Auðlindirnar okkar Oddný G. Harðardóttir skrifar 26. apríl 2019 07:00 Umræðan um þriðja orkupakkann er afar ruglingsleg. Svo virðist sem þau sem hafa þar hæst séu í raun alls ekkert að tala um það sem er í pakkanum. Þau draga fram skýra línu þar sem öðrum megin við hana er almenningur og hinum megin eru útlendingar sem vilja komast yfir auðlindir þjóðarinnar. Og svo eru bjargvættir leiddir til sögunnar sem einir geta og vilja vernda þjóðina fyrir gömmunum. En umræðan er líka um raunveruleg áhyggjuefni. Ég fæ ekki betur séð en að orkupakkinn fjalli helst um neytendavernd, orkuöryggi og virkari samkeppni. Pakkinn mun ekki hafa mikil áhrif hér á landi á meðan orkan okkar er ekki á orkumarkaði ESB. Til þess þyrfti sæstreng sem gæti reyndar flutt rafmagn til okkar ef við værum í neyð. Og þeir sem allra síst vilja aukna samkeppni í sölu rafmagns eru eigendur stóriðjunnar sem kaupir 70-80% alls rafmagns hér á landi. Þeir eru nú í lykilstöðu við samningaborðið um rafmagnsverðið enda engir aðrir kaupendur því enginn er sæstrengurinn. Sæstrengur er ekki í sjónmáli og ekki er heldur verið að leggja drög að lagningu hans eftir að Bretar tóku ákvörðun um Brexit. Kannski kemur hann aldrei. Samt er ljóst af umræðunni um orkupakkann að margir eru uggandi og vilja tryggari umgjörð um auðlindir þjóðarinnar. Og það viljum við í Samfylkingunni líka. Lausnin er auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Ákvæði þar sem áréttað er að enginn geti fengið auðlindirnar eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei megi selja þær eða veðsetja. Í kosningunum um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í mars 2012 fékk spurningin „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar í þjóðareign“ mikinn stuðning kjósenda. Ef ruglingslega umræðan um orkupakkann leiðir til þess að við fáum auðlindaákvæði í stjórnarskrá, þá væri hún sannarlega til einhvers.Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Oddný G. Harðardóttir Þriðji orkupakkinn Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Umræðan um þriðja orkupakkann er afar ruglingsleg. Svo virðist sem þau sem hafa þar hæst séu í raun alls ekkert að tala um það sem er í pakkanum. Þau draga fram skýra línu þar sem öðrum megin við hana er almenningur og hinum megin eru útlendingar sem vilja komast yfir auðlindir þjóðarinnar. Og svo eru bjargvættir leiddir til sögunnar sem einir geta og vilja vernda þjóðina fyrir gömmunum. En umræðan er líka um raunveruleg áhyggjuefni. Ég fæ ekki betur séð en að orkupakkinn fjalli helst um neytendavernd, orkuöryggi og virkari samkeppni. Pakkinn mun ekki hafa mikil áhrif hér á landi á meðan orkan okkar er ekki á orkumarkaði ESB. Til þess þyrfti sæstreng sem gæti reyndar flutt rafmagn til okkar ef við værum í neyð. Og þeir sem allra síst vilja aukna samkeppni í sölu rafmagns eru eigendur stóriðjunnar sem kaupir 70-80% alls rafmagns hér á landi. Þeir eru nú í lykilstöðu við samningaborðið um rafmagnsverðið enda engir aðrir kaupendur því enginn er sæstrengurinn. Sæstrengur er ekki í sjónmáli og ekki er heldur verið að leggja drög að lagningu hans eftir að Bretar tóku ákvörðun um Brexit. Kannski kemur hann aldrei. Samt er ljóst af umræðunni um orkupakkann að margir eru uggandi og vilja tryggari umgjörð um auðlindir þjóðarinnar. Og það viljum við í Samfylkingunni líka. Lausnin er auðlindaákvæði í stjórnarskrá. Ákvæði þar sem áréttað er að enginn geti fengið auðlindirnar eða réttindi tengd þeim til eignar eða varanlegra afnota og aldrei megi selja þær eða veðsetja. Í kosningunum um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá í mars 2012 fékk spurningin „Vilt þú að í nýrri stjórnarskrá verði náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeigu lýstar í þjóðareign“ mikinn stuðning kjósenda. Ef ruglingslega umræðan um orkupakkann leiðir til þess að við fáum auðlindaákvæði í stjórnarskrá, þá væri hún sannarlega til einhvers.Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar