Heilbrigðisráðherra bíður úttektar áður en ákvörðun verður tekin um nýtt biðlistaátak Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 25. apríl 2019 19:00 Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. Árið 2016 gerði Velferðaráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlistum eftir liðskipta-og augasteinaaðgerðum og hjartaþræðingu. Átakið var til þriggja ára og lauk í desember 2018. Landlæknisembættið hefur fylgst með átakinu og í síðustu úttekt kemur fram að í október biðu 703 eftir liðskiptum á hné og 337 á mjöðm. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst bíða eftir næstu úttekt og eftir það verði næstu skref ákveðin. „Ég hef beðið Landlæknisembættið að gera úttekt á því hvernig þetta átak hefur gengið þá að fækka á biðlistum og vonast til að ég fái hana í hendur fljótlega og mun skoða áframhaldið eftir það,“ segir Svandís. Í fréttum undanfarið hefur komið fram mikil gagnrýni á að biðtíminn sé ennþá alltof langur og dæmi um að fólk þurfi að bíða í rúmt ár þó það sé orðið óvinnufært.Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa til að mynda gagnrýnt að fólk sé sent til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð, en kostnaðurinn við það getur farið í þrjár milljónir meðan hægt er að gera slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum fyrir tólf hundruð þúsund krónur hér á landi. Svandís vill láta skoða betur hvort fólk sem þarf að fara hvað hraðast í liðskiptaaðgerðir komist á undan öðrum í slíkar aðgerðir. „Ég er enn ekki fyllilega sannfærð um að fólk sem þarf að fara nauðsynlega fljótt í aðgerð komist alltaf fyrst að og vil láta kanna það betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvernig fækka megi á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum. Hún kveðst bíða niðurstöðu úttektar frá Landlækni vegna biðlistaátaks. Um ellefu hundruð biðu eftir liðskiptaaðgerðum í október en Svandís segist ekki sannfærð um að þeir sem þurfi mest á aðgerð að halda komist alltaf fyrstir að. Árið 2016 gerði Velferðaráðuneytið samning við heilbrigðisstofnanir á landinu um að átak yrði gert til að fækka sjúklingum á biðlistum eftir liðskipta-og augasteinaaðgerðum og hjartaþræðingu. Átakið var til þriggja ára og lauk í desember 2018. Landlæknisembættið hefur fylgst með átakinu og í síðustu úttekt kemur fram að í október biðu 703 eftir liðskiptum á hné og 337 á mjöðm. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra kveðst bíða eftir næstu úttekt og eftir það verði næstu skref ákveðin. „Ég hef beðið Landlæknisembættið að gera úttekt á því hvernig þetta átak hefur gengið þá að fækka á biðlistum og vonast til að ég fái hana í hendur fljótlega og mun skoða áframhaldið eftir það,“ segir Svandís. Í fréttum undanfarið hefur komið fram mikil gagnrýni á að biðtíminn sé ennþá alltof langur og dæmi um að fólk þurfi að bíða í rúmt ár þó það sé orðið óvinnufært.Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa til að mynda gagnrýnt að fólk sé sent til Svíþjóðar í liðskiptaaðgerð, en kostnaðurinn við það getur farið í þrjár milljónir meðan hægt er að gera slíka aðgerð hjá sjálfstætt starfandi læknum fyrir tólf hundruð þúsund krónur hér á landi. Svandís vill láta skoða betur hvort fólk sem þarf að fara hvað hraðast í liðskiptaaðgerðir komist á undan öðrum í slíkar aðgerðir. „Ég er enn ekki fyllilega sannfærð um að fólk sem þarf að fara nauðsynlega fljótt í aðgerð komist alltaf fyrst að og vil láta kanna það betur,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Sjá meira