Minni líkur á friði eftir kosningarnar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 11. apríl 2019 07:00 Sigur Benjamíns Netanjahú og ísraelskra íhaldsflokka í þingkosningum veldur Palestínumönnum áhyggjum. vísir/getty Benjamín Netanjahú og Líkúdflokkur hans eru sigurvegarar ísraelsku þingkosninganna. Þetta kom í ljós þegar stærstur hluti atkvæða hafði verið talinn í gær. Útgönguspár og kannanir höfðu bent til þess að Kahol Lavan, framboð fyrrverandi hershöfðingjans Benny Gantz, yrði stærst. Það rættist hins vegar ekki og þótt framboðið hafi þrefaldað sig á milli kosninga fékk það jafnmörg sæti og Líkúd, 35. Netanjahú er sömuleiðis í afar sterkri stöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Hægriflokkarnir fengu samtals 65 þingsæti en mið- og vinstriflokkar, sem Gantz hefði þurft að stóla á, fengu 55 sæti. Öfgaíhaldsflokkurinn Zehut, sem hefði getað sett strik í reikninginn, náði ekki yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og mun því ekki valda Netanjahú né Gantz hugarangri á kjörtímabilinu. Netanjahú, gjarnan kallaður Bíbí, virðist því ætla að sitja sitt fimmta kjörtímabil á stól forsætisráðherra. Lengur en nokkur annar. Stefnan er skýr. „Þetta verður hægristjórn en ég verð forsætisráðherra allra. Ég er djúpt snortinn yfir því að ísraelska þjóðin ákvað að treysta mér í fimmta sinn og með meiri mun en í undanförnum kosningum. Ég ætla að verða forsætisráðherra allra ríkisborgara Ísraels. Hægrimanna, vinstrimanna, Gyðinga, ekki Gyðinga. Allra ríkisborgara Ísraels,“ sagði Netanjahú við stuðningsmenn sína. Þótt aðdragandi kosninganna og undanfarnir mánuðir hafi að miklu leyti einkennst af umræðu um væntanlegar spillingarákærur á hendur Netanjahús náði forsætisráðherrann að verja stöðu sína vel og sá til þess að hægrimenn skiluðu sér á kjörstað. Með því að taka undir loforð flokka lengra úti á íhaldsvængnum og með því að telja kjósendum trú á að vinstristjórn væri óumflýjanleg ef Líkúd fengi ekki atkvæði þeirra náði forsætisráðherrann einnig að tryggja að Kahol Lavan yrði ekki stærsti flokkur ísraelskra stjórnmála. Ætla má að samspil Netanjahús og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi spilað stóra rullu í kosningunum. Í forsetatíð sinni hefur Trump viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og viðurkennt innlimun Ísraela á Gólanhæðum, alþjóðasamfélaginu til ama. Trump hefur aukinheldur skorið á stuðning við Palestínumenn og lokað skrifstofum Palestínumanna í Washington. Netanjahú sagði svo sjálfur nýlega að hann myndi formlega innlima landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, sem Sameinuðu þjóðirnar álíta ólöglegar. Saeb Erakat, framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sagði í gær að með sigri Netanjahús hafi Ísraelar hafnað friði og valið áframhaldandi átök á milli þjóðanna. Orð Erakats ríma vel við ummæli Hanan Ashrawi, palestínsks erindreka, sem féllu í samtali við The Guardian í gær. „Ísraelar tóku skýra afstöðu með frambjóðendum sem eru staðráðnir í því að viðhalda núverandi ástandi og þannig kúgun, hernámi og innlimun. Þau hafa valið hægristjórn, útlendingahatur og andúð á Palestínumönnum til þings. Ísraelar hafa valið að útvíkka aðskilnaðarstefnuna,“ var haft eftir Ashrawi. Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Benjamín Netanjahú og Líkúdflokkur hans eru sigurvegarar ísraelsku þingkosninganna. Þetta kom í ljós þegar stærstur hluti atkvæða hafði verið talinn í gær. Útgönguspár og kannanir höfðu bent til þess að Kahol Lavan, framboð fyrrverandi hershöfðingjans Benny Gantz, yrði stærst. Það rættist hins vegar ekki og þótt framboðið hafi þrefaldað sig á milli kosninga fékk það jafnmörg sæti og Líkúd, 35. Netanjahú er sömuleiðis í afar sterkri stöðu þegar kemur að stjórnarmyndun. Hægriflokkarnir fengu samtals 65 þingsæti en mið- og vinstriflokkar, sem Gantz hefði þurft að stóla á, fengu 55 sæti. Öfgaíhaldsflokkurinn Zehut, sem hefði getað sett strik í reikninginn, náði ekki yfir 3,25 prósenta þröskuldinn og mun því ekki valda Netanjahú né Gantz hugarangri á kjörtímabilinu. Netanjahú, gjarnan kallaður Bíbí, virðist því ætla að sitja sitt fimmta kjörtímabil á stól forsætisráðherra. Lengur en nokkur annar. Stefnan er skýr. „Þetta verður hægristjórn en ég verð forsætisráðherra allra. Ég er djúpt snortinn yfir því að ísraelska þjóðin ákvað að treysta mér í fimmta sinn og með meiri mun en í undanförnum kosningum. Ég ætla að verða forsætisráðherra allra ríkisborgara Ísraels. Hægrimanna, vinstrimanna, Gyðinga, ekki Gyðinga. Allra ríkisborgara Ísraels,“ sagði Netanjahú við stuðningsmenn sína. Þótt aðdragandi kosninganna og undanfarnir mánuðir hafi að miklu leyti einkennst af umræðu um væntanlegar spillingarákærur á hendur Netanjahús náði forsætisráðherrann að verja stöðu sína vel og sá til þess að hægrimenn skiluðu sér á kjörstað. Með því að taka undir loforð flokka lengra úti á íhaldsvængnum og með því að telja kjósendum trú á að vinstristjórn væri óumflýjanleg ef Líkúd fengi ekki atkvæði þeirra náði forsætisráðherrann einnig að tryggja að Kahol Lavan yrði ekki stærsti flokkur ísraelskra stjórnmála. Ætla má að samspil Netanjahús og Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hafi spilað stóra rullu í kosningunum. Í forsetatíð sinni hefur Trump viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og viðurkennt innlimun Ísraela á Gólanhæðum, alþjóðasamfélaginu til ama. Trump hefur aukinheldur skorið á stuðning við Palestínumenn og lokað skrifstofum Palestínumanna í Washington. Netanjahú sagði svo sjálfur nýlega að hann myndi formlega innlima landtökubyggðir Ísraela á Vesturbakkanum, sem Sameinuðu þjóðirnar álíta ólöglegar. Saeb Erakat, framkvæmdastjóri Frelsissamtaka Palestínu (PLO) sagði í gær að með sigri Netanjahús hafi Ísraelar hafnað friði og valið áframhaldandi átök á milli þjóðanna. Orð Erakats ríma vel við ummæli Hanan Ashrawi, palestínsks erindreka, sem féllu í samtali við The Guardian í gær. „Ísraelar tóku skýra afstöðu með frambjóðendum sem eru staðráðnir í því að viðhalda núverandi ástandi og þannig kúgun, hernámi og innlimun. Þau hafa valið hægristjórn, útlendingahatur og andúð á Palestínumönnum til þings. Ísraelar hafa valið að útvíkka aðskilnaðarstefnuna,“ var haft eftir Ashrawi.
Birtist í Fréttablaðinu Ísrael Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira