Umhverfisráðherra plokkar við Vesturlandsveg: „Sorp er fyrst og fremst verðmæti“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. apríl 2019 11:57 Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra var mættur að plokka við Vesturlandsveg ásamt vöskum plokkurum. Vísir/Friðrik Þór Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Á höfuðborgarsvæðinu verður sjónum beint að Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi en skipulagt plokk fer fram víða um land í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn 2019 formlega klukkan tíu í morgun. „Ég er staddur hérna við Vesturlandsveginn ásamt hópi af góðu fólki og hér er af nógu að taka,“ sagði Guðmundur Ingi, þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Það er mikið rusl, það er ekki hægt að segja annað.“ Hann telur þurfa á enn meiri vitundarvakningu að halda í umhverfismálum, plokkið sé aðeins einn liður í því en um mikilvægt átak sé að ræða. „Ég held að við þurfum bara öll að huga mjög vel að því að sorp er fyrst og fremst verðmæti. Við eigum bæði að reyna að draga úr myndun þess, nota hlutina betur. Það sem að verður síðan afgangs, það er að segja sem að er rusl, það þarf að koma því í réttan farveg,“ segir Guðmundur Ingi. Plokkað er á nokkrum skipulögðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en sveitarfélög, félagasamtök og almenningur víða um land hafa skipulagt stór og smá plokkverkefni í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst taka til hendinni í Garðabæ klukkan tvö í dag.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lét sitt ekki eftir liggja.Vísir/Friðrik Þór Umhverfismál Tengdar fréttir Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun 27. apríl 2019 20:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Rusl er verðmæti sem hægt er að nýta betur segir umhverfisráðherra sem ræsti stóra plokkdaginn sem er í dag. Forseti Íslands ætlar einnig að taka til hendinni ásamt plokkurum um land allt í tilefni dagsins. Markmiðið með plokkinu er að hreinsa til í umhverfinu, tína rusl og koma því í endurvinnslu. Á höfuðborgarsvæðinu verður sjónum beint að Reykjanesbraut, Vesturlandsvegi og Suðurlandsvegi en skipulagt plokk fer fram víða um land í dag. Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra setti stóra plokkdaginn 2019 formlega klukkan tíu í morgun. „Ég er staddur hérna við Vesturlandsveginn ásamt hópi af góðu fólki og hér er af nógu að taka,“ sagði Guðmundur Ingi, þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. „Það er mikið rusl, það er ekki hægt að segja annað.“ Hann telur þurfa á enn meiri vitundarvakningu að halda í umhverfismálum, plokkið sé aðeins einn liður í því en um mikilvægt átak sé að ræða. „Ég held að við þurfum bara öll að huga mjög vel að því að sorp er fyrst og fremst verðmæti. Við eigum bæði að reyna að draga úr myndun þess, nota hlutina betur. Það sem að verður síðan afgangs, það er að segja sem að er rusl, það þarf að koma því í réttan farveg,“ segir Guðmundur Ingi. Plokkað er á nokkrum skipulögðum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag en sveitarfélög, félagasamtök og almenningur víða um land hafa skipulagt stór og smá plokkverkefni í dag. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst taka til hendinni í Garðabæ klukkan tvö í dag.Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra lét sitt ekki eftir liggja.Vísir/Friðrik Þór
Umhverfismál Tengdar fréttir Stóri plokkdagurinn fer fram á morgun 27. apríl 2019 20:00 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira