Game of Thrones: Hvað getur maður sagt? Samúel Karl Ólason skrifar 30. apríl 2019 08:45 Vísir/HBO Spennuspillar! Hér verður farið yfir þriðja þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem var btw eitthvað það besta sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi, þó margt hafi farið í taugarnar á undirrituðum. Þið þekkið þetta. Ef þið eruð ekki búin að horfa, ekki lesa. Nema ykkur sé sama um hvað gerist. Þá megið þið endilega lesa.pic.twitter.com/VwC5axX3D5 — kartik (@kartik73) April 29, 2019 Hvað getur maður sagt? Guð minn góður! Þetta var rosalegur þáttur. Þrátt fyrir myrkrið, það var of mikið. Sem er að vissu leyti kjaftæði því þetta var líklegast besta sjónvarp sem ég hef nokkurn tímann séð og myrkrið gerði mikið fyrir andrúmsloftið. Það var sérstaklega flott í byrjun hvernig hinir dauðu skullu á þeim eins og bylgja af myrkri. Það gerði mikið fyrir þáttinn en þrátt fyrir það finnst mér að það hefði verið gaman að sjá betur hvað var að gerast þarna. Eins og ég segi hér að ofan var slatti sem fór í taugarnar á mér en þetta var samt algerlega geggjað. Tökurnar, tónlistin, hasarinn, spennan og dauðdagarnir. Ég var svei mér þá bara eftir mig eftir þennan þátt. Ég er ekki viss um að það verði mikið samhengi í þessu hjá mér. Bæði er ég enn mjög hæpaður og þegar ég er að skrifa þetta, er mánudagsmorgun og ég er svo til gott sem ósofinn. Lífið er mjög erfitt þessa stundina og ég gæfi allt til að geta púllað smá Costanza. Fokking opin vinnurými.Guggnuðu þeir? Það dóu færri en ég átti von á. Mun færri jafnvel. Í engri sérstakri röð dóu Theon, Jorah, Beric, Melisandre og tvær hliðarpersónur Edd Tollett og Lyanna Mormont, sem fékk reyndar svalasta dauðdaga þáttarins, þó hann hafi ekki verið mjög Game of Thrones. Persónulega hefði ég viljað sjá risann drepa hana og halda áfram. Þetta var svo klisjukennt eitthvað, þó hún hafi átt þetta skilið. Ég átti von á fleiri dauðdögum og það er auðvelt að gera sér í hugarlund að forsvarsmenn þáttanna hafi guggnað. Það eru þó þrír kvikmyndalangir þættir eftir og eitthvað verður að gerast í þeim. Það er eflaust langt frá því að hetjurnar okkar séu öruggar. Þá verður maður að minnast á það að bæði Jorah og Edd björguðu lífi Sam áður en þeir voru drepnir. Sam stóð sig þó eins og hetja. Þannig. Það er þó ekki hægt að taka það af honum að hann lifði af, þvert á allar væntingar, og þurfti heldur betur að hafa fyrir því.S8 Ep 3: The Great WarSvo virðist sem að allflestir Unsullied hafi dáið. Þeir fórnuðu sér flestir til að vernda undanhaldið á bakvið veggi Winterfell. Örlög þeirra voru innsigluð þegar Grey Worm felldi brúna yfir logandi skurðinn.Arya for the win!Arya er MVP Westeros þessa stundina. Þvílíka innkoman. Ég fór næstum því úr axlarlið við að fistpumpa út í loftið í stofunni heima hjá mér og öskra eins lágt og ég gat. Þetta var einstaklega ánægjulegt og sérstaklega út af því að ég hefði nánast alveg misst vonina. Það voru einhvern veginn allir hársbreidd frá dauðanum á þessu augnabliki (höfðu reyndar verið það í góðan hálftíma) og ég hafði alveg gleymt Aryu. Sem var tilgangurinn með því að hafa hana ekkert í mynd í aðdragandanum. Hún laumaðist aftan að NK, eins og hún gerði við Jon Snow á sama stað í fyrsta þætti þáttaraðarinnar, og ætlaði að leika Ezio Auditore eftir sem heppnaðist þó ekki vel í fyrstu. Hún notaðist þó við sama bragð og hún notaði á Brienne þegar þær tvær æfðu sig saman í síðustu þáttaröð og stakk Valýríustáli beint í drekaglerið í Næturkonunginum. Með klassísku Jordan múvi lauk átta þúsund ára sögu hans.David Benioff og D.B. Weiss sögðu í myndbandi sem birt var í kjölfar þáttarins að þeir hafi ákveðið að Arya myndi ganga frá Næturkonunginum fyrir þremur árum. Þeim hafi þótt of fyrirsjáanlegt að láta Jon Snow gera það. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Mér finnst eins og það sé verið að fórna sögunni fyrir töff sjónvarp. Þetta var mjög töff sjónvarp, þeir mega eiga það, en hvað með Prinsinn sem okkur var lofað? Hvar er hann? Í viðtali við Entertainment Weekly segir Maise Williams frá því þegar hún sagði kærasta sínum frá því að Arya myndi ganga frá Næturkonunginum. Hans fyrstu viðbrögð voru að segja: „Hmmm, ætti það ekki að vera Jon, er það ekki?“Ég er með kærastanum í liði og fannst illa farið með minn mann í þessum þætti. Jon Snow var einhvern veginn bara í ruglinu allan þáttinn. Það er ekkert endilega að fyrirsjáanleika ef það er gert rétt. Segi ég, handritshöfundurinn mikli.Behind the Scenes of Arya killing the #NightKing... watch till the end#NotToday #GameOfThrones pic.twitter.com/iPwVyiqGGA — Game of Thrones Facts (@thronesfacts) April 29, 2019Lífsstarfinu lokið Melisandre var mjög mikilvægur þátttakandi í endalokum Næturkonungsins. Þvílíka innkoman sem hún átti, og brottförin líka, þegar út í það er farið. Hún virtist sjá þetta alveg fyrir og gaf Aryu byr undir báða vængi með því að rifja upp eitthvað sem einn af uppáhalds mönnum Aryu sagði við hana í fyrstu þáttaröð. Hann hét Syrio Forel og þjálfaði Aryu í skylmingum. Það hafði einnig verið magnað að sjá Aryu verða skíthrædda og flýja undan hinum dauðu. Það var svo mannlegt eitthvað. Hún virtist alveg vera að fríka út þar til Melisandre sagði þessi fallegu orð: „What do we say to the god of Death?:“ „Not today,“ svaraði Arya og hljóp af stað til að bjarga málunum.Mér fannst dauði Melisandre magnaður. Davos elti hana úr Winterfell með það í huga að drepa hana fyrir að brenna Shireen Baratheon lifandi en Melisandre sá um sig sjálf. Lífsstarfi hennar var lokið og hún bara gekk út í snjóinn, tók af sér hálsmenið góða og dó. Fuðraði upp nánast eins og Luke Skywalker og Yoda. Eitt samt, ef Melisandre var búin að sjá þetta allt fyrir, þá hefði hún mögulega getað varað Dotraki-ana við því að þeir væru að sólunda lífum sínum með þessari rugl árás í upphafi orrustunnar. Það var ljóta ruglið og þau beisiklí gáfu Næturkonunginum þúsundir hermanna til viðbótar. Dothraki eru nefnilega ekki bara góðir á hestum. Þeir eru líka góðir bogamenn og hefðu nýst mun betur á og í turnum Winterfell. Þessi árás Dothraki var svo óheyrilega vitlaus, burtséð frá því hvað hún var töff, sem hún var. Verjendur Winterfell fengu smá vonar-sprautu frá Melisandre en hinir dauðu slökktu fljótt í þeim glæðum. Maður fékk smá á tilfinninguna að þetta yrði allt í lagi. Sú tilfinning mátti þó ekki vera til staðar lengi, þar sem við erum að tala um Game of Thrones. Dothraki eru svo til gott sem búnir að vera, þar sem Daenerys flutti alla stríðsmenn þjóðflokksins með sér til Westeros og þeir eru núna nánast allir, ef ekki allir, dauðir. Í mínum huga er ástæðan einföld. Leti. Handritshöfundarnir nenntu ekki að spá í því hvað eigi að gera við alla þessa Dothraki í átökunum við Cersei og kannski sérstaklega eftir þau. Leti. Ég gæti þó haft rangt fyrir mér. Ég er mikið í því þessa dagana.Stakk ofan í Sönsu Í því samhengi verð ég að játa mig sigraðan varðandi grafhvelfingu Winterfell. Mér fannst nánast ómögulegt að líkin í þessari grafhvelfingu myndu rísa upp frá dauðum. Sérstaklega vegna þess að mér fannst það of fyrirsjáanlegt og það meikaði eiginlega ekki sens. Ef öll þessi lík voru þarna niðri, af hverju í ósköpunum voru þau ekki fjarlægð og brennd? Þetta lið var að berjast gegn gaurum sem vekja upp lík og þeim datt ekki í hug að ganga úr skugga að þeir stæðu ekki á haug af líkum þegar orrustan hófst. Í öðru lagi fannst mér það ekki í takt við „raunveruleikann“. Lík Ned Stark var aldrei flutt norður, samkvæmt bókunum, og eina líkið sem ætti ekki að vera rotið í öreindir væri Rickon Stark. Sá næsti sem ætti að liggja þarna er Lyanna Stark, ef hún var flutt norður. Þar dó þó enginn sem skiptir máli.Sansa og Tyrion, sem virtust þau einu sem voru vopnuð í grafhvelfingunni, áttu ljúfa stund saman á meðan hinir dauðu voru að myrða konur og börn í kringum þau. Þeim virtist þykja vænt um hvort annað þar sem þau voru í felum með vopnin sín. Skömmu áður höfðu þau rætt hjónaband sitt og Sansa sagði hann hafa verið einn af sínum bestu eiginmönnum. Það er í fyrsta lagi hræðilegt hrós, þar sem hinn eiginmaðurinn var Ramsay Bolton, og hún orðaði það undarlega þar sem það var enginn þriðji eiginmaður. Þeir voru bara tveir. Sansa sagði að hjónaband þeirra myndi aldrei ganga upp því Tyrion var svo tryggur „drekadrottningunni“. Það myndi ávalt vera vandamál. Missandei stakk því þó ofan í Sönsu og benti henni á, í aðeins fleiri orðum, að án hennar væru þau þegar öll dauð. Sem er rétt. Daenerys var þarna úti að berjast gegn hinum dauðu. Sansa er bara vanþakklát og gráðug. Hún er farin að fara gífurlega í taugarnar á mér.Byr undir báða vængi Snúum okkur aftur að Melisandre. Hún rifjaði einnig upp það sem hún sagði við Aryu þegar þær hittust fyrst og nornin komst á lista hennar. Það var í þriðju þáttaröð og Melisandre sagði að Arya myndi myrða marga í gegnum árin. Hún sagði það betur en ég en meiningin var sú sama. Hún sagði að Arya myndi loka brúnum, grænum og „bláum augum“ með áherslu á bláum. Hafið þó í huga að ef það er hægt að marka þá Benioff og Weiss sögðu þeir hafa tekið þessa ákvörðun fyrir þremur árum. Orð Melisandre til Aryu eru eldri en það og því virðist sem þau hafi verið jákvæð tilviljun.Beric var einnig á lista Aryu og hann kom einnig að endalokum Næturkonungsins með óbeinum hætti. Hann fórnaði lífi sínu fyrir líf Aryu, svo hún gæti hitt Melisandre og þar af leiðandi farið á eftir NK. Beric hafði verið endurlífgaður margsinnis af R‘hllor, án þess þó að hafa hugmynd um af hverju og leitaði hann að tilgangi sínum. Miðað við þetta virðist sem að rauði guðinn sé alfarið með Aryu í liði.Mér fannst þátturinn byrja einstaklega vel með þessari löngu senu af Sam og Tyrion. Þar sáum við vel hve mikið gekk á í Winterfell og hvað allir voru að farast úr spennu. Þessi spenna var smitandi og henni var haldið í fimmta gír allan þáttinn. Áætlun verjenda Winterfell entist ekki lengi enda virðist hún hafa verið ömurleg. Daenerys var ekki sátt við að sjá Dothraki nánast útrýmt og ákvað að hún og Jon, Drogon og Rhaegal skyldu ekki bíða eftir Næturkonunginum og Viserion, heldur skyldu þau hjálpa gegn hinum dauðu. Næturkonungurinn mætti þó á endanum réðst á þau tvö á baki Viserion. Það var mjög flott atriði, þrátt fyrir að maður hafi lítið séð hvað var að gerast og hvaða dreki var að bíta hvern. Ég skil samt ekki af hverju Daenerys er ekki búin að láta útbúa einhvers konar hnakk fyrir sig. Hún hangir alltaf á bakinu á Drogon á höndunum einum eins og illa gerður hlutur. Eitt af mest töff atriðum þáttarins var þó án efa þegar bæði Jon Snow og NK voru á jörðu niðri, fyrir utan Winterfell. Þegar Jon reyndi að elta drullusokkinn uppi og NK byrjaði að lyfta höndunum, Hardhome-style, hélt ég að það myndi líða yfir mig. Mögulega var þetta besta „Come at me bro“ móment heimsins.Gefum okkur smá tíma til að hugsa um hve æðislegt það er að þessir sjónvarpsþættir, þar sem maður gat ekki verið viss um hvort að góða liðið eða vonda liðið myndi vinna, séu til. Það var þó áhugavert að sjá að Næturkonungurinn virtist ekki geta vakið þá úr her sínum sem höfðu verið endurdrepnir aftur til ólífsins. Hver uppvakningur fékk því eingöngu eitt tækifæri til að vera ódauður.Hvítgenglar og her hinna dauðu er þó í fortíðinni. Þar er ég samt með eina pælingu. Hvernig í ósköpunum tókst Fyrstu mönnunum og Börnum skógarins að sigra hina dauðu í gamla daga, án þess að drepa Næturkonunginn? Þeir hefðu einhvern veginn þurft að sigra allan herinn hans, án þess að missa menn og reka hann á brott. Það skiptir svo sem engu máli, en mögulega fáum við svör við því í nýju þáttunum sem verið er að vinna að. Það væri líka gaman að fá meiri upplýsingar um NK, af hverju hann vill drepa fleiri og slíkt.Theon fékk uppreist æru, eða eitthvað svoleiðis, áður en hann dó. Bran þakkaði honum fyrir vörnina og sagði hann góðan mann. Hann var það þó alls ekki alltaf. Bara alls ekki. Hann átti þó rosalegt „last stand“, nánast jafn gott og Ned Stark í myndinni þarna um hringinn. Þegar örvarnar voru búnar barði hann uppvakningana með boganum sínum og svo spjóti með oddi úr drekagleri. Theon var sá eini sem var ALLTAF að fara að drepast. Hann vissi það og við vissum það. Yara á ekki eftir að vera sátt.Hvað svo? Eðli málsins samkvæmt er ekkert mikið sem hægt er að skrifa um eftir þennan þátt. Þetta er tiltölulega borðliggjandi. The Great War er unnið og nú þarf okkar fólk að snúa sér að klikkuðu tussunni Cersei Lannister, sem við höfum reyndar ekkert séð til í tvo þætti. Eins og áður hefur komið fram er Cersei með tuttugu þúsund menn úr Gullnu herdeildinni og menn Euron Greyjoy. Það er þó spurning hvað hann gerir þegar hann fréttir að Yara frænka hans hafi tekið Pyke aftur. Mögulega stingur hann Cersei af. Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvað er að fara að gerast. Jon og Dany eiga væntanlega ekki stóran her eftir. Þau eiga þó tvo geggjaða dreka en þar á móti, þá á Cersei stærðarinnar lásboga sem eru hannaðir til að drepa dreka.Ekki megum við gleyma honum Bronn. Hann er væntanlega einhversstaðar á leiðinni norður og með lásbogann sem Tyrion notaði til að drepa Tywin föður sinn. Bronn fékk það verkefni frá Cersei að drepa bæði Tyrion og Jaime og það verður einstaklega forvitnilegt að sjá hvernig það fer. Hann hefur sýnt það áður að hann er málaliði í húð og hár og gæti alveg tekið upp á því að reyna að drepa þá bræður. Gisk: Bronn drepur Tyrion, Jaime drepur Bron og Jaime drepur Cersei. Eða...Bron drepur Jaime, Tyrion drepur Bron, Tyrion drepur Cersei og Brienne giftist Tormund. Úff. Það væri rosalegt. Ég er mjög ánægður með að bæði Brienne og Tormund hafi lifað af. Talandi um hann. Munu villingarnir ganga til liðs við Dany gegn Cersei? Ég sé enga ástæðu fyrir því að þeir ættu að hafa minnsta áhuga á því. Tormund gerir það kannski til að elta Brienne. Það er efni í sitcom. Sveitadurgur flytur í borgina til að ganga í augun á stúlku. Annars er erfitt að reyna að gera sér í hugarlund hvernig þetta mun fara allt saman.Punktar og vangaveltur -Það er ómögulegt að ljúka þessu án þess að nefna dauða Jorah. Hann fórnaði sér heldur betur fyrir Deanerys og hélt lífinu í henni gegn ofurefli. Líf hans hefur í raun verið í höndum hennar í fjölmörg ár, þegar þarna var að komið. Iain Glen, sem leikur Jorah, segir að honum finnist þetta hafa verið „réttur endir“ fyrir þann gamla.S8 Ep 3: An Act of Love-Mormontættin virðist útdauð. Nema Jorah og Lyanna hafi átt einhvern frænda í felum einhvers staðar. -Það verður að segjast að það var ákveðið spennufall þarna í lok þáttarins. Er samt ekki tiltölulega jákvætt að Næturkonungurinn sé bara dauður? Nú eru drekarnir svo til gott sem eina ævintýraelementið sem er eftir. Það er búið að byggja upp þetta stríð frá fyrsta þætti og svo lauk því bara. Því lauk reyndar í alfarið geggjuðum þætti en ég skil alveg að fólk sé hissa og jafnvel sárt. Fyrir mitt leyti, vonast ég til þess að fá allavega einn heilan þátt þar sem sögunni er lokað vel og við fáum að sjá hvað verður um þær persónur sem lifa af. -Sér Bran framtíðina? Það er vert að velta því fyrir sér eftir þennan þátt. Það var hann sem lét Aryu fá rýtinginn sem hún notaði til að drepa NK, sama rýting og notaður var til að reyna að myrða Bran í fyrstu þáttaröð. Það hefur aldrei komið neitt fram um að hann gæti séð framtíðina. Kannski hafði hann enga sérstaka ástæðu til að gefa Aryu rýtinginn.Bran gave Arya the Valyrian steel dagger in the same spot she used it to kill the #NightKing#GameofThrones#BattleofWinterfellpic.twitter.com/vwYvBdJ96m — Game of Thrones Facts (@thronesfacts) April 29, 2019 -Þessi þáttur gerði mig allt of spenntan fyrir bókunum tveimur sem eru eftir. Ég er orðinn sannfærður um að þættirnir séu komnir mjög langt frá þeim og framvinda mála verði gjörsamlega allt önnur. -Sandor Clegane lifði af. Hann fríkaði þó aðeins út þegar Melisandre kveikti í skurðinum. Hann þarf að komast yfir það, ef hann ætlar að beita logandi sverði Beric, áður í eigu Thoros, gegn líki bróður síns í Kings Landing. #CleganeBowl -Það var gott að sjá hvernig það að sjá Aryu í vandræðum fékk Sandor úr ruglinu sem hann var í. Hann hljóp strax af stað til að bjarga henni og Beric elti, sem betur fer. -Ég hefði viljað sjá meira til fleiri Hvítgengla. Sá eini sem var í einhverju aksjóni var Næturkonungurinn. Reyndar, til hvers að setja sig í hættu þegar þú ert með hundrað þúsund lík? -Hversu flott var langa atriðið þegar Jon var að hlaupa í gegnum Winterfell til að reyna að bjarga Bran? Mjög. Það var mjög flott. Ekki bara það hve vel atriðið sjálft var skotið heldur líka aðstæðurnar. Þarna hljóp Jon fram hjá fólki sem var í brjáluðum vandræðum og þá sérstaklega Sam. Jon hjálpaði honum þó ekki, heldur hljóp af stað til að reyna að fella Næturkonunginn. Hann vissi að það þurfti að gerast því annars myndu þau öll vera drepin. -Mér fannst fjöldi uppvakninga í þessum þætti eitthvað undarlegur. Það virkaði svo undarlegt hvernig þeir voru stundum alls staðar í hundraðatali og svo á köflum virtust þeir hvergi.Hér að neðan má sjá þá David Benioff og D.B. Weiss ræða síðasta þátt. Hvað þeir voru að hugsa og hvað persónur þáttanna voru að hugsa í tilteknum atriðum.Hér má svo sjá 40 mínútna myndband um framleiðslu þáttarins. Þarna er farið vel yfir hve mikil bilun þessi þáttur er. Takið ykkur endilega smá tíma frá vinnu til að skoða þetta, því þetta er mjög áhugavert og sýnir vel hve stórt fyrirtæki Game of Thrones er orðið.Við endum svo, eins og áður, á stiklunni fyrir næsta þátt. Það er ýmislegt sem maður sér þarna. Í fyrsta lagi eru báðir drekarnir á lífi og það sama má segja um Ghost, einhverra hluta vegna. Cersei og Euron safna saman herafla sínum. Daenerys virðist tryggja sér hollystu lávarða norðursins, lík eru brennd og ýmislegt fleira. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Ballið byrjar á ný, loksins Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. 16. apríl 2019 08:45 Game of Thrones: Lognið á undan storminum Hér er farið yfir vendingar í öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 24. apríl 2019 08:45 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Spennuspillar! Hér verður farið yfir þriðja þátt áttundu þáttaraðar Game of Thrones, sem var btw eitthvað það besta sem boðið hefur verið upp á í sjónvarpi, þó margt hafi farið í taugarnar á undirrituðum. Þið þekkið þetta. Ef þið eruð ekki búin að horfa, ekki lesa. Nema ykkur sé sama um hvað gerist. Þá megið þið endilega lesa.pic.twitter.com/VwC5axX3D5 — kartik (@kartik73) April 29, 2019 Hvað getur maður sagt? Guð minn góður! Þetta var rosalegur þáttur. Þrátt fyrir myrkrið, það var of mikið. Sem er að vissu leyti kjaftæði því þetta var líklegast besta sjónvarp sem ég hef nokkurn tímann séð og myrkrið gerði mikið fyrir andrúmsloftið. Það var sérstaklega flott í byrjun hvernig hinir dauðu skullu á þeim eins og bylgja af myrkri. Það gerði mikið fyrir þáttinn en þrátt fyrir það finnst mér að það hefði verið gaman að sjá betur hvað var að gerast þarna. Eins og ég segi hér að ofan var slatti sem fór í taugarnar á mér en þetta var samt algerlega geggjað. Tökurnar, tónlistin, hasarinn, spennan og dauðdagarnir. Ég var svei mér þá bara eftir mig eftir þennan þátt. Ég er ekki viss um að það verði mikið samhengi í þessu hjá mér. Bæði er ég enn mjög hæpaður og þegar ég er að skrifa þetta, er mánudagsmorgun og ég er svo til gott sem ósofinn. Lífið er mjög erfitt þessa stundina og ég gæfi allt til að geta púllað smá Costanza. Fokking opin vinnurými.Guggnuðu þeir? Það dóu færri en ég átti von á. Mun færri jafnvel. Í engri sérstakri röð dóu Theon, Jorah, Beric, Melisandre og tvær hliðarpersónur Edd Tollett og Lyanna Mormont, sem fékk reyndar svalasta dauðdaga þáttarins, þó hann hafi ekki verið mjög Game of Thrones. Persónulega hefði ég viljað sjá risann drepa hana og halda áfram. Þetta var svo klisjukennt eitthvað, þó hún hafi átt þetta skilið. Ég átti von á fleiri dauðdögum og það er auðvelt að gera sér í hugarlund að forsvarsmenn þáttanna hafi guggnað. Það eru þó þrír kvikmyndalangir þættir eftir og eitthvað verður að gerast í þeim. Það er eflaust langt frá því að hetjurnar okkar séu öruggar. Þá verður maður að minnast á það að bæði Jorah og Edd björguðu lífi Sam áður en þeir voru drepnir. Sam stóð sig þó eins og hetja. Þannig. Það er þó ekki hægt að taka það af honum að hann lifði af, þvert á allar væntingar, og þurfti heldur betur að hafa fyrir því.S8 Ep 3: The Great WarSvo virðist sem að allflestir Unsullied hafi dáið. Þeir fórnuðu sér flestir til að vernda undanhaldið á bakvið veggi Winterfell. Örlög þeirra voru innsigluð þegar Grey Worm felldi brúna yfir logandi skurðinn.Arya for the win!Arya er MVP Westeros þessa stundina. Þvílíka innkoman. Ég fór næstum því úr axlarlið við að fistpumpa út í loftið í stofunni heima hjá mér og öskra eins lágt og ég gat. Þetta var einstaklega ánægjulegt og sérstaklega út af því að ég hefði nánast alveg misst vonina. Það voru einhvern veginn allir hársbreidd frá dauðanum á þessu augnabliki (höfðu reyndar verið það í góðan hálftíma) og ég hafði alveg gleymt Aryu. Sem var tilgangurinn með því að hafa hana ekkert í mynd í aðdragandanum. Hún laumaðist aftan að NK, eins og hún gerði við Jon Snow á sama stað í fyrsta þætti þáttaraðarinnar, og ætlaði að leika Ezio Auditore eftir sem heppnaðist þó ekki vel í fyrstu. Hún notaðist þó við sama bragð og hún notaði á Brienne þegar þær tvær æfðu sig saman í síðustu þáttaröð og stakk Valýríustáli beint í drekaglerið í Næturkonunginum. Með klassísku Jordan múvi lauk átta þúsund ára sögu hans.David Benioff og D.B. Weiss sögðu í myndbandi sem birt var í kjölfar þáttarins að þeir hafi ákveðið að Arya myndi ganga frá Næturkonunginum fyrir þremur árum. Þeim hafi þótt of fyrirsjáanlegt að láta Jon Snow gera það. Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það. Mér finnst eins og það sé verið að fórna sögunni fyrir töff sjónvarp. Þetta var mjög töff sjónvarp, þeir mega eiga það, en hvað með Prinsinn sem okkur var lofað? Hvar er hann? Í viðtali við Entertainment Weekly segir Maise Williams frá því þegar hún sagði kærasta sínum frá því að Arya myndi ganga frá Næturkonunginum. Hans fyrstu viðbrögð voru að segja: „Hmmm, ætti það ekki að vera Jon, er það ekki?“Ég er með kærastanum í liði og fannst illa farið með minn mann í þessum þætti. Jon Snow var einhvern veginn bara í ruglinu allan þáttinn. Það er ekkert endilega að fyrirsjáanleika ef það er gert rétt. Segi ég, handritshöfundurinn mikli.Behind the Scenes of Arya killing the #NightKing... watch till the end#NotToday #GameOfThrones pic.twitter.com/iPwVyiqGGA — Game of Thrones Facts (@thronesfacts) April 29, 2019Lífsstarfinu lokið Melisandre var mjög mikilvægur þátttakandi í endalokum Næturkonungsins. Þvílíka innkoman sem hún átti, og brottförin líka, þegar út í það er farið. Hún virtist sjá þetta alveg fyrir og gaf Aryu byr undir báða vængi með því að rifja upp eitthvað sem einn af uppáhalds mönnum Aryu sagði við hana í fyrstu þáttaröð. Hann hét Syrio Forel og þjálfaði Aryu í skylmingum. Það hafði einnig verið magnað að sjá Aryu verða skíthrædda og flýja undan hinum dauðu. Það var svo mannlegt eitthvað. Hún virtist alveg vera að fríka út þar til Melisandre sagði þessi fallegu orð: „What do we say to the god of Death?:“ „Not today,“ svaraði Arya og hljóp af stað til að bjarga málunum.Mér fannst dauði Melisandre magnaður. Davos elti hana úr Winterfell með það í huga að drepa hana fyrir að brenna Shireen Baratheon lifandi en Melisandre sá um sig sjálf. Lífsstarfi hennar var lokið og hún bara gekk út í snjóinn, tók af sér hálsmenið góða og dó. Fuðraði upp nánast eins og Luke Skywalker og Yoda. Eitt samt, ef Melisandre var búin að sjá þetta allt fyrir, þá hefði hún mögulega getað varað Dotraki-ana við því að þeir væru að sólunda lífum sínum með þessari rugl árás í upphafi orrustunnar. Það var ljóta ruglið og þau beisiklí gáfu Næturkonunginum þúsundir hermanna til viðbótar. Dothraki eru nefnilega ekki bara góðir á hestum. Þeir eru líka góðir bogamenn og hefðu nýst mun betur á og í turnum Winterfell. Þessi árás Dothraki var svo óheyrilega vitlaus, burtséð frá því hvað hún var töff, sem hún var. Verjendur Winterfell fengu smá vonar-sprautu frá Melisandre en hinir dauðu slökktu fljótt í þeim glæðum. Maður fékk smá á tilfinninguna að þetta yrði allt í lagi. Sú tilfinning mátti þó ekki vera til staðar lengi, þar sem við erum að tala um Game of Thrones. Dothraki eru svo til gott sem búnir að vera, þar sem Daenerys flutti alla stríðsmenn þjóðflokksins með sér til Westeros og þeir eru núna nánast allir, ef ekki allir, dauðir. Í mínum huga er ástæðan einföld. Leti. Handritshöfundarnir nenntu ekki að spá í því hvað eigi að gera við alla þessa Dothraki í átökunum við Cersei og kannski sérstaklega eftir þau. Leti. Ég gæti þó haft rangt fyrir mér. Ég er mikið í því þessa dagana.Stakk ofan í Sönsu Í því samhengi verð ég að játa mig sigraðan varðandi grafhvelfingu Winterfell. Mér fannst nánast ómögulegt að líkin í þessari grafhvelfingu myndu rísa upp frá dauðum. Sérstaklega vegna þess að mér fannst það of fyrirsjáanlegt og það meikaði eiginlega ekki sens. Ef öll þessi lík voru þarna niðri, af hverju í ósköpunum voru þau ekki fjarlægð og brennd? Þetta lið var að berjast gegn gaurum sem vekja upp lík og þeim datt ekki í hug að ganga úr skugga að þeir stæðu ekki á haug af líkum þegar orrustan hófst. Í öðru lagi fannst mér það ekki í takt við „raunveruleikann“. Lík Ned Stark var aldrei flutt norður, samkvæmt bókunum, og eina líkið sem ætti ekki að vera rotið í öreindir væri Rickon Stark. Sá næsti sem ætti að liggja þarna er Lyanna Stark, ef hún var flutt norður. Þar dó þó enginn sem skiptir máli.Sansa og Tyrion, sem virtust þau einu sem voru vopnuð í grafhvelfingunni, áttu ljúfa stund saman á meðan hinir dauðu voru að myrða konur og börn í kringum þau. Þeim virtist þykja vænt um hvort annað þar sem þau voru í felum með vopnin sín. Skömmu áður höfðu þau rætt hjónaband sitt og Sansa sagði hann hafa verið einn af sínum bestu eiginmönnum. Það er í fyrsta lagi hræðilegt hrós, þar sem hinn eiginmaðurinn var Ramsay Bolton, og hún orðaði það undarlega þar sem það var enginn þriðji eiginmaður. Þeir voru bara tveir. Sansa sagði að hjónaband þeirra myndi aldrei ganga upp því Tyrion var svo tryggur „drekadrottningunni“. Það myndi ávalt vera vandamál. Missandei stakk því þó ofan í Sönsu og benti henni á, í aðeins fleiri orðum, að án hennar væru þau þegar öll dauð. Sem er rétt. Daenerys var þarna úti að berjast gegn hinum dauðu. Sansa er bara vanþakklát og gráðug. Hún er farin að fara gífurlega í taugarnar á mér.Byr undir báða vængi Snúum okkur aftur að Melisandre. Hún rifjaði einnig upp það sem hún sagði við Aryu þegar þær hittust fyrst og nornin komst á lista hennar. Það var í þriðju þáttaröð og Melisandre sagði að Arya myndi myrða marga í gegnum árin. Hún sagði það betur en ég en meiningin var sú sama. Hún sagði að Arya myndi loka brúnum, grænum og „bláum augum“ með áherslu á bláum. Hafið þó í huga að ef það er hægt að marka þá Benioff og Weiss sögðu þeir hafa tekið þessa ákvörðun fyrir þremur árum. Orð Melisandre til Aryu eru eldri en það og því virðist sem þau hafi verið jákvæð tilviljun.Beric var einnig á lista Aryu og hann kom einnig að endalokum Næturkonungsins með óbeinum hætti. Hann fórnaði lífi sínu fyrir líf Aryu, svo hún gæti hitt Melisandre og þar af leiðandi farið á eftir NK. Beric hafði verið endurlífgaður margsinnis af R‘hllor, án þess þó að hafa hugmynd um af hverju og leitaði hann að tilgangi sínum. Miðað við þetta virðist sem að rauði guðinn sé alfarið með Aryu í liði.Mér fannst þátturinn byrja einstaklega vel með þessari löngu senu af Sam og Tyrion. Þar sáum við vel hve mikið gekk á í Winterfell og hvað allir voru að farast úr spennu. Þessi spenna var smitandi og henni var haldið í fimmta gír allan þáttinn. Áætlun verjenda Winterfell entist ekki lengi enda virðist hún hafa verið ömurleg. Daenerys var ekki sátt við að sjá Dothraki nánast útrýmt og ákvað að hún og Jon, Drogon og Rhaegal skyldu ekki bíða eftir Næturkonunginum og Viserion, heldur skyldu þau hjálpa gegn hinum dauðu. Næturkonungurinn mætti þó á endanum réðst á þau tvö á baki Viserion. Það var mjög flott atriði, þrátt fyrir að maður hafi lítið séð hvað var að gerast og hvaða dreki var að bíta hvern. Ég skil samt ekki af hverju Daenerys er ekki búin að láta útbúa einhvers konar hnakk fyrir sig. Hún hangir alltaf á bakinu á Drogon á höndunum einum eins og illa gerður hlutur. Eitt af mest töff atriðum þáttarins var þó án efa þegar bæði Jon Snow og NK voru á jörðu niðri, fyrir utan Winterfell. Þegar Jon reyndi að elta drullusokkinn uppi og NK byrjaði að lyfta höndunum, Hardhome-style, hélt ég að það myndi líða yfir mig. Mögulega var þetta besta „Come at me bro“ móment heimsins.Gefum okkur smá tíma til að hugsa um hve æðislegt það er að þessir sjónvarpsþættir, þar sem maður gat ekki verið viss um hvort að góða liðið eða vonda liðið myndi vinna, séu til. Það var þó áhugavert að sjá að Næturkonungurinn virtist ekki geta vakið þá úr her sínum sem höfðu verið endurdrepnir aftur til ólífsins. Hver uppvakningur fékk því eingöngu eitt tækifæri til að vera ódauður.Hvítgenglar og her hinna dauðu er þó í fortíðinni. Þar er ég samt með eina pælingu. Hvernig í ósköpunum tókst Fyrstu mönnunum og Börnum skógarins að sigra hina dauðu í gamla daga, án þess að drepa Næturkonunginn? Þeir hefðu einhvern veginn þurft að sigra allan herinn hans, án þess að missa menn og reka hann á brott. Það skiptir svo sem engu máli, en mögulega fáum við svör við því í nýju þáttunum sem verið er að vinna að. Það væri líka gaman að fá meiri upplýsingar um NK, af hverju hann vill drepa fleiri og slíkt.Theon fékk uppreist æru, eða eitthvað svoleiðis, áður en hann dó. Bran þakkaði honum fyrir vörnina og sagði hann góðan mann. Hann var það þó alls ekki alltaf. Bara alls ekki. Hann átti þó rosalegt „last stand“, nánast jafn gott og Ned Stark í myndinni þarna um hringinn. Þegar örvarnar voru búnar barði hann uppvakningana með boganum sínum og svo spjóti með oddi úr drekagleri. Theon var sá eini sem var ALLTAF að fara að drepast. Hann vissi það og við vissum það. Yara á ekki eftir að vera sátt.Hvað svo? Eðli málsins samkvæmt er ekkert mikið sem hægt er að skrifa um eftir þennan þátt. Þetta er tiltölulega borðliggjandi. The Great War er unnið og nú þarf okkar fólk að snúa sér að klikkuðu tussunni Cersei Lannister, sem við höfum reyndar ekkert séð til í tvo þætti. Eins og áður hefur komið fram er Cersei með tuttugu þúsund menn úr Gullnu herdeildinni og menn Euron Greyjoy. Það er þó spurning hvað hann gerir þegar hann fréttir að Yara frænka hans hafi tekið Pyke aftur. Mögulega stingur hann Cersei af. Ég hef satt að segja ekki hugmynd um hvað er að fara að gerast. Jon og Dany eiga væntanlega ekki stóran her eftir. Þau eiga þó tvo geggjaða dreka en þar á móti, þá á Cersei stærðarinnar lásboga sem eru hannaðir til að drepa dreka.Ekki megum við gleyma honum Bronn. Hann er væntanlega einhversstaðar á leiðinni norður og með lásbogann sem Tyrion notaði til að drepa Tywin föður sinn. Bronn fékk það verkefni frá Cersei að drepa bæði Tyrion og Jaime og það verður einstaklega forvitnilegt að sjá hvernig það fer. Hann hefur sýnt það áður að hann er málaliði í húð og hár og gæti alveg tekið upp á því að reyna að drepa þá bræður. Gisk: Bronn drepur Tyrion, Jaime drepur Bron og Jaime drepur Cersei. Eða...Bron drepur Jaime, Tyrion drepur Bron, Tyrion drepur Cersei og Brienne giftist Tormund. Úff. Það væri rosalegt. Ég er mjög ánægður með að bæði Brienne og Tormund hafi lifað af. Talandi um hann. Munu villingarnir ganga til liðs við Dany gegn Cersei? Ég sé enga ástæðu fyrir því að þeir ættu að hafa minnsta áhuga á því. Tormund gerir það kannski til að elta Brienne. Það er efni í sitcom. Sveitadurgur flytur í borgina til að ganga í augun á stúlku. Annars er erfitt að reyna að gera sér í hugarlund hvernig þetta mun fara allt saman.Punktar og vangaveltur -Það er ómögulegt að ljúka þessu án þess að nefna dauða Jorah. Hann fórnaði sér heldur betur fyrir Deanerys og hélt lífinu í henni gegn ofurefli. Líf hans hefur í raun verið í höndum hennar í fjölmörg ár, þegar þarna var að komið. Iain Glen, sem leikur Jorah, segir að honum finnist þetta hafa verið „réttur endir“ fyrir þann gamla.S8 Ep 3: An Act of Love-Mormontættin virðist útdauð. Nema Jorah og Lyanna hafi átt einhvern frænda í felum einhvers staðar. -Það verður að segjast að það var ákveðið spennufall þarna í lok þáttarins. Er samt ekki tiltölulega jákvætt að Næturkonungurinn sé bara dauður? Nú eru drekarnir svo til gott sem eina ævintýraelementið sem er eftir. Það er búið að byggja upp þetta stríð frá fyrsta þætti og svo lauk því bara. Því lauk reyndar í alfarið geggjuðum þætti en ég skil alveg að fólk sé hissa og jafnvel sárt. Fyrir mitt leyti, vonast ég til þess að fá allavega einn heilan þátt þar sem sögunni er lokað vel og við fáum að sjá hvað verður um þær persónur sem lifa af. -Sér Bran framtíðina? Það er vert að velta því fyrir sér eftir þennan þátt. Það var hann sem lét Aryu fá rýtinginn sem hún notaði til að drepa NK, sama rýting og notaður var til að reyna að myrða Bran í fyrstu þáttaröð. Það hefur aldrei komið neitt fram um að hann gæti séð framtíðina. Kannski hafði hann enga sérstaka ástæðu til að gefa Aryu rýtinginn.Bran gave Arya the Valyrian steel dagger in the same spot she used it to kill the #NightKing#GameofThrones#BattleofWinterfellpic.twitter.com/vwYvBdJ96m — Game of Thrones Facts (@thronesfacts) April 29, 2019 -Þessi þáttur gerði mig allt of spenntan fyrir bókunum tveimur sem eru eftir. Ég er orðinn sannfærður um að þættirnir séu komnir mjög langt frá þeim og framvinda mála verði gjörsamlega allt önnur. -Sandor Clegane lifði af. Hann fríkaði þó aðeins út þegar Melisandre kveikti í skurðinum. Hann þarf að komast yfir það, ef hann ætlar að beita logandi sverði Beric, áður í eigu Thoros, gegn líki bróður síns í Kings Landing. #CleganeBowl -Það var gott að sjá hvernig það að sjá Aryu í vandræðum fékk Sandor úr ruglinu sem hann var í. Hann hljóp strax af stað til að bjarga henni og Beric elti, sem betur fer. -Ég hefði viljað sjá meira til fleiri Hvítgengla. Sá eini sem var í einhverju aksjóni var Næturkonungurinn. Reyndar, til hvers að setja sig í hættu þegar þú ert með hundrað þúsund lík? -Hversu flott var langa atriðið þegar Jon var að hlaupa í gegnum Winterfell til að reyna að bjarga Bran? Mjög. Það var mjög flott. Ekki bara það hve vel atriðið sjálft var skotið heldur líka aðstæðurnar. Þarna hljóp Jon fram hjá fólki sem var í brjáluðum vandræðum og þá sérstaklega Sam. Jon hjálpaði honum þó ekki, heldur hljóp af stað til að reyna að fella Næturkonunginn. Hann vissi að það þurfti að gerast því annars myndu þau öll vera drepin. -Mér fannst fjöldi uppvakninga í þessum þætti eitthvað undarlegur. Það virkaði svo undarlegt hvernig þeir voru stundum alls staðar í hundraðatali og svo á köflum virtust þeir hvergi.Hér að neðan má sjá þá David Benioff og D.B. Weiss ræða síðasta þátt. Hvað þeir voru að hugsa og hvað persónur þáttanna voru að hugsa í tilteknum atriðum.Hér má svo sjá 40 mínútna myndband um framleiðslu þáttarins. Þarna er farið vel yfir hve mikil bilun þessi þáttur er. Takið ykkur endilega smá tíma frá vinnu til að skoða þetta, því þetta er mjög áhugavert og sýnir vel hve stórt fyrirtæki Game of Thrones er orðið.Við endum svo, eins og áður, á stiklunni fyrir næsta þátt. Það er ýmislegt sem maður sér þarna. Í fyrsta lagi eru báðir drekarnir á lífi og það sama má segja um Ghost, einhverra hluta vegna. Cersei og Euron safna saman herafla sínum. Daenerys virðist tryggja sér hollystu lávarða norðursins, lík eru brennd og ýmislegt fleira.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Game of Thrones: Ballið byrjar á ný, loksins Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. 16. apríl 2019 08:45 Game of Thrones: Lognið á undan storminum Hér er farið yfir vendingar í öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 24. apríl 2019 08:45 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Game of Thrones: Ballið byrjar á ný, loksins Guðirnir eru góðir. Game of Thrones er byrjað á ný. 16. apríl 2019 08:45
Game of Thrones: Lognið á undan storminum Hér er farið yfir vendingar í öðrum þætti áttundu þáttaraðar Game of Thrones. 24. apríl 2019 08:45