Rykmistur yfir borginni væntanlega ættað frá Eyjafjallajökli Birgir Olgeirsson skrifar 10. apríl 2019 15:04 Svona var staðan yfir Grafarvogi klukkan 15 í dag. Vísir/Vilhelm Rykmistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu sem má líklegast rekja til Markarfljóts. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en hann segir mikinn þurrk á svæðinu við Eyjafjallajökul valda því að suðaustan áttin á auðvelt með að blása ösku- og leirleifum frá eldgosum á því svæði eftir suðurströndinni. Óli hefur rýnt í gervitunglamyndir sem bera þess merki að þetta mistur sé ættað frá svæðinu við Eyjafjallajökul og þar sé Markarfljót langlíklegasti sökudólgurinn. Í hádeginu í dag var þetta mistur bundið vestast við Hafnarfjörð, það er að segja svæðið í kringum Vellina, en örlítil breyting á vindáttinni gerði það að verkum að það færðist yfir höfuðborgarsvæðið. Ekki þurfi nema eina til tveggja gráðu breytingu á vindátt til að svo fari. Hann segir þetta mistur ekki hættulegt mönnum, flest öll snefilefni hafi skolast úr því, en þetta geti valdið fólki óþægindum. Ekkert lát verður á suðaustan áttinni það sem eftir lifir vikunnar en búast má við að það þykkni upp undir lok hennar og verður ansi blautt á sunnanverðu landinu um helgina sem bindur þá öskuna- og leirinn og ætti því mistrið að hverfa um það leyti. Eftirfarandi tilkynning barst frá Reykjavíkurborg vegna málsins klukkan 16:00:Styrkur svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í borginni í dag. Ástæðan er sandfok frá söndunum á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert er ráð fyrir svipuðum veðurfarsaðstæðum næsta sólarhringinn og því mögulegt að styrkur svifryks verði hár áfram af sömu orsökum. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Í dag 11. apríl. Klukkan 15:00 var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 295 míkrógrömm á rúmmetra, við Njörvasund/Sæbraut 303 míkrógrömm á rúmmetra, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 139 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöðinni við Fossaleyni/Víkurveg 343 míkrógrömm á rúmmetra.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is.Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við Njörvasund/Sæbraut og Fossaleyni/Víkurveg í Grafarvogi. Reykjavík Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira
Rykmistur liggur nú yfir höfuðborgarsvæðinu sem má líklegast rekja til Markarfljóts. Þetta segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, en hann segir mikinn þurrk á svæðinu við Eyjafjallajökul valda því að suðaustan áttin á auðvelt með að blása ösku- og leirleifum frá eldgosum á því svæði eftir suðurströndinni. Óli hefur rýnt í gervitunglamyndir sem bera þess merki að þetta mistur sé ættað frá svæðinu við Eyjafjallajökul og þar sé Markarfljót langlíklegasti sökudólgurinn. Í hádeginu í dag var þetta mistur bundið vestast við Hafnarfjörð, það er að segja svæðið í kringum Vellina, en örlítil breyting á vindáttinni gerði það að verkum að það færðist yfir höfuðborgarsvæðið. Ekki þurfi nema eina til tveggja gráðu breytingu á vindátt til að svo fari. Hann segir þetta mistur ekki hættulegt mönnum, flest öll snefilefni hafi skolast úr því, en þetta geti valdið fólki óþægindum. Ekkert lát verður á suðaustan áttinni það sem eftir lifir vikunnar en búast má við að það þykkni upp undir lok hennar og verður ansi blautt á sunnanverðu landinu um helgina sem bindur þá öskuna- og leirinn og ætti því mistrið að hverfa um það leyti. Eftirfarandi tilkynning barst frá Reykjavíkurborg vegna málsins klukkan 16:00:Styrkur svifryks (PM10) hefur farið hækkandi í borginni í dag. Ástæðan er sandfok frá söndunum á Suðurlandi. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert er ráð fyrir svipuðum veðurfarsaðstæðum næsta sólarhringinn og því mögulegt að styrkur svifryks verði hár áfram af sömu orsökum. Sólarhringsheilsuverndarmörkin fyrir svifryk eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.Í dag 11. apríl. Klukkan 15:00 var klukkustundargildi svifryks við Grensásveg 295 míkrógrömm á rúmmetra, við Njörvasund/Sæbraut 303 míkrógrömm á rúmmetra, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum 139 míkrógrömm á rúmmetra og í mælistöðinni við Fossaleyni/Víkurveg 343 míkrógrömm á rúmmetra.Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með loftgæðum borgarinnar og sendir frá sér viðvaranir og leiðbeiningar ef ástæða þykir til. Hægt er að fylgjast með styrk svifryks og annarra mengandi efna á loftgæði.is.Þar má sjá kort yfir mælistaði í Reykjavík og annars staðar á landinu. Loftgæðafarstöðvar Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur eru nú staðsettar við Njörvasund/Sæbraut og Fossaleyni/Víkurveg í Grafarvogi.
Reykjavík Veður Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Fleiri fréttir Bylgjan og Fm957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Sjá meira