Klopp baðst afsökunar á því að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 10:30 Jürgen Klopp faðmar Jordan Henderson. Getty/John Powell Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vera sér að kenna hvað Jordan Henderson hefur lítið sýnt í sóknarleik liðsins síðustu átján mánuði. Hinn 28 ára gamli Jordan Henderson hefur verið talsvert gagnrýndur en á móti Porto í Meistaradeildinni í gær þá spilaði hann mun framar á miðjunni en síðustu misseri. Jordan Henderson bjó til þrjú færi fyrir félaga sína í leiknum eða meira en nokkur annar leikmaður á vellinum. Hann hjálpaði líka við að búa til markið fyrir Roberto Firmino."Sorry Jordan." Liverpool boss Jurgen Klopp has an apology to make. Here https://t.co/UnPZmIAKy5#LFCpic.twitter.com/Tvf66lTict — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019Í leiknum á undan skoraði Jordan Henderson þriðja markið á móti Southampton og hefur því verið að minna á sig í sóknarleiknum á síðustu dögum. „Hendo er stórkostlegur leikmaður,“ sagði Jürgen Klopp um fyrirliða sinn. Hann baðst afsökunar að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu undanfarna átján mánuði. „Ég er virkilega ánægður að hann getur nú sýnt það á ný. Hann er hrifinn af þessari stöðu en það er mér að kenna að hann spilaði sem afturliggjandi miðjumaður í eitt og hálft ár. Við þurftum bara á honum að halda þar,“ sagði Jürgen Klopp.Just heard in the MOTD/BBC Sport office: "Henderson is playing like prime Zidane!"https://t.co/wYtGXhXFDs#TOTMCIpic.twitter.com/dND83AVjLo — Match of the Day (@BBCMOTD) April 9, 2019Henderson spilaði Trent Alexander-Arnold frían í öðru markinu og Roberto Firmino skoraði síðan eftir fyrirgjöf Alexander-Arnold. „Seinna markið var stórkostleg og hann átti líka fyrirgjöfina í marki Sadio sem var dæmt af,“ sagði Klopp. „Það var örlítil rangstaða en samt frábær fyrirgjöf. Mögnuð spilamennsku og spilamennska sem ég er hrifin af,“ sagði Klopp.Jordan Henderson er leikmaður númer 14 á þessum kortum BBC.Skjámynd/BBCBreska ríkisútvarpið skoðaði betur hvar Jordan Henderson spilaði á móti Porto í gær miðað við leikinn á móti Tottenham á dögunum. Þar má sjá mikinn mun hvað það varðar að enski landsliðsmaðurinn var miklu framar á móti Porto. „Við áttum þennan sigur hundrað prósent skilið. Við skoruðu tvö yndisleg mörk og við komust oft í hættuleg færi,“ sagði Klopp. „2-0 eru virkilega, virkilega góð úrslit. Ég hefði líka tekið við þeim fyrir leikinn og ég tek þau líka núna,“ sagði Klopp. „Þetta er enn þá leikur og við verðum að fara til þeirra og berjast fyrir okkar sæti í undanúrslitunum. Það verður mjög erfiður leikur,“ sagði Klopp. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir það vera sér að kenna hvað Jordan Henderson hefur lítið sýnt í sóknarleik liðsins síðustu átján mánuði. Hinn 28 ára gamli Jordan Henderson hefur verið talsvert gagnrýndur en á móti Porto í Meistaradeildinni í gær þá spilaði hann mun framar á miðjunni en síðustu misseri. Jordan Henderson bjó til þrjú færi fyrir félaga sína í leiknum eða meira en nokkur annar leikmaður á vellinum. Hann hjálpaði líka við að búa til markið fyrir Roberto Firmino."Sorry Jordan." Liverpool boss Jurgen Klopp has an apology to make. Here https://t.co/UnPZmIAKy5#LFCpic.twitter.com/Tvf66lTict — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019Í leiknum á undan skoraði Jordan Henderson þriðja markið á móti Southampton og hefur því verið að minna á sig í sóknarleiknum á síðustu dögum. „Hendo er stórkostlegur leikmaður,“ sagði Jürgen Klopp um fyrirliða sinn. Hann baðst afsökunar að hafa spilað Henderson í vitlausri stöðu undanfarna átján mánuði. „Ég er virkilega ánægður að hann getur nú sýnt það á ný. Hann er hrifinn af þessari stöðu en það er mér að kenna að hann spilaði sem afturliggjandi miðjumaður í eitt og hálft ár. Við þurftum bara á honum að halda þar,“ sagði Jürgen Klopp.Just heard in the MOTD/BBC Sport office: "Henderson is playing like prime Zidane!"https://t.co/wYtGXhXFDs#TOTMCIpic.twitter.com/dND83AVjLo — Match of the Day (@BBCMOTD) April 9, 2019Henderson spilaði Trent Alexander-Arnold frían í öðru markinu og Roberto Firmino skoraði síðan eftir fyrirgjöf Alexander-Arnold. „Seinna markið var stórkostleg og hann átti líka fyrirgjöfina í marki Sadio sem var dæmt af,“ sagði Klopp. „Það var örlítil rangstaða en samt frábær fyrirgjöf. Mögnuð spilamennsku og spilamennska sem ég er hrifin af,“ sagði Klopp.Jordan Henderson er leikmaður númer 14 á þessum kortum BBC.Skjámynd/BBCBreska ríkisútvarpið skoðaði betur hvar Jordan Henderson spilaði á móti Porto í gær miðað við leikinn á móti Tottenham á dögunum. Þar má sjá mikinn mun hvað það varðar að enski landsliðsmaðurinn var miklu framar á móti Porto. „Við áttum þennan sigur hundrað prósent skilið. Við skoruðu tvö yndisleg mörk og við komust oft í hættuleg færi,“ sagði Klopp. „2-0 eru virkilega, virkilega góð úrslit. Ég hefði líka tekið við þeim fyrir leikinn og ég tek þau líka núna,“ sagði Klopp. „Þetta er enn þá leikur og við verðum að fara til þeirra og berjast fyrir okkar sæti í undanúrslitunum. Það verður mjög erfiður leikur,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Handbolti Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Handbolti „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Haaland fær tíu milljarða hjálp Sér eftir því sem hann sagði Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Varnarmennirnir björguðu Chelsea Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Sjá meira