Starfsumhverfi og kulnun Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir skrifar 26. apríl 2019 11:23 Undanfarið hefur mikið verið fjallað um vinnutengda kulnun og streitu í íslensku samfélagi. Vinnustaðurinn hefur bein áhrif á líkamlega, fjárhagslega og félagslega velferð starfsmanna og þar með heilsu fjölskyldna þeirra og samfélagsins. Vinnustaðurinn býður því upp á kjörið umhverfi og innviði til að efla heilsu stórs hóps. En hvaða þættir í starfsumhverfinu eru það sem geta verndað og eflt heilsu starfsmanna? Heilbrigt starfsumhverfi eflir vellíðan starfsfólks en að mörgu er að huga til þess að starfsumhverfið sé heilsueflandi og heilsuverndandi. Stjórnendur spila lykilhlutverk í góðu starfsumhverfi en þeir geta verið þáttur í því hversu mikið vinnuálag starfsfólk upplifir, sem getur haft áhrif á heilsu starfsfólks á vinnustaðnum. Heilsueflandi forysta styður við heilbrigt starfsumhverfi en rannsóknir hafa endurtekið sýnt að það eru áherslur stjórnenda sem fyrst og fremst tengjast líðan starfsmanna og heilbrigði þeirra. Með heilsueflandi forystu geta leiðtogar stutt heilbrigt vinnuumhverfi með því að veita úrræðamiðuð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk til þess að styðja við heilsu þeirra. Hægt er að koma í veg fyrir mögulegar neikvæðar afleiðingar hættulegra vinnuskilyrða, til dæmis kulnun með því að breyta vinnuskilyrðum á heilsustyðjandi hátt. Viðhorf stjórnenda til heilsu og líðan starfsfólks er því mikilvægt og getur ýtt undir vellíðan og heilbrigði starfsfólks. Í heilbrigðu starfsumhverfi styðja stjórnendur við vellíðan starfsfólks með því að leggja áherslu á góð samskipti, stuðning, að starfsfólk hafi áhrif á eigin störf, þroskist í starfi og fái traust frá yfirmönnum og með því að leggja áherslu á heilsu og líðan. Stuðningur frá stjórnendum og samstarfsfólki getur dregið úr álagi og stuðlar að bættri heilsu og vellíðan. Sýnt hefur verið fram á að félagslegur stuðningur geti komið í veg fyrir kulnunareinkenni þar sem hann eflir áhuga og virkni í starfi og starfsánægju. Ef einstaklingur getur haft áhrif á eigin störf og upplifir félagslegan stuðning í starfi þá getur það haft áhrif á hvernig hann upplifir álag í starfi. Sálrænt álag í starfi mótast af samspili milli þeirra krafna sem fylgja starfinu og þeirra áhrifa sem einstaklingur getur haft til að mæta þessum kröfum. Ef þetta samspil er með neikvæðum formerkjum getur það leitt af sér viðvarandi streitu sem hefur langtímaafleiðingar á heilsu. Félagslegur stuðningur í starfi getur dregið úr neikvæðum áhrifum mikils álags og lítilla áhrifa á eigin störf. Einnig þegar starfsfólk upplifir meiri sálrænar kröfur, hefur lítil áhrif á eigin störf og upplifir lítinn félagslegan stuðning þá aukast líkurnar á þunglyndiseinkennum. Auk tengsla áhrifa á eigin störf við sálræna og andlega líðan hefur einnig verið sýnt fram á að að lítil starfsstjórn í vinnuumhverfi geti stuðlað að þróun kransæðasjúkdóma. Einnig getur vald til ákvarðanatöku bætt frammistöðu og starfsánægju og dregið úr tíðni fjarveru og starfsmannaveltu. Hvatning í starfi er árangursrík leið til að efla árangur skipulagsheilda og samfélaga og til að auka vellíðan einstaklinga. Hvatning hefur einnig áhrif á færni sem einstaklingar þróa með sér, störf og starfsferil þeirra og hvernig þeir nýta krafta sína. Vinna og einkalíf einstaklinga skarast og hafa gagnvirk áhrif á hvort annað. Rannsóknir hafa sýnt að togstreita á milli vinnu og einkalífs veldur neikvæðum líkamlegum og sálrænum áhrifum sem hafa neikvæð áhrif á frammistöðu starfsfólks. Togstreita á milli vinnu og einkalífs getur haft neikvæð áhrif á frammistöðu starfsfólks og aukið óánægju og streitu. Með samspili vinnu og einkalífs styðja stjórnendur við starfsfólk sitt og stuðla að vellíðan þess. Stuðningurinn getur falist í umhyggju, sveigjanleika í vinnu eins og sveigjanlegum vinnutíma og fjölskyldu- eða persónulegra leyfa. Hönnun starfsumhverfis getur einnig haft áhrif á vellíðan starfsfólks. Rannsóknir sýna í auknum mæli að ófullnægjandi gæði umhverfis innanhúss geti valdið veikindum, haft slæm áhrif á vellíðan og dregið úr framleiðni starfsfólks. Áhættuþættir á vinnustaðnum geta falið í sér margra klukkutíma tölvunotkun, viðvarandi óþægilegar höfuð- og handleggjastellingar, léleg sjónræn skilyrði sem hafa áhrif á augu og sjón, léleg lýsingarskilyrði og aðra neikvæða vinnutengda þætti. Einnig hefur verið sýnt fram á að kostnaður getur verið mikill vegna ófullnægjandi innanhúss umhverfisgæða. Að mörgu er að hyggja þegar kemur að heilbrigðu starfsumhverfi. Gott starfsumhverfi er fjárfesting fyrir fyrirtæki en eins og fram hefur komið þá getur það eflt og verndað vellíðan starfsfólks og getur jafnframt haft jákvæð áhrif á framleiðni innan fyrirtækja. Stjórnendur eru þarna í lykilhlutverki með því að skapa góð vinnuskilyrði, veita starfsfólki stuðning, leggja áherslu á góð samskipti og með því að gera einstaklingum kleift að hafa áhrif á eigin störf.Höfundur er með MS próf í mannauðsstjórnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikið verið fjallað um vinnutengda kulnun og streitu í íslensku samfélagi. Vinnustaðurinn hefur bein áhrif á líkamlega, fjárhagslega og félagslega velferð starfsmanna og þar með heilsu fjölskyldna þeirra og samfélagsins. Vinnustaðurinn býður því upp á kjörið umhverfi og innviði til að efla heilsu stórs hóps. En hvaða þættir í starfsumhverfinu eru það sem geta verndað og eflt heilsu starfsmanna? Heilbrigt starfsumhverfi eflir vellíðan starfsfólks en að mörgu er að huga til þess að starfsumhverfið sé heilsueflandi og heilsuverndandi. Stjórnendur spila lykilhlutverk í góðu starfsumhverfi en þeir geta verið þáttur í því hversu mikið vinnuálag starfsfólk upplifir, sem getur haft áhrif á heilsu starfsfólks á vinnustaðnum. Heilsueflandi forysta styður við heilbrigt starfsumhverfi en rannsóknir hafa endurtekið sýnt að það eru áherslur stjórnenda sem fyrst og fremst tengjast líðan starfsmanna og heilbrigði þeirra. Með heilsueflandi forystu geta leiðtogar stutt heilbrigt vinnuumhverfi með því að veita úrræðamiðuð vinnuskilyrði fyrir starfsfólk til þess að styðja við heilsu þeirra. Hægt er að koma í veg fyrir mögulegar neikvæðar afleiðingar hættulegra vinnuskilyrða, til dæmis kulnun með því að breyta vinnuskilyrðum á heilsustyðjandi hátt. Viðhorf stjórnenda til heilsu og líðan starfsfólks er því mikilvægt og getur ýtt undir vellíðan og heilbrigði starfsfólks. Í heilbrigðu starfsumhverfi styðja stjórnendur við vellíðan starfsfólks með því að leggja áherslu á góð samskipti, stuðning, að starfsfólk hafi áhrif á eigin störf, þroskist í starfi og fái traust frá yfirmönnum og með því að leggja áherslu á heilsu og líðan. Stuðningur frá stjórnendum og samstarfsfólki getur dregið úr álagi og stuðlar að bættri heilsu og vellíðan. Sýnt hefur verið fram á að félagslegur stuðningur geti komið í veg fyrir kulnunareinkenni þar sem hann eflir áhuga og virkni í starfi og starfsánægju. Ef einstaklingur getur haft áhrif á eigin störf og upplifir félagslegan stuðning í starfi þá getur það haft áhrif á hvernig hann upplifir álag í starfi. Sálrænt álag í starfi mótast af samspili milli þeirra krafna sem fylgja starfinu og þeirra áhrifa sem einstaklingur getur haft til að mæta þessum kröfum. Ef þetta samspil er með neikvæðum formerkjum getur það leitt af sér viðvarandi streitu sem hefur langtímaafleiðingar á heilsu. Félagslegur stuðningur í starfi getur dregið úr neikvæðum áhrifum mikils álags og lítilla áhrifa á eigin störf. Einnig þegar starfsfólk upplifir meiri sálrænar kröfur, hefur lítil áhrif á eigin störf og upplifir lítinn félagslegan stuðning þá aukast líkurnar á þunglyndiseinkennum. Auk tengsla áhrifa á eigin störf við sálræna og andlega líðan hefur einnig verið sýnt fram á að að lítil starfsstjórn í vinnuumhverfi geti stuðlað að þróun kransæðasjúkdóma. Einnig getur vald til ákvarðanatöku bætt frammistöðu og starfsánægju og dregið úr tíðni fjarveru og starfsmannaveltu. Hvatning í starfi er árangursrík leið til að efla árangur skipulagsheilda og samfélaga og til að auka vellíðan einstaklinga. Hvatning hefur einnig áhrif á færni sem einstaklingar þróa með sér, störf og starfsferil þeirra og hvernig þeir nýta krafta sína. Vinna og einkalíf einstaklinga skarast og hafa gagnvirk áhrif á hvort annað. Rannsóknir hafa sýnt að togstreita á milli vinnu og einkalífs veldur neikvæðum líkamlegum og sálrænum áhrifum sem hafa neikvæð áhrif á frammistöðu starfsfólks. Togstreita á milli vinnu og einkalífs getur haft neikvæð áhrif á frammistöðu starfsfólks og aukið óánægju og streitu. Með samspili vinnu og einkalífs styðja stjórnendur við starfsfólk sitt og stuðla að vellíðan þess. Stuðningurinn getur falist í umhyggju, sveigjanleika í vinnu eins og sveigjanlegum vinnutíma og fjölskyldu- eða persónulegra leyfa. Hönnun starfsumhverfis getur einnig haft áhrif á vellíðan starfsfólks. Rannsóknir sýna í auknum mæli að ófullnægjandi gæði umhverfis innanhúss geti valdið veikindum, haft slæm áhrif á vellíðan og dregið úr framleiðni starfsfólks. Áhættuþættir á vinnustaðnum geta falið í sér margra klukkutíma tölvunotkun, viðvarandi óþægilegar höfuð- og handleggjastellingar, léleg sjónræn skilyrði sem hafa áhrif á augu og sjón, léleg lýsingarskilyrði og aðra neikvæða vinnutengda þætti. Einnig hefur verið sýnt fram á að kostnaður getur verið mikill vegna ófullnægjandi innanhúss umhverfisgæða. Að mörgu er að hyggja þegar kemur að heilbrigðu starfsumhverfi. Gott starfsumhverfi er fjárfesting fyrir fyrirtæki en eins og fram hefur komið þá getur það eflt og verndað vellíðan starfsfólks og getur jafnframt haft jákvæð áhrif á framleiðni innan fyrirtækja. Stjórnendur eru þarna í lykilhlutverki með því að skapa góð vinnuskilyrði, veita starfsfólki stuðning, leggja áherslu á góð samskipti og með því að gera einstaklingum kleift að hafa áhrif á eigin störf.Höfundur er með MS próf í mannauðsstjórnun.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun