Vilja aðra atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. apríl 2019 08:30 Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skota. Fréttablaðið/Ernir Skotar munu undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Bretlandi fyrir maí 2021 hvort sem stjórnvöld í Lundúnum gefa leyfi fyrir slíku eður ei. Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, á skoska þinginu í gær. „Valið á milli útgöngu úr Evrópusambandinu og sjálfstæðs Skotlands í Evrópusamstarfi ætti að vera lagt í dóm þessa þings á yfirstandandi kjörtímabili,“ sagði ráðherrann í ræðu sinni. Hún bætti því við að áætlað væri að frumvarp þess efnis yrði skrifað fyrir árslok og að á þessu stigi væri ekki þörf á samþykki stjórnvalda í Lundúnum. Það yrði hins vegar nauðsynlegt síðar. Skotar fengu að halda atkvæðagreiðslu um sjálfstæði árið 2014 eftir rúmlega 300 ára sambúð með öðrum þjóðum Bretlands. Svo fór að 44,7 prósent Skota sögðu já við sjálfstæði en 55,3 prósent nei. En þótt enginn meirihluti hafi verið fyrir sjálfstæði þá, og ekki heldur nú samkvæmt könnunum, vilja Skotar ólmir vera í Evrópusambandinu. 51,89 prósent Breta samþykktu sumarið 2016 að ganga út úr ESB. 48,11 prósent lögðust gegn útgöngu. Myndin var hins vegar öðruvísi á Skotlandi. Alls greiddu 38 prósent Skota atkvæði með útgöngu en 62 prósent gegn. Sturgeon sagði í ræðu sinni að valið stæði nú á milli þess að þokast út á jaðar alþjóðastjórnmála með Bretum eða standa vörð um stöðu Skotlands sem Evrópuþjóðar með því að lýsa yfir sjálfstæði. – þea Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Skotland Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira
Skotar munu undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði frá Bretlandi fyrir maí 2021 hvort sem stjórnvöld í Lundúnum gefa leyfi fyrir slíku eður ei. Þetta sagði Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, á skoska þinginu í gær. „Valið á milli útgöngu úr Evrópusambandinu og sjálfstæðs Skotlands í Evrópusamstarfi ætti að vera lagt í dóm þessa þings á yfirstandandi kjörtímabili,“ sagði ráðherrann í ræðu sinni. Hún bætti því við að áætlað væri að frumvarp þess efnis yrði skrifað fyrir árslok og að á þessu stigi væri ekki þörf á samþykki stjórnvalda í Lundúnum. Það yrði hins vegar nauðsynlegt síðar. Skotar fengu að halda atkvæðagreiðslu um sjálfstæði árið 2014 eftir rúmlega 300 ára sambúð með öðrum þjóðum Bretlands. Svo fór að 44,7 prósent Skota sögðu já við sjálfstæði en 55,3 prósent nei. En þótt enginn meirihluti hafi verið fyrir sjálfstæði þá, og ekki heldur nú samkvæmt könnunum, vilja Skotar ólmir vera í Evrópusambandinu. 51,89 prósent Breta samþykktu sumarið 2016 að ganga út úr ESB. 48,11 prósent lögðust gegn útgöngu. Myndin var hins vegar öðruvísi á Skotlandi. Alls greiddu 38 prósent Skota atkvæði með útgöngu en 62 prósent gegn. Sturgeon sagði í ræðu sinni að valið stæði nú á milli þess að þokast út á jaðar alþjóðastjórnmála með Bretum eða standa vörð um stöðu Skotlands sem Evrópuþjóðar með því að lýsa yfir sjálfstæði. – þea
Birtist í Fréttablaðinu Bretland Brexit Skotland Mest lesið Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Innlent Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Fleiri fréttir Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Sjá meira