Mörg hunduð prósenta verðhækkanir eigi sér langan aðdraganda Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. apríl 2019 12:55 Icelandair innleiddi nýtt tekjustýringarkefi í mars síðastliðnum. Vísir/Vilhelm Fjölbreyttari fargjaldaflokkar og alþjóðleg samkeppni eru meðal ástæðna þess að Icelandair hefur hækkað breytingargjald sitt á undanförnum mánuðum. Eins og nafnið gefur til kynna er gjaldið tekið þegar breytingar eru gerðar á flugmiðum sem keyptir hafa verið.DV vakti máls á því í gær að gjaldið væri nú á bilinu 25-40 þúsund krónur. Ýmsir þættir hafa áhrif á verðið, til að mynda farrými og áfangastaður, þannig er t.d. dýrara að eiga við miða til Bandaríkjanna. Á sama tíma á síðasta ári var gjaldið hins vegar á bilinu 5-15 þúsund krónur. Lægsta breytingargjaldið hefur því hækkað um 500% á einu ári, og það hæsta um næstum 267%. Í samskiptum við Vísi segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að breytingarnar hafi verið gerðar á verðskránni nú í mars síðastliðnum samhliða upptöku nýs tekjustýringakerfis. Undirbúningur við innleiðinguna hafi staðið yfir undanfarið ár og tengist verðbreytingarnar því ekki gjaldþroti WOW í lok mars. „Ástæða þessara verðbreytinga er sú að við bjóðum nú fjölbreyttari fargjaldaflokka en áður og breytingagjöld eru ekki innifalin í ódýrustu fargjöldum okkar,“ segir Ásdís og bætir við að alþjóðleg samkeppni hafi að sama skapi áhrif. „Mörg af þeim flugfélögum sem við erum í samkeppni við leyfa ekki breytingar á miðum sem keyptir hafa verið samkvæmt ódýrasta fargjaldaflokki þeirra,“ segir Ásdís. „Við gerum hins vegar breytingar á þessum miðum gegn gjaldi. Að sama skapi bjóðum við upp á fargjöld þar sem breytingargjald er innifalið,“ segir Ásdís aukinheldur. Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Fjölbreyttari fargjaldaflokkar og alþjóðleg samkeppni eru meðal ástæðna þess að Icelandair hefur hækkað breytingargjald sitt á undanförnum mánuðum. Eins og nafnið gefur til kynna er gjaldið tekið þegar breytingar eru gerðar á flugmiðum sem keyptir hafa verið.DV vakti máls á því í gær að gjaldið væri nú á bilinu 25-40 þúsund krónur. Ýmsir þættir hafa áhrif á verðið, til að mynda farrými og áfangastaður, þannig er t.d. dýrara að eiga við miða til Bandaríkjanna. Á sama tíma á síðasta ári var gjaldið hins vegar á bilinu 5-15 þúsund krónur. Lægsta breytingargjaldið hefur því hækkað um 500% á einu ári, og það hæsta um næstum 267%. Í samskiptum við Vísi segir Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, að breytingarnar hafi verið gerðar á verðskránni nú í mars síðastliðnum samhliða upptöku nýs tekjustýringakerfis. Undirbúningur við innleiðinguna hafi staðið yfir undanfarið ár og tengist verðbreytingarnar því ekki gjaldþroti WOW í lok mars. „Ástæða þessara verðbreytinga er sú að við bjóðum nú fjölbreyttari fargjaldaflokka en áður og breytingagjöld eru ekki innifalin í ódýrustu fargjöldum okkar,“ segir Ásdís og bætir við að alþjóðleg samkeppni hafi að sama skapi áhrif. „Mörg af þeim flugfélögum sem við erum í samkeppni við leyfa ekki breytingar á miðum sem keyptir hafa verið samkvæmt ódýrasta fargjaldaflokki þeirra,“ segir Ásdís. „Við gerum hins vegar breytingar á þessum miðum gegn gjaldi. Að sama skapi bjóðum við upp á fargjöld þar sem breytingargjald er innifalið,“ segir Ásdís aukinheldur.
Fréttir af flugi Icelandair Neytendur Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Trump-tollar tóku gildi í nótt Viðskipti erlent Enn ein eldrauð opnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira