot Lucas Torreira fór af Kalidou Koulibaly og í netið.8 - Since the start of last season, Aaron Ramsey has been directly involved in eight goals in the Europa League (6 goals, 2 assists), more than any other Arsenal player. Swansong. #ARSNAP#UELpic.twitter.com/EuiZkpnUQi— OptaJoe (@OptaJoe) April 11, 2019 2-0 fyrir Arsenal og þeir fengu heldur betur tækifærin til þess að bæta við fleiri mörkum áður en yfir lauk. Það gerðu þeir ekki en gestirnir frá Ítalíu fengu einnig færi. Opin og skemmtilegur leikur með fjölda af færum en lokatölurnar 2-0 fyrir Arsenal. Liðin mætast á Ítalíu næsta fimmtudag.FT Arsenal 2-0 Napoli First half goals from Ramsey and Torreira put Arsenal in full control of the tie. Live reaction https://t.co/Z3aqAJkWPU#ARSNAPpic.twitter.com/Bw4gfBTtDx— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019 Evrópudeild UEFA
Arsenal er í fínum málum fyrir síðari leikinn gegn Napoli í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Lundúnarliðið vann 2-0 sigur á heimavelli í kvöld. Það voru ekki liðnar nema fimmtán mínútur er Aaron Ramsey kom Arsenal yfir með frábæru marki. Frábært liðsmark þar sem þeir spiluðu vörn Napoli sundur og saman. Tíu mínútum síðar var staðan orðinn 2-0. Allan missti boltann skelfilega á miðsvæðinu, Arsenal brunaði í skyndisókn og þrumuskot Lucas Torreira fór af Kalidou Koulibaly og í netið.8 - Since the start of last season, Aaron Ramsey has been directly involved in eight goals in the Europa League (6 goals, 2 assists), more than any other Arsenal player. Swansong. #ARSNAP#UELpic.twitter.com/EuiZkpnUQi— OptaJoe (@OptaJoe) April 11, 2019 2-0 fyrir Arsenal og þeir fengu heldur betur tækifærin til þess að bæta við fleiri mörkum áður en yfir lauk. Það gerðu þeir ekki en gestirnir frá Ítalíu fengu einnig færi. Opin og skemmtilegur leikur með fjölda af færum en lokatölurnar 2-0 fyrir Arsenal. Liðin mætast á Ítalíu næsta fimmtudag.FT Arsenal 2-0 Napoli First half goals from Ramsey and Torreira put Arsenal in full control of the tie. Live reaction https://t.co/Z3aqAJkWPU#ARSNAPpic.twitter.com/Bw4gfBTtDx— BBC Sport (@BBCSport) April 11, 2019
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“