Heimsbyggðin fær ekki að sjá barnið strax Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. apríl 2019 11:02 Meghan Markle og Harry Bretaprins gengu í hjónaband í fyrra. Þau tilkynntu nokkrum mánuðum síðar að von væri á þeirra fyrsta barni. Getty/Samir Hussein Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggjast halda fæðingu fyrsta barns síns, sem væntanlegt er í heiminn á næstunni, út af fyrir sig fyrst um sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Buckingham-höll. Heimsbyggðin þarf því að bíða lengur eftir því að berja hið konunglega barn augum en vant er. Í tilkynningu segir að hertogahjónin séu afar þakklát öllum sem hafa sent þeim heillaóskir á meðgöngunni. Þau hafi hins vegar tekið þá ákvörðun að uppljóstra engu um fæðingu barnsins fyrr en þeim hafi gefist tækifæri til að fagna í einrúmi.Fjölmiðlar í Bretlandi virðast túlka fréttirnar sem staðfestingu þess efnis að erfinginn verði ekki „frumsýndur“ á fæðingardaginn ásamt foreldrum sínum, líkt og gert hefur verið í tilfelli allra barna hertogahjónanna af Cambridge. Þannig hafa Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja stillt sér upp á sjúkrahúströppunum í Lundúnum aðeins nokkrum klukkustundum eftir fæðingu barna sinna þriggja, þeirra Georgs, Karlottu og Lúðvíks. Mikil leynd hefur hvílt yfir meðgöngu og fæðingu barns þeirra Meghan og Harry hingað til. Ekkert hefur verið gefið út um fæðingardaginn þó að ljóst þyki að Meghan muni eiga innan fárra vikna, að öllum líkindum á öðrum spítala en Katrín, svilkona hennar, hefur fætt sín börn. Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Tölurnar á bak við brúðkaup aldarinnar Harry Bretaprins og Meghan Markle gengu í það heilaga á síðasta ári. Hér koma nokkrar skemmtilegar staðreyndir en nýlega var greint frá hvað öll herlegheitin kostuðu. 22. mars 2019 15:30 Hertogahjónin af Sussex opna Instagram aðgang Hertoginn og hertogaynjan af Sussex hafa stofnað Instagram aðgang til að deila mikilvægum tilkynningum og því sem þau hafa fyrir stafni. 2. apríl 2019 21:48 Hóta að tilkynna lögreglu um áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. 4. mars 2019 14:44 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Hertogahjónin af Sussex, Harry Bretaprins og Meghan Markle, hyggjast halda fæðingu fyrsta barns síns, sem væntanlegt er í heiminn á næstunni, út af fyrir sig fyrst um sinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Buckingham-höll. Heimsbyggðin þarf því að bíða lengur eftir því að berja hið konunglega barn augum en vant er. Í tilkynningu segir að hertogahjónin séu afar þakklát öllum sem hafa sent þeim heillaóskir á meðgöngunni. Þau hafi hins vegar tekið þá ákvörðun að uppljóstra engu um fæðingu barnsins fyrr en þeim hafi gefist tækifæri til að fagna í einrúmi.Fjölmiðlar í Bretlandi virðast túlka fréttirnar sem staðfestingu þess efnis að erfinginn verði ekki „frumsýndur“ á fæðingardaginn ásamt foreldrum sínum, líkt og gert hefur verið í tilfelli allra barna hertogahjónanna af Cambridge. Þannig hafa Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hertogaynja stillt sér upp á sjúkrahúströppunum í Lundúnum aðeins nokkrum klukkustundum eftir fæðingu barna sinna þriggja, þeirra Georgs, Karlottu og Lúðvíks. Mikil leynd hefur hvílt yfir meðgöngu og fæðingu barns þeirra Meghan og Harry hingað til. Ekkert hefur verið gefið út um fæðingardaginn þó að ljóst þyki að Meghan muni eiga innan fárra vikna, að öllum líkindum á öðrum spítala en Katrín, svilkona hennar, hefur fætt sín börn.
Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Tölurnar á bak við brúðkaup aldarinnar Harry Bretaprins og Meghan Markle gengu í það heilaga á síðasta ári. Hér koma nokkrar skemmtilegar staðreyndir en nýlega var greint frá hvað öll herlegheitin kostuðu. 22. mars 2019 15:30 Hertogahjónin af Sussex opna Instagram aðgang Hertoginn og hertogaynjan af Sussex hafa stofnað Instagram aðgang til að deila mikilvægum tilkynningum og því sem þau hafa fyrir stafni. 2. apríl 2019 21:48 Hóta að tilkynna lögreglu um áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. 4. mars 2019 14:44 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Tölurnar á bak við brúðkaup aldarinnar Harry Bretaprins og Meghan Markle gengu í það heilaga á síðasta ári. Hér koma nokkrar skemmtilegar staðreyndir en nýlega var greint frá hvað öll herlegheitin kostuðu. 22. mars 2019 15:30
Hertogahjónin af Sussex opna Instagram aðgang Hertoginn og hertogaynjan af Sussex hafa stofnað Instagram aðgang til að deila mikilvægum tilkynningum og því sem þau hafa fyrir stafni. 2. apríl 2019 21:48
Hóta að tilkynna lögreglu um áreitni í garð Meghan og Katrínar á samfélagsmiðlum Breska konungsfjölskyldan hefur gefið út reglur fyrir þá sem fylgja henni á samfélagsmiðlum. 4. mars 2019 14:44