Uppnám á fundi Sjálfstæðisflokksins eftir fyrirspurn hælisleitenda Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2019 14:55 Ármann Kr. Ólafsson reyndi að halda fundinum á rólegum nótum. Facebook/Skjáskot Uppákoma varð á fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem ræða átti þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sátu fyrir svörum á fundinum þegar hælisleitendur í hópi fundargesta hugðust spyrja ráðherrana um málefni sín. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, birti myndband af uppákomunni á Facebook- síðu sinni en það má sjá hér neðst í fréttinni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri á fundinum. Bað hann mennina um að yfirgefa fundarsalinn og fara eftir settum reglum fundarins. Hann sagði að ekki þyrfti að hringja til lögreglu vegna málsins og vísaði til borgaralega klæddra manna sem hann sagði vera lögreglumenn. „Við notum þá bara í staðinn.“ Fréttastofa náði tali af Vilhjálmi nú síðdegis en hann sagði fundinn hafa farið rólega af stað. „Maður hafði nú búist við því að þetta gæti orðið einhvers konar átakafundur en það varð ekki, fram að þessu.“ Einn hælisleitendanna hafi síðan beðið um orðið með handauppréttingu. Þegar að honum kom bara hann upp spurningu á ensku, en Vilhjálmur segir fundarstjóra strax hafa gert athugasemd við það, auk þess sem fundarmenn hafi ókyrrst. Hann segir hælisleitandann hafa haldið áfram á ensku og að spurning hans hafi snúið að málefnum hælisleitendenda og beinst að Þórdísi, sem er starfandi dómsmálaráðherra. „Fundarstjóri tók aftur illa í það og fundarmenn líka og það mynduðust svolítil hróp úr þessu.“ Þá segist Vilhjálmur hafa tekið upp símann og tekið upp myndbandið sem sjá má að neðan. Garðabær Hælisleitendur Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira
Uppákoma varð á fundi Sjálfstæðisflokksins þar sem ræða átti þriðja orkupakkann. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, sátu fyrir svörum á fundinum þegar hælisleitendur í hópi fundargesta hugðust spyrja ráðherrana um málefni sín. Vilhjálmur Þorsteinsson, hugbúnaðarhönnuður, birti myndband af uppákomunni á Facebook- síðu sinni en það má sjá hér neðst í fréttinni. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, var fundarstjóri á fundinum. Bað hann mennina um að yfirgefa fundarsalinn og fara eftir settum reglum fundarins. Hann sagði að ekki þyrfti að hringja til lögreglu vegna málsins og vísaði til borgaralega klæddra manna sem hann sagði vera lögreglumenn. „Við notum þá bara í staðinn.“ Fréttastofa náði tali af Vilhjálmi nú síðdegis en hann sagði fundinn hafa farið rólega af stað. „Maður hafði nú búist við því að þetta gæti orðið einhvers konar átakafundur en það varð ekki, fram að þessu.“ Einn hælisleitendanna hafi síðan beðið um orðið með handauppréttingu. Þegar að honum kom bara hann upp spurningu á ensku, en Vilhjálmur segir fundarstjóra strax hafa gert athugasemd við það, auk þess sem fundarmenn hafi ókyrrst. Hann segir hælisleitandann hafa haldið áfram á ensku og að spurning hans hafi snúið að málefnum hælisleitendenda og beinst að Þórdísi, sem er starfandi dómsmálaráðherra. „Fundarstjóri tók aftur illa í það og fundarmenn líka og það mynduðust svolítil hróp úr þessu.“ Þá segist Vilhjálmur hafa tekið upp símann og tekið upp myndbandið sem sjá má að neðan.
Garðabær Hælisleitendur Kópavogur Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Enginn Íslendingur í haldi ICE Innlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Fleiri fréttir Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Ekki stætt utandyra segir lögreglan á Austurlandi Hefði ekki átt að ganga laus þegar morðin voru framin Braut húsaleigulög með litavalinu Stefnuræðu frestað til mánudags Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Sjá meira