Icelandair áætlar hvenær MAX flugvélarnar verða flughæfar Heimir Már Pétursson skrifar 10. apríl 2019 15:24 Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Fréttablaðið/Anton Brink Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. Talsmenn félagsins segja engu að síður hafi tekist að takmarka mjög áhrifin af brotthvarfi flugvélanna með leigu á öðrum flugvélum. Icelandair hefur nú þegar fengið afhentar þrjár Boeing 737 MAX flugvélar, sem hafa verið kyrrsettar um allan heim, en samkvæmt áætlunum félagsins áttu níu slíkar flugvélar að vera í sumaráætlun Icelandair. Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hafi verið til með því að bæta leiguflugvélum við flota félagsins hafi tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega. Leigðar hafi verið tvær Boeing 767 breiðþotur sem tilkynnt var um hinn 1. apríl síðast liðinn. Í dag hafi Icelandair síðan gengið frá leigu á 184 sæta Boeing 757-200 flugvél. Hún verði í rekstri frá 15. maí fram í lok september.Miða við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júní Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní muni Icelandair fella niður um 3,6% af flugferðum sínum sem samsvari rúmlega 100 ferðum á tímabilinu.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þetta er aðallega flug á áfangastaði sem eru þar sem meira en eitt flug er í boði á dag. Þetta eru til dæmis Helsinki, Osló, Berlín, Muchen og Zurik. Einnig erum við að seinka því að hefja sumaráætlun til Genfar fram í miðjan júní,” segir Ásdís. Í örfáum tilfellum sé flugferðum fækkað á staði með einu flugi á dag eins og Manchester. Ásdís segir Icelandair þegar byrjað að setja sig í samband við farþega vegna breytinganna. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir haldist sætaframboð félagsins nánast óbreytt. Af þeim sökum sé gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu. En Icelandair miðar við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júni.Hafið þið fengið einhverjar vísbendingar um að það geti náð fram að ganga? „Við gáfum okkur þessar dagsetningar og hvernig við myndum aðlaga okkar áætlun miðað við þessar forsendur. En það er ekki komið í ljós varðandi hvenær flugvélarnar fara aftur í loftið,” segir Ásdís. Í tilkynningunni félagsins segir að fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar á Icelandair séu óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hljótist af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. En reikna má með að flugfélög um allan heim muni gera háar bótakröfur á Boeing vegna málsins að flugfélögin tvö og aðstandendur farþega sem fórust með flugvélum þeirra fari fram á háar skaða- og miskabætur. Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Icelandair fellir niður hundrað flugferðir til nokkurra áfangastaða sinna frá byrjun apríl fram í miðjan júní vegna tafa á lofthæfi Boeing Max flugvélanna. Talsmenn félagsins segja engu að síður hafi tekist að takmarka mjög áhrifin af brotthvarfi flugvélanna með leigu á öðrum flugvélum. Icelandair hefur nú þegar fengið afhentar þrjár Boeing 737 MAX flugvélar, sem hafa verið kyrrsettar um allan heim, en samkvæmt áætlunum félagsins áttu níu slíkar flugvélar að vera í sumaráætlun Icelandair. Ekki liggur fyrir hvenær MAX flugvélarnar verða aftur flughæfar en í yfirlýsingu frá Icelandair segir að uppfærð flugáætlun félagsins miði við að þær verði kyrrsettar til 16. júní n.k. Með þeim mótvægisaðgerðum sem gripið hafi verið til með því að bæta leiguflugvélum við flota félagsins hafi tekist að takmarka áhrifin á leiðarkerfið verulega. Leigðar hafi verið tvær Boeing 767 breiðþotur sem tilkynnt var um hinn 1. apríl síðast liðinn. Í dag hafi Icelandair síðan gengið frá leigu á 184 sæta Boeing 757-200 flugvél. Hún verði í rekstri frá 15. maí fram í lok september.Miða við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júní Ásdís Pétursdóttir upplýsingafulltrúi Icelandair segir að á tímabilinu frá 1. apríl til 15. júní muni Icelandair fella niður um 3,6% af flugferðum sínum sem samsvari rúmlega 100 ferðum á tímabilinu.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.„Þetta er aðallega flug á áfangastaði sem eru þar sem meira en eitt flug er í boði á dag. Þetta eru til dæmis Helsinki, Osló, Berlín, Muchen og Zurik. Einnig erum við að seinka því að hefja sumaráætlun til Genfar fram í miðjan júní,” segir Ásdís. Í örfáum tilfellum sé flugferðum fækkað á staði með einu flugi á dag eins og Manchester. Ásdís segir Icelandair þegar byrjað að setja sig í samband við farþega vegna breytinganna. Þrátt fyrir þessar ráðstafanir haldist sætaframboð félagsins nánast óbreytt. Af þeim sökum sé gert ráð fyrir óverulegum áhrifum á heildarfjölda fluttra farþega á tímabilinu. En Icelandair miðar við að MAX flugvélarnar gætu farið að fljúga um miðjan júni.Hafið þið fengið einhverjar vísbendingar um að það geti náð fram að ganga? „Við gáfum okkur þessar dagsetningar og hvernig við myndum aðlaga okkar áætlun miðað við þessar forsendur. En það er ekki komið í ljós varðandi hvenær flugvélarnar fara aftur í loftið,” segir Ásdís. Í tilkynningunni félagsins segir að fjárhagsleg áhrif kyrrsetningarinnar á Icelandair séu óviss á þessu stigi, m.a. vegna þess að ekki liggi fyrir hversu mikið af þeim kostnaði sem hljótist af kyrrsetningunni fáist bættur frá framleiðanda. En reikna má með að flugfélög um allan heim muni gera háar bótakröfur á Boeing vegna málsins að flugfélögin tvö og aðstandendur farþega sem fórust með flugvélum þeirra fari fram á háar skaða- og miskabætur.
Fréttir af flugi Icelandair Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira