Ingveldur starfaði lengst af á Morgunblaðinu en þar hóf hún störf árið 2005. Árið 2013 færði hún sig um set og vann um skamma hríð sem fréttamaður á Stöð 2 áður en hún réði sig aftur yfir á Morgunblaðið þar sem hún starfaði til æviloka.
Gegndi hún einnig trúnaðarstörfum fyrir Blaðamannafélag Íslands en þar sat Ingveldur í varastjórn frá 2014-2015 og aðalstjórn frá árinu 2015 til ársins í ár.

Þar mátti sjá Ingveldi ólétta með eitt brjóst eftir að hafa farið í brjóstnám vegna krabbameinsmeðferðarinnar.
„Oft er talað um að fólk sé að berjast við krabbamein en ég lít ekki á þetta sem styrjöld. Bara verkefni, eins og svo margt annað sem við stöndum frammi fyrir í lífinu. Veikindi eru partur af lífinu. Mörgum sem greinast með krabbamein finnst lífið eflaust vera á móti sér og spyrja: Af hverju ég? Það hef ég aldrei gert. Ég spyr frekar: Af hverju ekki ég? Þetta fer á einhvern veg. Það er alveg ljóst. Fari þetta með mann í gröfina verður bara svo að vera,“ sagði Ingveldur um veikindin í forsíðuviðtali Morgunblaðsins 21. febrúar 2015.
Ingveldur lætur eftir sig eiginmann, tvö börn og þrjú stjúpbörn.